Markvörðurinn Anton Ari Einarsson er á förum frá Íslandsmeisturum Vals og mun ganga til liðs við Breiðablik þegar félagsskiptaglugginn opnar á ný samkvæmt frétt Fréttablaðsins.
Anton Ari hefur verið hjá Val síðan 2014 en hann var fastamaður í byrjunarliði Vals frá 2016 og varð Íslandsmeistari með félaginu síðustu tvö ár.
Valur fékk landsliðsmarkvörðinn Hannes Þór Halldórsson til liðs við sig í vetur og hefur hann tekið sæti Antons í byrjunarliðinu. Anton hefur aðeins leikið einn deildarleik það sem af er sumars.
Valur er í botnsæti Pepsi Max deildar karla eftir slæma byrjun en Breiðablik er á hinum enda deildarinnar, í toppsætinu.
Segja Anton Ara á leið til Breiðabliks
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið

Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær
Íslenski boltinn

Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“
Enski boltinn

Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“
Enski boltinn


Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði
Íslenski boltinn

Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær
Enski boltinn



Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið
Enski boltinn

Isak utan vallar en þó í forgrunni
Enski boltinn