Mannránið í Noregi: Óttast að fólk á upptökum hafi vaktað vinnustað eiginmannsins Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. janúar 2019 11:38 Skjáskot úr öðru myndbandinu sem norska lögreglan birti í dag. Skjáskot/VG Lögregla í Noregi óskar eftir að ná tali af nokkrum einstaklingum sem sáust fyrir utan vinnustað Toms Hagen daginn sem eiginkona hans, Anne-Elisabeth Falkevik Hagen hvarf.Sjá einnig: Mannránið í Noregi: „Það veit nánast enginn hvaða fólk þetta er“ Lögregla birti í dag tvö myndbönd sem tekin eru upp á öryggismyndavél fyrir utan skrifstofu Hagen í svokallaðri Futurum-byggingu í Ósló. Í öðru myndbandinu má sjá manneskju á gangi fyrir utan vinnustaðinn klukkan 07:36 að morgni 31. október síðastliðins, daginn sem Falkevik Hagen var rænt af heimili hjónanna í Fjellhamar í Lørenskógi. Viðkomandi fer í hvarf á bak við tré í skamma stund en gengur svo sömu leið til baka. Hitt myndbandið hefst um 24 mínútum síðar en á því sést önnur manneskja ganga sömu leið og sú fyrri. Hjólreiðamaður tekur fram úr einstaklingnum og óskar lögregla eftir því að allir þrír gefi sig fram. Hafa þeir allir stöðu vitnis í málinu, að sögn lögreglu. „Þetta er aðallega til þess að komast að því hverjir þetta eru og hvort þeir búi yfir einhverjum upplýsingum,“ sagði lögreglustjórinn Tommy Brøske í samtali við norska dagblaðið Verdens Gang, VG. Myndbandið má sjá í spilaranum hér að neðan. Mögulega fylgst með fjölskyldunni í aðdraganda mannránsins Aðspurður gat hann ekki útilokað að um væri að ræða einstaklinga sem vaktað hefðu vinnustað Hagen á meðan mannræningjarnir athöfnuðu sig á heimili hans og Falkevik-Hagen. „Það eru nægar grunsemdir fyrir hendi til að við gefum það út. Í svona málum getum við ekki útilokað að fylgst hafi verið með fjölskyldumeðlimum og vinnustöðum,“ sagði Brøske. Þá staðfesti hann að skilaboð frá ræningjunum, sem m.a. sneru að hótunum í garð Falkevik Hagen, hefðu fundist á heimili hjónanna. Lögregla hefur verið í samskiptum við ræningjana í gegnum netið en þeir krefjast yfir milljarðs íslenskra króna í órekjanlegri rafmynt í lausnargjald. Yfir hundrað ábendingar hafa nú borist lögreglu vegna málsins síðan fyrst var greint frá hvarfi Falkevik-Hagen í gærmorgun. Enn er þó enginn grunaður um aðild að mannráninu. Anne-Elisabeth Hagen Norðurlönd Noregur Tengdar fréttir Málvísindamenn fengnir til að rannsaka skilaboð frá mannræningjunum Lögregla í Noregi vonast til að málvísindamenn geti aðstoðað við að koma lögreglu á sporið í leitinni að þeim sem rændu Anne-Elisabeth Falkevik Hagen. 9. janúar 2019 23:12 Mannránið í Noregi: „Það veit nánast enginn hvaða fólk þetta er“ Þrátt fyrir að vera ein ríkasta fjölskylda Noregs virðist fjölskylda Tom og Anne-Elisabeth Falkevik Hagen ekki hafa verið mjög áberandi í norsku þjóðlífi. Ekkert hefur spurst til Anna-Elisabeth í um tíu vikur eftir að henni var rænt af heimili í Fjellhamar í Lørenskógi, austur af Ósló. 10. janúar 2019 09:15 Ráðlögðu fjölskyldunni að verða ekki við kröfu mannræningjanna Þá staðfesti lögregla að hún hefði verið í samskiptum við ræningjana undanfarnar tíu vikur. 9. janúar 2019 11:11 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Lögregla í Noregi óskar eftir að ná tali af nokkrum einstaklingum sem sáust fyrir utan vinnustað Toms Hagen daginn sem eiginkona hans, Anne-Elisabeth Falkevik Hagen hvarf.Sjá einnig: Mannránið í Noregi: „Það veit nánast enginn hvaða fólk þetta er“ Lögregla birti í dag tvö myndbönd sem tekin eru upp á öryggismyndavél fyrir utan skrifstofu Hagen í svokallaðri Futurum-byggingu í Ósló. Í öðru myndbandinu má sjá manneskju á gangi fyrir utan vinnustaðinn klukkan 07:36 að morgni 31. október síðastliðins, daginn sem Falkevik Hagen var rænt af heimili hjónanna í Fjellhamar í Lørenskógi. Viðkomandi fer í hvarf á bak við tré í skamma stund en gengur svo sömu leið til baka. Hitt myndbandið hefst um 24 mínútum síðar en á því sést önnur manneskja ganga sömu leið og sú fyrri. Hjólreiðamaður tekur fram úr einstaklingnum og óskar lögregla eftir því að allir þrír gefi sig fram. Hafa þeir allir stöðu vitnis í málinu, að sögn lögreglu. „Þetta er aðallega til þess að komast að því hverjir þetta eru og hvort þeir búi yfir einhverjum upplýsingum,“ sagði lögreglustjórinn Tommy Brøske í samtali við norska dagblaðið Verdens Gang, VG. Myndbandið má sjá í spilaranum hér að neðan. Mögulega fylgst með fjölskyldunni í aðdraganda mannránsins Aðspurður gat hann ekki útilokað að um væri að ræða einstaklinga sem vaktað hefðu vinnustað Hagen á meðan mannræningjarnir athöfnuðu sig á heimili hans og Falkevik-Hagen. „Það eru nægar grunsemdir fyrir hendi til að við gefum það út. Í svona málum getum við ekki útilokað að fylgst hafi verið með fjölskyldumeðlimum og vinnustöðum,“ sagði Brøske. Þá staðfesti hann að skilaboð frá ræningjunum, sem m.a. sneru að hótunum í garð Falkevik Hagen, hefðu fundist á heimili hjónanna. Lögregla hefur verið í samskiptum við ræningjana í gegnum netið en þeir krefjast yfir milljarðs íslenskra króna í órekjanlegri rafmynt í lausnargjald. Yfir hundrað ábendingar hafa nú borist lögreglu vegna málsins síðan fyrst var greint frá hvarfi Falkevik-Hagen í gærmorgun. Enn er þó enginn grunaður um aðild að mannráninu.
Anne-Elisabeth Hagen Norðurlönd Noregur Tengdar fréttir Málvísindamenn fengnir til að rannsaka skilaboð frá mannræningjunum Lögregla í Noregi vonast til að málvísindamenn geti aðstoðað við að koma lögreglu á sporið í leitinni að þeim sem rændu Anne-Elisabeth Falkevik Hagen. 9. janúar 2019 23:12 Mannránið í Noregi: „Það veit nánast enginn hvaða fólk þetta er“ Þrátt fyrir að vera ein ríkasta fjölskylda Noregs virðist fjölskylda Tom og Anne-Elisabeth Falkevik Hagen ekki hafa verið mjög áberandi í norsku þjóðlífi. Ekkert hefur spurst til Anna-Elisabeth í um tíu vikur eftir að henni var rænt af heimili í Fjellhamar í Lørenskógi, austur af Ósló. 10. janúar 2019 09:15 Ráðlögðu fjölskyldunni að verða ekki við kröfu mannræningjanna Þá staðfesti lögregla að hún hefði verið í samskiptum við ræningjana undanfarnar tíu vikur. 9. janúar 2019 11:11 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Málvísindamenn fengnir til að rannsaka skilaboð frá mannræningjunum Lögregla í Noregi vonast til að málvísindamenn geti aðstoðað við að koma lögreglu á sporið í leitinni að þeim sem rændu Anne-Elisabeth Falkevik Hagen. 9. janúar 2019 23:12
Mannránið í Noregi: „Það veit nánast enginn hvaða fólk þetta er“ Þrátt fyrir að vera ein ríkasta fjölskylda Noregs virðist fjölskylda Tom og Anne-Elisabeth Falkevik Hagen ekki hafa verið mjög áberandi í norsku þjóðlífi. Ekkert hefur spurst til Anna-Elisabeth í um tíu vikur eftir að henni var rænt af heimili í Fjellhamar í Lørenskógi, austur af Ósló. 10. janúar 2019 09:15
Ráðlögðu fjölskyldunni að verða ekki við kröfu mannræningjanna Þá staðfesti lögregla að hún hefði verið í samskiptum við ræningjana undanfarnar tíu vikur. 9. janúar 2019 11:11