Lokuðu sig fjögur af inni í einu herbergi á meðan slökkvilið barðist við eldinn Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. desember 2019 13:49 Íbúi í fjölbýlishúsi í Vesturbergi í Breiðholti, þar sem mikill eldur kviknaði í morgun, segir óvíst hvort hún geti haldið jól í íbúð sinni. Hún lýsir því að hún, ásamt þremur öðrum í íbúðinni, hafi þurft að loka sig saman inni í einu herbergi á meðan slökkviliðsmenn börðust við eldinn.Sjá einnig: Eldtungurnar stóðu út um glugga Allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var kallað út á tíunda tímanum í morgun vegna eldsins. Hann kviknaði í geymslurými á neðstu hæð hússins og fljótlega fylltist stigagangurinn allur af reyk. Varaslökkviliðsstjóri lýsti því í samtali við fréttastofu í morgun að íbúum hefði verið hætta búin en þeim var gert að halda sig í íbúðum sínum eða úti á svölum á meðan slökkvilið barðist við eldinn. Anna Kristbjörg Jónsdóttir er ein þeirra íbúa sem var inni í íbúð sinni þegar eldsins varð vart. „Ég var bara inni í stofu þegar ég heyri í konunni fyrir neðan mig úti á plani að hringja í 112 og ég fór út á svalir og hún benti mér á að það væri kviknað í. Ég var ekki viss um hvort þetta væri í íbúðinni hjá henni eða stigaganginum en fljótlega fylltist allt af reyk,“ sagði Anna í samtali við fréttastofu á vettvangi brunans í morgun. Hundur Önnu Kristbjargar komst heilu og höldnu út.Vísir/vilhelm „Ég gat ekki verið úti á svölum og við þurftum að loka okkur af inni í einu herbergi og vorum fjögur inni í íbúðinni. Við komumst ekki niður, ekkert.“ Anna á nokkur gæludýr og náði að bjarga hundi sínum út úr íbúðinni. Þegar fréttastofa ræddi við hana var hins vegar óvíst um kettina hennar. „Ég veit ekki neitt meira, hvað verður um þá.“ Varaslökkviliðsstjóri sagði í samtali við fréttastofu í morgun að enn ætti eftir að meta tjónið á húsinu en ef marka má myndir af vettvangi var það töluvert. Anna vissi ekki hvort fjölskyldan sæi fram á að geta haldið jól í íbúðinni. „Ég veit það ekki. Ég veit það ekki. Það verður bara að koma í ljós.“ Rannsókn á eldsvoðanum stendur enn yfir. Þá eru eldsupptök ókunn og verða ekki ljós í dag, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.Hér að neðan má sjá myndskeið frá vinnu á vettvangi brunans í Vesturbergi í morgun. Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Eldur í húsi í Vesturbergi Slökkvilið og lögregla á höfuðborgarsvæðinu voru kölluð út á níunda tímanum í morgun vegna elds í húsi í Vesturbergi í Breiðholti. 20. desember 2019 09:38 Eldtungurnar stóðu út um glugga Eldurinn sem kom upp í fjölbýlishúsi í Vesturbergi í Breiðholti í morgun kviknaði á neðstu hæð. Varaslökkviliðsstjóri á vettvangi segir að eldurinn hafi verið afar mikill og eldtungurnar staðið út um glugga þegar slökkvilið bar að garði. 20. desember 2019 10:45 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Fleiri fréttir Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Sjá meira
Íbúi í fjölbýlishúsi í Vesturbergi í Breiðholti, þar sem mikill eldur kviknaði í morgun, segir óvíst hvort hún geti haldið jól í íbúð sinni. Hún lýsir því að hún, ásamt þremur öðrum í íbúðinni, hafi þurft að loka sig saman inni í einu herbergi á meðan slökkviliðsmenn börðust við eldinn.Sjá einnig: Eldtungurnar stóðu út um glugga Allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var kallað út á tíunda tímanum í morgun vegna eldsins. Hann kviknaði í geymslurými á neðstu hæð hússins og fljótlega fylltist stigagangurinn allur af reyk. Varaslökkviliðsstjóri lýsti því í samtali við fréttastofu í morgun að íbúum hefði verið hætta búin en þeim var gert að halda sig í íbúðum sínum eða úti á svölum á meðan slökkvilið barðist við eldinn. Anna Kristbjörg Jónsdóttir er ein þeirra íbúa sem var inni í íbúð sinni þegar eldsins varð vart. „Ég var bara inni í stofu þegar ég heyri í konunni fyrir neðan mig úti á plani að hringja í 112 og ég fór út á svalir og hún benti mér á að það væri kviknað í. Ég var ekki viss um hvort þetta væri í íbúðinni hjá henni eða stigaganginum en fljótlega fylltist allt af reyk,“ sagði Anna í samtali við fréttastofu á vettvangi brunans í morgun. Hundur Önnu Kristbjargar komst heilu og höldnu út.Vísir/vilhelm „Ég gat ekki verið úti á svölum og við þurftum að loka okkur af inni í einu herbergi og vorum fjögur inni í íbúðinni. Við komumst ekki niður, ekkert.“ Anna á nokkur gæludýr og náði að bjarga hundi sínum út úr íbúðinni. Þegar fréttastofa ræddi við hana var hins vegar óvíst um kettina hennar. „Ég veit ekki neitt meira, hvað verður um þá.“ Varaslökkviliðsstjóri sagði í samtali við fréttastofu í morgun að enn ætti eftir að meta tjónið á húsinu en ef marka má myndir af vettvangi var það töluvert. Anna vissi ekki hvort fjölskyldan sæi fram á að geta haldið jól í íbúðinni. „Ég veit það ekki. Ég veit það ekki. Það verður bara að koma í ljós.“ Rannsókn á eldsvoðanum stendur enn yfir. Þá eru eldsupptök ókunn og verða ekki ljós í dag, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.Hér að neðan má sjá myndskeið frá vinnu á vettvangi brunans í Vesturbergi í morgun.
Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Eldur í húsi í Vesturbergi Slökkvilið og lögregla á höfuðborgarsvæðinu voru kölluð út á níunda tímanum í morgun vegna elds í húsi í Vesturbergi í Breiðholti. 20. desember 2019 09:38 Eldtungurnar stóðu út um glugga Eldurinn sem kom upp í fjölbýlishúsi í Vesturbergi í Breiðholti í morgun kviknaði á neðstu hæð. Varaslökkviliðsstjóri á vettvangi segir að eldurinn hafi verið afar mikill og eldtungurnar staðið út um glugga þegar slökkvilið bar að garði. 20. desember 2019 10:45 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Fleiri fréttir Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Sjá meira
Eldur í húsi í Vesturbergi Slökkvilið og lögregla á höfuðborgarsvæðinu voru kölluð út á níunda tímanum í morgun vegna elds í húsi í Vesturbergi í Breiðholti. 20. desember 2019 09:38
Eldtungurnar stóðu út um glugga Eldurinn sem kom upp í fjölbýlishúsi í Vesturbergi í Breiðholti í morgun kviknaði á neðstu hæð. Varaslökkviliðsstjóri á vettvangi segir að eldurinn hafi verið afar mikill og eldtungurnar staðið út um glugga þegar slökkvilið bar að garði. 20. desember 2019 10:45
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent