Eldtungurnar stóðu út um glugga Kristín Ólafsdóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 20. desember 2019 10:45 Slökkviliðsmenn hlúa að íbúa í Vesturbergi í morgun. Vísir/vilhelm Eldurinn sem kom upp í fjölbýlishúsi í Vesturbergi í Breiðholti í morgun kviknaði á neðstu hæð. Varaslökkviliðsstjóri á vettvangi segir að eldurinn hafi verið afar mikill og eldtungurnar staðið út um glugga þegar slökkvilið bar að garði. Íbúum hússins hafi verið hætta búin en þeir hafa verið fluttir í skóla í nágrenninu nú í morgun, þar sem teymi frá Rauða krossinum hlúir að þeim. Allt tiltækt lið slökkviliðs var kallað út vegna eldsins á tíunda tímanum í morgun. Eldurinn hefur verið slökktur og unnið er að því að reykræsta. Slökkviliðsmenn við störf í morgun.vísir/vilhelm Stigagangurinn lokaðist af reyk Birgir Finnsson varaslökkviliðsstjóri segir í samtali við fréttastofu að strax hafi legið fyrir í tilkynningunni að mikill eldur hefði komið upp, sem og að fólk væri inni í íbúðum hússins og mikill reykur í stigagangi. Íbúar hafi verið beðnir um að halda sig inni. Þegar komið var á staðinn varð ljóst að eldurinn kviknaði á fyrstu hæð hússins, þar sem eru hjólageymslur, þvottahús og annað slíkt. „Það var bara mjög mikill eldur. Stigagangurinn lokaðist af reyk. Fólkið gerði alveg hárrétt í stöðunni, það var inni í íbúðunum og fór ekki inn á stigaganginn og fór svo bara út á svalir ef það fór að finna mikla lykt. Við slökktum síðan eldinn og erum að vinna að því að taka fólkið úr íbúðunum, aðstoða það,“ segir Birgir. Birgir Finnsson, varaslökkviliðsstjóri, á vettvangi í Vesturbergi í morgun.Vísir/þorsteinn Hann hefur ekki nákvæmar upplýsingar um það hversu margar íbúðir eru í stigaganginum eða hversu margir búa í þeim. Svo virðist sem engan hafi sakað en Birgir segir að ljóst hafi verið að fólkinu var hætta búin. „Þegar eldurinn er orðinn svona mikill þá já, þetta hefði getað farið mun verr. En við sendum allar okkar stöðvar, við vorum fljótir að ná að slá niður þennan mesta eld. Það stóðu bara eldtungurnar út um glugga. Það gekk nokkuð fljótt fyrir sig og þá var staðan undir kontról,“ segir Birgir. „En svo þurfti að vinna eftirvinnuna, vera í sambandi við fólkið, segja því að halda kyrru fyrir á meðan við værum að ná að hreinsa upp reykinn svo það væri öruggara að ná því út.“ Bæði mönnum og dýrum var bjargað úr húsinu.Vísir/vilhelm Mikill mannskapur og góð tæki Inntur eftir því hvort aðstæður til slökkvistarfs hafi verið erfiðar segir Birgir að öflugt lið viðbragðsaðila hafi leyst verkið vel úr hendi. „Auðvitað er það þannig að þarna eru geymslur og annað slíkt þar sem eru einhverjir timburveggir, byggðir eftir þeim tímareglum, þannig að það var meiri eldur sjálfsagt út af því. En ekkert erfiðara fyrir okkur þannig séð. Mikill mannskapur, góð tæki og ráðist á þetta í hvelli.“ Birgir segir að ekki sé byrjað að kanna umfang tjóns vegna eldsins. Nú sé lögð áhersla á að huga að íbúum en farið hefur verið með fólkið í nærliggjandi skóla, þar sem teymi frá Rauða krossinum tekur á móti þeim. Þá verður einnig reynt að ná í þá íbúa sem ekki voru á staðnum þegar eldurinn kom upp. Inngangurinn að neðstu hæðinni er töluvert skemmdur.Vísir/vilhelm Slökkvistarf gekk vel, að sögn varaslökkviliðsstjóra.Vísir/vilhelm Slökkviliðsmenn aðstoða íbúa út úr húsinu.Vísir/vilhelm Íbúum hússins var hætta búin í morgun að sögn varaslökkviliðsstjóra.vísir/vilhelm Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Eldur í húsi í Vesturbergi Slökkvilið og lögregla á höfuðborgarsvæðinu voru kölluð út á níunda tímanum í morgun vegna elds í húsi í Vesturbergi í Breiðholti. 20. desember 2019 09:38 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Fleiri fréttir Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Sjá meira
Eldurinn sem kom upp í fjölbýlishúsi í Vesturbergi í Breiðholti í morgun kviknaði á neðstu hæð. Varaslökkviliðsstjóri á vettvangi segir að eldurinn hafi verið afar mikill og eldtungurnar staðið út um glugga þegar slökkvilið bar að garði. Íbúum hússins hafi verið hætta búin en þeir hafa verið fluttir í skóla í nágrenninu nú í morgun, þar sem teymi frá Rauða krossinum hlúir að þeim. Allt tiltækt lið slökkviliðs var kallað út vegna eldsins á tíunda tímanum í morgun. Eldurinn hefur verið slökktur og unnið er að því að reykræsta. Slökkviliðsmenn við störf í morgun.vísir/vilhelm Stigagangurinn lokaðist af reyk Birgir Finnsson varaslökkviliðsstjóri segir í samtali við fréttastofu að strax hafi legið fyrir í tilkynningunni að mikill eldur hefði komið upp, sem og að fólk væri inni í íbúðum hússins og mikill reykur í stigagangi. Íbúar hafi verið beðnir um að halda sig inni. Þegar komið var á staðinn varð ljóst að eldurinn kviknaði á fyrstu hæð hússins, þar sem eru hjólageymslur, þvottahús og annað slíkt. „Það var bara mjög mikill eldur. Stigagangurinn lokaðist af reyk. Fólkið gerði alveg hárrétt í stöðunni, það var inni í íbúðunum og fór ekki inn á stigaganginn og fór svo bara út á svalir ef það fór að finna mikla lykt. Við slökktum síðan eldinn og erum að vinna að því að taka fólkið úr íbúðunum, aðstoða það,“ segir Birgir. Birgir Finnsson, varaslökkviliðsstjóri, á vettvangi í Vesturbergi í morgun.Vísir/þorsteinn Hann hefur ekki nákvæmar upplýsingar um það hversu margar íbúðir eru í stigaganginum eða hversu margir búa í þeim. Svo virðist sem engan hafi sakað en Birgir segir að ljóst hafi verið að fólkinu var hætta búin. „Þegar eldurinn er orðinn svona mikill þá já, þetta hefði getað farið mun verr. En við sendum allar okkar stöðvar, við vorum fljótir að ná að slá niður þennan mesta eld. Það stóðu bara eldtungurnar út um glugga. Það gekk nokkuð fljótt fyrir sig og þá var staðan undir kontról,“ segir Birgir. „En svo þurfti að vinna eftirvinnuna, vera í sambandi við fólkið, segja því að halda kyrru fyrir á meðan við værum að ná að hreinsa upp reykinn svo það væri öruggara að ná því út.“ Bæði mönnum og dýrum var bjargað úr húsinu.Vísir/vilhelm Mikill mannskapur og góð tæki Inntur eftir því hvort aðstæður til slökkvistarfs hafi verið erfiðar segir Birgir að öflugt lið viðbragðsaðila hafi leyst verkið vel úr hendi. „Auðvitað er það þannig að þarna eru geymslur og annað slíkt þar sem eru einhverjir timburveggir, byggðir eftir þeim tímareglum, þannig að það var meiri eldur sjálfsagt út af því. En ekkert erfiðara fyrir okkur þannig séð. Mikill mannskapur, góð tæki og ráðist á þetta í hvelli.“ Birgir segir að ekki sé byrjað að kanna umfang tjóns vegna eldsins. Nú sé lögð áhersla á að huga að íbúum en farið hefur verið með fólkið í nærliggjandi skóla, þar sem teymi frá Rauða krossinum tekur á móti þeim. Þá verður einnig reynt að ná í þá íbúa sem ekki voru á staðnum þegar eldurinn kom upp. Inngangurinn að neðstu hæðinni er töluvert skemmdur.Vísir/vilhelm Slökkvistarf gekk vel, að sögn varaslökkviliðsstjóra.Vísir/vilhelm Slökkviliðsmenn aðstoða íbúa út úr húsinu.Vísir/vilhelm Íbúum hússins var hætta búin í morgun að sögn varaslökkviliðsstjóra.vísir/vilhelm
Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Eldur í húsi í Vesturbergi Slökkvilið og lögregla á höfuðborgarsvæðinu voru kölluð út á níunda tímanum í morgun vegna elds í húsi í Vesturbergi í Breiðholti. 20. desember 2019 09:38 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Fleiri fréttir Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Sjá meira
Eldur í húsi í Vesturbergi Slökkvilið og lögregla á höfuðborgarsvæðinu voru kölluð út á níunda tímanum í morgun vegna elds í húsi í Vesturbergi í Breiðholti. 20. desember 2019 09:38