Eldtungurnar stóðu út um glugga Kristín Ólafsdóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 20. desember 2019 10:45 Slökkviliðsmenn hlúa að íbúa í Vesturbergi í morgun. Vísir/vilhelm Eldurinn sem kom upp í fjölbýlishúsi í Vesturbergi í Breiðholti í morgun kviknaði á neðstu hæð. Varaslökkviliðsstjóri á vettvangi segir að eldurinn hafi verið afar mikill og eldtungurnar staðið út um glugga þegar slökkvilið bar að garði. Íbúum hússins hafi verið hætta búin en þeir hafa verið fluttir í skóla í nágrenninu nú í morgun, þar sem teymi frá Rauða krossinum hlúir að þeim. Allt tiltækt lið slökkviliðs var kallað út vegna eldsins á tíunda tímanum í morgun. Eldurinn hefur verið slökktur og unnið er að því að reykræsta. Slökkviliðsmenn við störf í morgun.vísir/vilhelm Stigagangurinn lokaðist af reyk Birgir Finnsson varaslökkviliðsstjóri segir í samtali við fréttastofu að strax hafi legið fyrir í tilkynningunni að mikill eldur hefði komið upp, sem og að fólk væri inni í íbúðum hússins og mikill reykur í stigagangi. Íbúar hafi verið beðnir um að halda sig inni. Þegar komið var á staðinn varð ljóst að eldurinn kviknaði á fyrstu hæð hússins, þar sem eru hjólageymslur, þvottahús og annað slíkt. „Það var bara mjög mikill eldur. Stigagangurinn lokaðist af reyk. Fólkið gerði alveg hárrétt í stöðunni, það var inni í íbúðunum og fór ekki inn á stigaganginn og fór svo bara út á svalir ef það fór að finna mikla lykt. Við slökktum síðan eldinn og erum að vinna að því að taka fólkið úr íbúðunum, aðstoða það,“ segir Birgir. Birgir Finnsson, varaslökkviliðsstjóri, á vettvangi í Vesturbergi í morgun.Vísir/þorsteinn Hann hefur ekki nákvæmar upplýsingar um það hversu margar íbúðir eru í stigaganginum eða hversu margir búa í þeim. Svo virðist sem engan hafi sakað en Birgir segir að ljóst hafi verið að fólkinu var hætta búin. „Þegar eldurinn er orðinn svona mikill þá já, þetta hefði getað farið mun verr. En við sendum allar okkar stöðvar, við vorum fljótir að ná að slá niður þennan mesta eld. Það stóðu bara eldtungurnar út um glugga. Það gekk nokkuð fljótt fyrir sig og þá var staðan undir kontról,“ segir Birgir. „En svo þurfti að vinna eftirvinnuna, vera í sambandi við fólkið, segja því að halda kyrru fyrir á meðan við værum að ná að hreinsa upp reykinn svo það væri öruggara að ná því út.“ Bæði mönnum og dýrum var bjargað úr húsinu.Vísir/vilhelm Mikill mannskapur og góð tæki Inntur eftir því hvort aðstæður til slökkvistarfs hafi verið erfiðar segir Birgir að öflugt lið viðbragðsaðila hafi leyst verkið vel úr hendi. „Auðvitað er það þannig að þarna eru geymslur og annað slíkt þar sem eru einhverjir timburveggir, byggðir eftir þeim tímareglum, þannig að það var meiri eldur sjálfsagt út af því. En ekkert erfiðara fyrir okkur þannig séð. Mikill mannskapur, góð tæki og ráðist á þetta í hvelli.“ Birgir segir að ekki sé byrjað að kanna umfang tjóns vegna eldsins. Nú sé lögð áhersla á að huga að íbúum en farið hefur verið með fólkið í nærliggjandi skóla, þar sem teymi frá Rauða krossinum tekur á móti þeim. Þá verður einnig reynt að ná í þá íbúa sem ekki voru á staðnum þegar eldurinn kom upp. Inngangurinn að neðstu hæðinni er töluvert skemmdur.Vísir/vilhelm Slökkvistarf gekk vel, að sögn varaslökkviliðsstjóra.Vísir/vilhelm Slökkviliðsmenn aðstoða íbúa út úr húsinu.Vísir/vilhelm Íbúum hússins var hætta búin í morgun að sögn varaslökkviliðsstjóra.vísir/vilhelm Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Eldur í húsi í Vesturbergi Slökkvilið og lögregla á höfuðborgarsvæðinu voru kölluð út á níunda tímanum í morgun vegna elds í húsi í Vesturbergi í Breiðholti. 20. desember 2019 09:38 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Fleiri fréttir Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Sjá meira
Eldurinn sem kom upp í fjölbýlishúsi í Vesturbergi í Breiðholti í morgun kviknaði á neðstu hæð. Varaslökkviliðsstjóri á vettvangi segir að eldurinn hafi verið afar mikill og eldtungurnar staðið út um glugga þegar slökkvilið bar að garði. Íbúum hússins hafi verið hætta búin en þeir hafa verið fluttir í skóla í nágrenninu nú í morgun, þar sem teymi frá Rauða krossinum hlúir að þeim. Allt tiltækt lið slökkviliðs var kallað út vegna eldsins á tíunda tímanum í morgun. Eldurinn hefur verið slökktur og unnið er að því að reykræsta. Slökkviliðsmenn við störf í morgun.vísir/vilhelm Stigagangurinn lokaðist af reyk Birgir Finnsson varaslökkviliðsstjóri segir í samtali við fréttastofu að strax hafi legið fyrir í tilkynningunni að mikill eldur hefði komið upp, sem og að fólk væri inni í íbúðum hússins og mikill reykur í stigagangi. Íbúar hafi verið beðnir um að halda sig inni. Þegar komið var á staðinn varð ljóst að eldurinn kviknaði á fyrstu hæð hússins, þar sem eru hjólageymslur, þvottahús og annað slíkt. „Það var bara mjög mikill eldur. Stigagangurinn lokaðist af reyk. Fólkið gerði alveg hárrétt í stöðunni, það var inni í íbúðunum og fór ekki inn á stigaganginn og fór svo bara út á svalir ef það fór að finna mikla lykt. Við slökktum síðan eldinn og erum að vinna að því að taka fólkið úr íbúðunum, aðstoða það,“ segir Birgir. Birgir Finnsson, varaslökkviliðsstjóri, á vettvangi í Vesturbergi í morgun.Vísir/þorsteinn Hann hefur ekki nákvæmar upplýsingar um það hversu margar íbúðir eru í stigaganginum eða hversu margir búa í þeim. Svo virðist sem engan hafi sakað en Birgir segir að ljóst hafi verið að fólkinu var hætta búin. „Þegar eldurinn er orðinn svona mikill þá já, þetta hefði getað farið mun verr. En við sendum allar okkar stöðvar, við vorum fljótir að ná að slá niður þennan mesta eld. Það stóðu bara eldtungurnar út um glugga. Það gekk nokkuð fljótt fyrir sig og þá var staðan undir kontról,“ segir Birgir. „En svo þurfti að vinna eftirvinnuna, vera í sambandi við fólkið, segja því að halda kyrru fyrir á meðan við værum að ná að hreinsa upp reykinn svo það væri öruggara að ná því út.“ Bæði mönnum og dýrum var bjargað úr húsinu.Vísir/vilhelm Mikill mannskapur og góð tæki Inntur eftir því hvort aðstæður til slökkvistarfs hafi verið erfiðar segir Birgir að öflugt lið viðbragðsaðila hafi leyst verkið vel úr hendi. „Auðvitað er það þannig að þarna eru geymslur og annað slíkt þar sem eru einhverjir timburveggir, byggðir eftir þeim tímareglum, þannig að það var meiri eldur sjálfsagt út af því. En ekkert erfiðara fyrir okkur þannig séð. Mikill mannskapur, góð tæki og ráðist á þetta í hvelli.“ Birgir segir að ekki sé byrjað að kanna umfang tjóns vegna eldsins. Nú sé lögð áhersla á að huga að íbúum en farið hefur verið með fólkið í nærliggjandi skóla, þar sem teymi frá Rauða krossinum tekur á móti þeim. Þá verður einnig reynt að ná í þá íbúa sem ekki voru á staðnum þegar eldurinn kom upp. Inngangurinn að neðstu hæðinni er töluvert skemmdur.Vísir/vilhelm Slökkvistarf gekk vel, að sögn varaslökkviliðsstjóra.Vísir/vilhelm Slökkviliðsmenn aðstoða íbúa út úr húsinu.Vísir/vilhelm Íbúum hússins var hætta búin í morgun að sögn varaslökkviliðsstjóra.vísir/vilhelm
Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Eldur í húsi í Vesturbergi Slökkvilið og lögregla á höfuðborgarsvæðinu voru kölluð út á níunda tímanum í morgun vegna elds í húsi í Vesturbergi í Breiðholti. 20. desember 2019 09:38 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Fleiri fréttir Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Sjá meira
Eldur í húsi í Vesturbergi Slökkvilið og lögregla á höfuðborgarsvæðinu voru kölluð út á níunda tímanum í morgun vegna elds í húsi í Vesturbergi í Breiðholti. 20. desember 2019 09:38