Innlent

Eldur í húsi í Vesturbergi

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Frá vettvangi í Vesturbergi í morgun.
Frá vettvangi í Vesturbergi í morgun. Vísir/Vilhelm

Slökkvilið og lögregla á höfuðborgarsvæðinu voru kölluð út á tíunda tímanum í morgun vegna elds í húsi í Vesturbergi í Breiðholti. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu standa aðgerðir yfir.

Uppfært klukkan 10:19:

Búið er að slökkva eldinn sem kom upp í fjölbýlishúsi, samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra hjá slökkviliðinu. Verið er að reykræsta húsið og tæma íbúðir. Slökkvistarf gengur vel.

Varðstjóri vissi ekki til þess að nokkurn hefði sakað. Íbúar hafi þó verið inni í húsinu þegar eldurinn kom upp og þeim hafi verið hætta búin.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×