Ver náðun dæmds barnaníðings með því að meyjarhaft níu ára stúlku sé enn órofið Samúel Karl Ólason skrifar 20. desember 2019 15:10 Matt Bevin, fyrrverandi ríkisstjóri Kentucky. EPA/TANNEN MAURY Matt Bevin, fyrrverandi ríkisstjóri Kentucky í Bandaríkjunum, náðaði hundruð glæpamanna á leið sinni úr embætti. Þar á meðal var morðingi sem átti bróðir sem aflaði fjár fyrir ríkisstjórann og margir aðrir sem höfðu verið dæmdir fyrir alvarlega ofbeldisglæpi. Allt í allt er um að ræða minnst 428 náðanir frá því hann náði ekki endurkjöri og þar til Andy Beshear tók við embættinu fyrr í desember.Bevin varði ákvörðun sína með því að segja að hann trúði fastlega á það að veita fólki annað tækifæri. Ríkisstjórinn var í engu samráði við saksóknara og lögmenn varðandi náðanirnar. Repúblikanar í Kentucky fordæmdu aðgerðir Bevin harðlega.Meðal þeirra sem Bevin náðaði var einnig maður sem var dæmdur fyrir að nauðga níu ára stúlku. Í útvarpsviðtali í gær var ríkisstjórinn fyrrverandi spurður að því hvernig hann gæti réttlætt að náða barnanauðgara. Svarið hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum. „Hvern þeirra?“ svaraði Bevin og í viðtalinu lýsti hann því ítrekað yfir að umræddur nauðgari væri saklaus. Þar var útvarpsmaðurinn að ræða um Micah Schoettle. Hann var dæmdur til 23 ára fangelsisvistar í fyrra. Meðal annars var hann dæmdur fyrir nauðgun barns og sifjaspell. Hann hafði setið inni í 19 mánuði þegar Bevin náðaði hann. Náðunin felur einnig í sér, samkvæmt Washington Post, að Schoettle, þarf ekki að vera á skrá barnaníðinga.Móðir barnsins sem Schoettle nauðgaði segist vera að vinna að því fá nálgunarbann á Schoettle og íhugar að flytja frá Kentucky. Sagði meyjarhaftið til marks um að engin nauðgun hefði átt sér stað Bevin varði ákvörðun sína og opinberaði atriðið málsins sem höfðu ekki verið opinberuð áður. Barnið sem um ræðir sakaði Shoettle um að hafa brotið gegn sér yfir tveggja ára tímabil og að yngri systir hennar hafi oft verið viðstödd. Shoettle var einnig sakaður um að brjóta gegn systurinni en samkvæmt Bevin neitaði hún því að einhver brot hafi átt sér stað. Þá sagði ríkisstjórinn fyrrverandi að meyjarhöft beggja stúlknanna væru enn órofin. Þótti honum það til marks að Shoettle hefði ekki brotið gegn stúlkunum. Hann sagði „engin sönnunargögn“ vera til staðar. Bevin hefur ekki rétt fyrir sér. Ástand meyjarhafts segir lítið sem ekkert um hvort að nauðgun hafi átt sér stað. Læknir sem Courier Journal ræddi við vísar í rannsókn sem sýnir fram á að meðal barna sem hafði verið nauðgað voru áverkar sýnilegir á einungis 2,1 prósenti þeirra.Saksóknarinn sem sótti málið gegn Shoettle segir Bevin hafa opinberað fávisku sína og þá staðreynd að hann hafi ekki fylgst með réttarhöldunum. Þar hafi sérfræðingar borið vitni sem sagt hafi að engir sýnilegir áverkar væru til marks um nauðgun. Bandaríkin Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Fleiri fréttir Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Sjá meira
Matt Bevin, fyrrverandi ríkisstjóri Kentucky í Bandaríkjunum, náðaði hundruð glæpamanna á leið sinni úr embætti. Þar á meðal var morðingi sem átti bróðir sem aflaði fjár fyrir ríkisstjórann og margir aðrir sem höfðu verið dæmdir fyrir alvarlega ofbeldisglæpi. Allt í allt er um að ræða minnst 428 náðanir frá því hann náði ekki endurkjöri og þar til Andy Beshear tók við embættinu fyrr í desember.Bevin varði ákvörðun sína með því að segja að hann trúði fastlega á það að veita fólki annað tækifæri. Ríkisstjórinn var í engu samráði við saksóknara og lögmenn varðandi náðanirnar. Repúblikanar í Kentucky fordæmdu aðgerðir Bevin harðlega.Meðal þeirra sem Bevin náðaði var einnig maður sem var dæmdur fyrir að nauðga níu ára stúlku. Í útvarpsviðtali í gær var ríkisstjórinn fyrrverandi spurður að því hvernig hann gæti réttlætt að náða barnanauðgara. Svarið hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum. „Hvern þeirra?“ svaraði Bevin og í viðtalinu lýsti hann því ítrekað yfir að umræddur nauðgari væri saklaus. Þar var útvarpsmaðurinn að ræða um Micah Schoettle. Hann var dæmdur til 23 ára fangelsisvistar í fyrra. Meðal annars var hann dæmdur fyrir nauðgun barns og sifjaspell. Hann hafði setið inni í 19 mánuði þegar Bevin náðaði hann. Náðunin felur einnig í sér, samkvæmt Washington Post, að Schoettle, þarf ekki að vera á skrá barnaníðinga.Móðir barnsins sem Schoettle nauðgaði segist vera að vinna að því fá nálgunarbann á Schoettle og íhugar að flytja frá Kentucky. Sagði meyjarhaftið til marks um að engin nauðgun hefði átt sér stað Bevin varði ákvörðun sína og opinberaði atriðið málsins sem höfðu ekki verið opinberuð áður. Barnið sem um ræðir sakaði Shoettle um að hafa brotið gegn sér yfir tveggja ára tímabil og að yngri systir hennar hafi oft verið viðstödd. Shoettle var einnig sakaður um að brjóta gegn systurinni en samkvæmt Bevin neitaði hún því að einhver brot hafi átt sér stað. Þá sagði ríkisstjórinn fyrrverandi að meyjarhöft beggja stúlknanna væru enn órofin. Þótti honum það til marks að Shoettle hefði ekki brotið gegn stúlkunum. Hann sagði „engin sönnunargögn“ vera til staðar. Bevin hefur ekki rétt fyrir sér. Ástand meyjarhafts segir lítið sem ekkert um hvort að nauðgun hafi átt sér stað. Læknir sem Courier Journal ræddi við vísar í rannsókn sem sýnir fram á að meðal barna sem hafði verið nauðgað voru áverkar sýnilegir á einungis 2,1 prósenti þeirra.Saksóknarinn sem sótti málið gegn Shoettle segir Bevin hafa opinberað fávisku sína og þá staðreynd að hann hafi ekki fylgst með réttarhöldunum. Þar hafi sérfræðingar borið vitni sem sagt hafi að engir sýnilegir áverkar væru til marks um nauðgun.
Bandaríkin Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Fleiri fréttir Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Sjá meira