Slösuðust þegar myndavél féll á þær á tónleikum Of Monsters and Men Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. september 2019 22:57 Ragnar þórhallsson og Nanna Bryndís Hilmarsdóttir sjást hér á sviði á tónlistarhátíðinni Life is Beautiful í Las Vegas um helgina. Vísir/getty Þrjár konur slösuðust á tónleikum íslensku hljómsveitarinnar Of Monsters and Men í bandarísku borginni Las Vegas á laugardag þegar myndavél sem hékk á rafmagnsleiðslu féll á áhorfendaskarann. Slysið varð þegar sveitin kom fram á tónlistarhátíðinni Life is Beautiful um helgina. Nokkrir erlendir miðlar hafa greint frá atvikinu, þar á meðal TMZ og Daily Mail. Í frétt þess fyrrnefnda segir að konurnar þrjár hafi ekki slasast alvarlega þegar myndavélin féll á þær. Konurnar hafi allar komist undir læknishendur á hátíðinni en tvær þeirra hafi verið fluttar á sjúkrahús til aðhlynningar síðar um kvöldið. Önnur þeirra er sögð hafa slasast á höfði og hin á fæti en báðar hafi þær verið útskrifaðar samdægurs af sjúkrahúsinu. Í myndbandi sem tekið var upp á tónleikunum á laugardagskvöld má sjá þegar myndavélin fellur ofan á áhorfendur. Fjölmiðlar vestanhafs segja myndavélina enga smásmíði, hún vegi tæp tíu kíló. Umrætt myndband af atvikinu má sjá hér að neðan.Yikes you can see the wire camera falling on this girl at Life is Beautiful pic.twitter.com/zxOpbwTAn3— Ash. (@ashleyjavalera) September 22, 2019 Í yfirlýsingu sem birt er í frétt héraðsmiðilsins KTNV staðfesta aðstandendur hátíðarinnar að slysið hafi orðið á laugardag. Þeim sé afar annt um öryggi gesta og starfsmanna hátíðarinnar, sem og listamannanna sem þar koma fram. „Rannsókn stendur yfir og við erum að reyna að komast til botns í tildrögum atviksins. Engar frekari upplýsingar er að fá að svo stöddu,“ segir í yfirlýsingunni. Of Monsters and Men er nú á tónleikaferðalagi um Bandaríkin og hafa komið víða við. Eins og áður segir tróð sveitin upp í Las Vegas um helgina en er nú komin til Kaliforníu og kemur fram í San Fransisco í kvöld. Þá verður sveitin með tónlistaratriði í spjallþætti Ellen DeGeneres sem sýndur verður vestanhafs í kvöld. View this post on InstagramWatch us on @theellenshow TODAY! Check your local listings A post shared by Of Monsters and Men (@ofmonstersandmen) on Sep 24, 2019 at 12:21pm PDT Bandaríkin Of Monsters and Men Tónlist Tengdar fréttir Of Monsters and Men spila lag af nýrri plötu hjá Kimmel Íslenska hljómsveitin Of Monsters and Men spilaði lag af nýjustu plötu sinni, Fever Dream, í spjallþætti Jimmy Kimmel á miðvikudaginn var. 1. ágúst 2019 08:33 Nönnu í OMAM langaði alltaf að vera strákur Nanna Bryndís Hilmarsdóttir, söngkona Of Monsters and Men segir í viðtali bandaríska tískutímaritið Womens Wear Daily að á sínum yngri árum hafi henni alltaf langað til að vera strákur. Á seinni árum hafi hún þó fundið eigin kvenleika, eitthvað sem finna megi merki um á nýjustu plötu hljómsveitarinnar sem kom nýverið út. 19. júní 2019 20:52 Þriðja plata Of Monsters and Men komin út Hljómsveitin úr Garðabænum, Of Monsters and Men, sem sigraði Músiktilraunir árið 2010 og hefur síðan gert góða hluti erlendis jafnt sem hér heima, hefur gefið út sína þriðju breiðskífu. 26. júlí 2019 15:19 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Sjá meira
Þrjár konur slösuðust á tónleikum íslensku hljómsveitarinnar Of Monsters and Men í bandarísku borginni Las Vegas á laugardag þegar myndavél sem hékk á rafmagnsleiðslu féll á áhorfendaskarann. Slysið varð þegar sveitin kom fram á tónlistarhátíðinni Life is Beautiful um helgina. Nokkrir erlendir miðlar hafa greint frá atvikinu, þar á meðal TMZ og Daily Mail. Í frétt þess fyrrnefnda segir að konurnar þrjár hafi ekki slasast alvarlega þegar myndavélin féll á þær. Konurnar hafi allar komist undir læknishendur á hátíðinni en tvær þeirra hafi verið fluttar á sjúkrahús til aðhlynningar síðar um kvöldið. Önnur þeirra er sögð hafa slasast á höfði og hin á fæti en báðar hafi þær verið útskrifaðar samdægurs af sjúkrahúsinu. Í myndbandi sem tekið var upp á tónleikunum á laugardagskvöld má sjá þegar myndavélin fellur ofan á áhorfendur. Fjölmiðlar vestanhafs segja myndavélina enga smásmíði, hún vegi tæp tíu kíló. Umrætt myndband af atvikinu má sjá hér að neðan.Yikes you can see the wire camera falling on this girl at Life is Beautiful pic.twitter.com/zxOpbwTAn3— Ash. (@ashleyjavalera) September 22, 2019 Í yfirlýsingu sem birt er í frétt héraðsmiðilsins KTNV staðfesta aðstandendur hátíðarinnar að slysið hafi orðið á laugardag. Þeim sé afar annt um öryggi gesta og starfsmanna hátíðarinnar, sem og listamannanna sem þar koma fram. „Rannsókn stendur yfir og við erum að reyna að komast til botns í tildrögum atviksins. Engar frekari upplýsingar er að fá að svo stöddu,“ segir í yfirlýsingunni. Of Monsters and Men er nú á tónleikaferðalagi um Bandaríkin og hafa komið víða við. Eins og áður segir tróð sveitin upp í Las Vegas um helgina en er nú komin til Kaliforníu og kemur fram í San Fransisco í kvöld. Þá verður sveitin með tónlistaratriði í spjallþætti Ellen DeGeneres sem sýndur verður vestanhafs í kvöld. View this post on InstagramWatch us on @theellenshow TODAY! Check your local listings A post shared by Of Monsters and Men (@ofmonstersandmen) on Sep 24, 2019 at 12:21pm PDT
Bandaríkin Of Monsters and Men Tónlist Tengdar fréttir Of Monsters and Men spila lag af nýrri plötu hjá Kimmel Íslenska hljómsveitin Of Monsters and Men spilaði lag af nýjustu plötu sinni, Fever Dream, í spjallþætti Jimmy Kimmel á miðvikudaginn var. 1. ágúst 2019 08:33 Nönnu í OMAM langaði alltaf að vera strákur Nanna Bryndís Hilmarsdóttir, söngkona Of Monsters and Men segir í viðtali bandaríska tískutímaritið Womens Wear Daily að á sínum yngri árum hafi henni alltaf langað til að vera strákur. Á seinni árum hafi hún þó fundið eigin kvenleika, eitthvað sem finna megi merki um á nýjustu plötu hljómsveitarinnar sem kom nýverið út. 19. júní 2019 20:52 Þriðja plata Of Monsters and Men komin út Hljómsveitin úr Garðabænum, Of Monsters and Men, sem sigraði Músiktilraunir árið 2010 og hefur síðan gert góða hluti erlendis jafnt sem hér heima, hefur gefið út sína þriðju breiðskífu. 26. júlí 2019 15:19 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Sjá meira
Of Monsters and Men spila lag af nýrri plötu hjá Kimmel Íslenska hljómsveitin Of Monsters and Men spilaði lag af nýjustu plötu sinni, Fever Dream, í spjallþætti Jimmy Kimmel á miðvikudaginn var. 1. ágúst 2019 08:33
Nönnu í OMAM langaði alltaf að vera strákur Nanna Bryndís Hilmarsdóttir, söngkona Of Monsters and Men segir í viðtali bandaríska tískutímaritið Womens Wear Daily að á sínum yngri árum hafi henni alltaf langað til að vera strákur. Á seinni árum hafi hún þó fundið eigin kvenleika, eitthvað sem finna megi merki um á nýjustu plötu hljómsveitarinnar sem kom nýverið út. 19. júní 2019 20:52
Þriðja plata Of Monsters and Men komin út Hljómsveitin úr Garðabænum, Of Monsters and Men, sem sigraði Músiktilraunir árið 2010 og hefur síðan gert góða hluti erlendis jafnt sem hér heima, hefur gefið út sína þriðju breiðskífu. 26. júlí 2019 15:19