Farage og félagar á feikimiklu flugi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. maí 2019 06:00 Farage gengur afar vel í kosningabaráttunni. Nordicphotos/AFP Þótt Nigel Farage, hávær Brexitliði og leiðtogi hins nýja Brexitflokks (e. Brexit Party), hafi lent í því leiðinlega atviki á þriðjudag að ósáttur maður hellti mjólkurhristingi yfir hann er hann væntanlega nokkuð sáttur þessa dagana. Flokkur hans mælist langstærstur í Bretlandi í aðdraganda Evrópuþingskosninga sem fara fram í dag. Könnun sem Opinium birti í gær sýnir Brexitflokkinn með 38 prósenta fylgi. Það er meira en Íhaldsflokkurinn, sem er með tólf prósent, og Verkamannaflokkurinn, með sautján prósent, samanlagt. Sömuleiðis er það vel meira en fylgi fyrri flokks Farage, UKIP, fékk í síðustu kosningum, 28 prósent. Samkvæmt greiningu Europe Elects stefnir í að Brexitflokkurinn, sem líkt og nafnið gefur til kynna er andvígur aðild Breta að ESB og þrýstir á harða útgöngu, verði sá stærsti á Evrópuþinginu eftir kosningarnar, með 28 sæti. Næst kæmi ítalski flokkurinn Bandalagið, einnig andvígur ESB, og svo Evrópusinnaði flokkurinn Kristilegir demókratar frá Þýskalandi. Bretar þurfa, eins og áður hefur komið fram, að taka þátt í Evrópuþingskosningunum þótt þeir séu á útleið úr sambandinu. Ástæðan er sú að útgöngu hefur verið frestað fram í október. Framboð Brexitflokksins er ekki hugsað til þess að hafa áhrif á stefnu Evrópusambandsins og ofboðslega lítið er að finna um stefnu flokksins fyrir kosningarnar á heimasíðu hans. Markmið bæði flokksins og væntanlegra kjósenda hans er öllu heldur, samkvæmt greiningu og viðtölum sem birtust á vef The New York Times, að senda skýr skilaboð um óánægju með það hvernig ríkisstjórn Theresu May og Íhaldsflokksins hefur haldið á spilunum í útgöngumálinu. Farage hefur til að mynda sagt í kosningabaráttunni að með sigri sé hægt að koma möguleikanum á samningslausri útgöngu aftur á borðið. Þeim möguleika, líkt og reyndar öllum öðrum hingað til, hefur breska þingið hafnað. Birtist í Fréttablaðinu Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Farage ataður mjólkurhristingi í Newcastle Mjólkurhristingsárásir á frambjóðendur yst á hægri jaðrinum í Evrópuþingskosningum á Bretlandi undanfarið. 20. maí 2019 14:54 Af hverju kasta mótmælendur mjólkurhristingum í Farage og félaga? Lögreglan í Edinborg í Skotlandi hefur farið fram á það við skyndibitakeðjuna McDonalds að hætta sölu á mjólkurhristingum í borginni á laugardaginn til þess að koma í veg fyrir að stjórnmálamaðurinn Nigel Farage verði aftur fyrir barðinu á mjólkurhristingsárás. 21. maí 2019 21:30 Mest lesið Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Innlent Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Innlent Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Erlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Springur Starship í þriðja sinn í röð? Erlent Fleiri fréttir Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Sjá meira
Þótt Nigel Farage, hávær Brexitliði og leiðtogi hins nýja Brexitflokks (e. Brexit Party), hafi lent í því leiðinlega atviki á þriðjudag að ósáttur maður hellti mjólkurhristingi yfir hann er hann væntanlega nokkuð sáttur þessa dagana. Flokkur hans mælist langstærstur í Bretlandi í aðdraganda Evrópuþingskosninga sem fara fram í dag. Könnun sem Opinium birti í gær sýnir Brexitflokkinn með 38 prósenta fylgi. Það er meira en Íhaldsflokkurinn, sem er með tólf prósent, og Verkamannaflokkurinn, með sautján prósent, samanlagt. Sömuleiðis er það vel meira en fylgi fyrri flokks Farage, UKIP, fékk í síðustu kosningum, 28 prósent. Samkvæmt greiningu Europe Elects stefnir í að Brexitflokkurinn, sem líkt og nafnið gefur til kynna er andvígur aðild Breta að ESB og þrýstir á harða útgöngu, verði sá stærsti á Evrópuþinginu eftir kosningarnar, með 28 sæti. Næst kæmi ítalski flokkurinn Bandalagið, einnig andvígur ESB, og svo Evrópusinnaði flokkurinn Kristilegir demókratar frá Þýskalandi. Bretar þurfa, eins og áður hefur komið fram, að taka þátt í Evrópuþingskosningunum þótt þeir séu á útleið úr sambandinu. Ástæðan er sú að útgöngu hefur verið frestað fram í október. Framboð Brexitflokksins er ekki hugsað til þess að hafa áhrif á stefnu Evrópusambandsins og ofboðslega lítið er að finna um stefnu flokksins fyrir kosningarnar á heimasíðu hans. Markmið bæði flokksins og væntanlegra kjósenda hans er öllu heldur, samkvæmt greiningu og viðtölum sem birtust á vef The New York Times, að senda skýr skilaboð um óánægju með það hvernig ríkisstjórn Theresu May og Íhaldsflokksins hefur haldið á spilunum í útgöngumálinu. Farage hefur til að mynda sagt í kosningabaráttunni að með sigri sé hægt að koma möguleikanum á samningslausri útgöngu aftur á borðið. Þeim möguleika, líkt og reyndar öllum öðrum hingað til, hefur breska þingið hafnað.
Birtist í Fréttablaðinu Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Farage ataður mjólkurhristingi í Newcastle Mjólkurhristingsárásir á frambjóðendur yst á hægri jaðrinum í Evrópuþingskosningum á Bretlandi undanfarið. 20. maí 2019 14:54 Af hverju kasta mótmælendur mjólkurhristingum í Farage og félaga? Lögreglan í Edinborg í Skotlandi hefur farið fram á það við skyndibitakeðjuna McDonalds að hætta sölu á mjólkurhristingum í borginni á laugardaginn til þess að koma í veg fyrir að stjórnmálamaðurinn Nigel Farage verði aftur fyrir barðinu á mjólkurhristingsárás. 21. maí 2019 21:30 Mest lesið Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Innlent Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Innlent Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Erlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Springur Starship í þriðja sinn í röð? Erlent Fleiri fréttir Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Sjá meira
Farage ataður mjólkurhristingi í Newcastle Mjólkurhristingsárásir á frambjóðendur yst á hægri jaðrinum í Evrópuþingskosningum á Bretlandi undanfarið. 20. maí 2019 14:54
Af hverju kasta mótmælendur mjólkurhristingum í Farage og félaga? Lögreglan í Edinborg í Skotlandi hefur farið fram á það við skyndibitakeðjuna McDonalds að hætta sölu á mjólkurhristingum í borginni á laugardaginn til þess að koma í veg fyrir að stjórnmálamaðurinn Nigel Farage verði aftur fyrir barðinu á mjólkurhristingsárás. 21. maí 2019 21:30