Íslenski boltinn

Pepsi Max-mörkin: Gluggi Valsmanna var hræðilegur

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ólafur Jóhannesson er þjálfari Vals.
Ólafur Jóhannesson er þjálfari Vals. vísir/bára
Valsmenn geta tölfræðilega enn fallið þegar tvær umferðir eru eftir af Pepsi Max-deild karla eftir 1-0 tap gegn Íslandsmeisturum KR á Hlíðarenda í gærkvöldi.

Gengi Valsmanna í sumar hefur verið langt fyrir neðan væntingar og líkur eru á að Valur missi af Evrópusæti þetta árið.

„Þegar tvær umferðir eru eftir og Valur getur enn fallið er algjörlega óviðunandi. Það segir sig sjálft,“ sagði Máni Pétursson, annar spekingur þáttarins í gærkvöldi.

„Það sem þú upplifir með Valsliðið er ótrúlega mikil gæði en liðið er ekki í góðu ásigkomulagi. Það hefur kannski ekki eitthvað með þjálfun að gera heldur þessir menn eru búnir að vera meira og minna meiddir.“

Félagaskiptaglugginn var ekki hliðhollur Val. Þeir leikmenn sem þeir fengu inn fyrir tímabilið hafa ekki skilað miklu og Máni segir gluggann hræðilegan.

„Það bitnar á þér en hér koma tvær skiptingar sem við höfum séð í allt sumar. Það eru Emil Lyng og Kaj Leo og Kaj Leo að spila sem einhver sóknarbakvörður. Það hefur ekkert sem hefur sýnt mér það í eina mínútu að hann ráði við það.“

„Þessar inná skiptingar hafa ekki skilað nokkrum sköpuðum hlut. Gluggi Valsmanna var hræðilegur. Það sem þeir keyptu fyrir tímabilið gaf liðinu ekki neitt. Þú getur verið að kaupa miðlungsleikmenn sem hækka tempóið á þeim sem eru fyrir en þessir leikmenn hafa ekki gert það,“ sagði Máni.

Alla umræðuna um Val má sjá hér að neðan.

Klippa: Pepsi Max-mörkin: Umræða um Val

Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.