Manchester United menn í miklu stuði í sigri á Leeds Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júlí 2019 13:00 Mason Greenwood fagnar hér markinu sem hann skoraði eftir aðeins sex mínútna leik. Getty/Paul Kane Manchester United byrjar undirbúningstímabilið vel undir stjórn Ole Gunnars Solskjær en í dag vann liðið sannfærandi 4-0 sigur á Leeds United. Mason Greenwood, Marcus Rashford, Phil Jones og Anthony Martial skoruðu mörk Manchester United liðsins í leiknum. Marcus Rashford var valinn maður leiksins. Leikurinn fór fram í Perth í Ástralíu alveg eins og fyrsti leikur United-liðsins á undirbúningstímabilinu þar sem liðið vann 2-0 sigur á Perth Glory á laugardaginn var. 55.274 mættu til að sjá Manchester United spila. Hinn sautján ára gamli Mason Greenwood var í byrjunarliði Manchester United og kom liðinu í 1-0 strax á sjött mínútu eftir undirbúning Paul Pogba og stoðsendingu frá nýja manninum Aaron Wan-Bissaka..@PaulPogba@AWBissaka Greenwood You love to see it. And to see more, watch the second half live: https://t.co/4eQlLWEatJpic.twitter.com/IEB8uLddid — Manchester United (@ManUtd) July 17, 2019 Marcus Rashford kom United síðan í 2-0 á 27. mínútu. Rashford slapp í gegn eftir útspark frá Sergio Romero og kláraði færið vel. Sergio Romero hafði rétt áður varið vel frá sóknarmanni Leeds. Phil Jones kom United í 3-0 á 51. mínútu. Hann skallaði boltann í netið eftir hornspyrnu frá Andreas Pereira. Anthony Martial skoraði fjórða markið út vítaspyrnu á 69. mínútu. Hinn nítján ára gamli Tahith Chong fiskaði vítið. Næst á dagskrá hjá Manchester United er International Champions Cup þar sem leikir liðsins verða sýndir á Stöð 2 Sport. Liðið mætir fyrst Internazionale 20. júlí í Singapúr (klukkan 11:25 á Stöð 2 Sport) og spilar svo við Tottenham Hotspur í Sjanghæ 25. júlí. Lokaleikurinn er síðan á móti AC Milan í Cardiff 3. ágúst en í millitíðinni (30. júlí) spilar United liðið æfingaleik við Kristiansund í Noregi. Hér fyrir neðan má sjá byrjunarliðin í fyrri hálfleik og seinni hálfleik.Here it is... the #MUFC XI to take on Leeds! #MUTOUR — Manchester United (@ManUtd) July 17, 2019Ole makes 11 changes for the second half - off we go again!#MUFC#MUTOUR — Manchester United (@ManUtd) July 17, 2019 Enski boltinn Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Fleiri fréttir Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjá meira
Manchester United byrjar undirbúningstímabilið vel undir stjórn Ole Gunnars Solskjær en í dag vann liðið sannfærandi 4-0 sigur á Leeds United. Mason Greenwood, Marcus Rashford, Phil Jones og Anthony Martial skoruðu mörk Manchester United liðsins í leiknum. Marcus Rashford var valinn maður leiksins. Leikurinn fór fram í Perth í Ástralíu alveg eins og fyrsti leikur United-liðsins á undirbúningstímabilinu þar sem liðið vann 2-0 sigur á Perth Glory á laugardaginn var. 55.274 mættu til að sjá Manchester United spila. Hinn sautján ára gamli Mason Greenwood var í byrjunarliði Manchester United og kom liðinu í 1-0 strax á sjött mínútu eftir undirbúning Paul Pogba og stoðsendingu frá nýja manninum Aaron Wan-Bissaka..@PaulPogba@AWBissaka Greenwood You love to see it. And to see more, watch the second half live: https://t.co/4eQlLWEatJpic.twitter.com/IEB8uLddid — Manchester United (@ManUtd) July 17, 2019 Marcus Rashford kom United síðan í 2-0 á 27. mínútu. Rashford slapp í gegn eftir útspark frá Sergio Romero og kláraði færið vel. Sergio Romero hafði rétt áður varið vel frá sóknarmanni Leeds. Phil Jones kom United í 3-0 á 51. mínútu. Hann skallaði boltann í netið eftir hornspyrnu frá Andreas Pereira. Anthony Martial skoraði fjórða markið út vítaspyrnu á 69. mínútu. Hinn nítján ára gamli Tahith Chong fiskaði vítið. Næst á dagskrá hjá Manchester United er International Champions Cup þar sem leikir liðsins verða sýndir á Stöð 2 Sport. Liðið mætir fyrst Internazionale 20. júlí í Singapúr (klukkan 11:25 á Stöð 2 Sport) og spilar svo við Tottenham Hotspur í Sjanghæ 25. júlí. Lokaleikurinn er síðan á móti AC Milan í Cardiff 3. ágúst en í millitíðinni (30. júlí) spilar United liðið æfingaleik við Kristiansund í Noregi. Hér fyrir neðan má sjá byrjunarliðin í fyrri hálfleik og seinni hálfleik.Here it is... the #MUFC XI to take on Leeds! #MUTOUR — Manchester United (@ManUtd) July 17, 2019Ole makes 11 changes for the second half - off we go again!#MUFC#MUTOUR — Manchester United (@ManUtd) July 17, 2019
Enski boltinn Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Fleiri fréttir Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti