Manchester United menn í miklu stuði í sigri á Leeds Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júlí 2019 13:00 Mason Greenwood fagnar hér markinu sem hann skoraði eftir aðeins sex mínútna leik. Getty/Paul Kane Manchester United byrjar undirbúningstímabilið vel undir stjórn Ole Gunnars Solskjær en í dag vann liðið sannfærandi 4-0 sigur á Leeds United. Mason Greenwood, Marcus Rashford, Phil Jones og Anthony Martial skoruðu mörk Manchester United liðsins í leiknum. Marcus Rashford var valinn maður leiksins. Leikurinn fór fram í Perth í Ástralíu alveg eins og fyrsti leikur United-liðsins á undirbúningstímabilinu þar sem liðið vann 2-0 sigur á Perth Glory á laugardaginn var. 55.274 mættu til að sjá Manchester United spila. Hinn sautján ára gamli Mason Greenwood var í byrjunarliði Manchester United og kom liðinu í 1-0 strax á sjött mínútu eftir undirbúning Paul Pogba og stoðsendingu frá nýja manninum Aaron Wan-Bissaka..@PaulPogba@AWBissaka Greenwood You love to see it. And to see more, watch the second half live: https://t.co/4eQlLWEatJpic.twitter.com/IEB8uLddid — Manchester United (@ManUtd) July 17, 2019 Marcus Rashford kom United síðan í 2-0 á 27. mínútu. Rashford slapp í gegn eftir útspark frá Sergio Romero og kláraði færið vel. Sergio Romero hafði rétt áður varið vel frá sóknarmanni Leeds. Phil Jones kom United í 3-0 á 51. mínútu. Hann skallaði boltann í netið eftir hornspyrnu frá Andreas Pereira. Anthony Martial skoraði fjórða markið út vítaspyrnu á 69. mínútu. Hinn nítján ára gamli Tahith Chong fiskaði vítið. Næst á dagskrá hjá Manchester United er International Champions Cup þar sem leikir liðsins verða sýndir á Stöð 2 Sport. Liðið mætir fyrst Internazionale 20. júlí í Singapúr (klukkan 11:25 á Stöð 2 Sport) og spilar svo við Tottenham Hotspur í Sjanghæ 25. júlí. Lokaleikurinn er síðan á móti AC Milan í Cardiff 3. ágúst en í millitíðinni (30. júlí) spilar United liðið æfingaleik við Kristiansund í Noregi. Hér fyrir neðan má sjá byrjunarliðin í fyrri hálfleik og seinni hálfleik.Here it is... the #MUFC XI to take on Leeds! #MUTOUR — Manchester United (@ManUtd) July 17, 2019Ole makes 11 changes for the second half - off we go again!#MUFC#MUTOUR — Manchester United (@ManUtd) July 17, 2019 Enski boltinn Mest lesið Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Sjá meira
Manchester United byrjar undirbúningstímabilið vel undir stjórn Ole Gunnars Solskjær en í dag vann liðið sannfærandi 4-0 sigur á Leeds United. Mason Greenwood, Marcus Rashford, Phil Jones og Anthony Martial skoruðu mörk Manchester United liðsins í leiknum. Marcus Rashford var valinn maður leiksins. Leikurinn fór fram í Perth í Ástralíu alveg eins og fyrsti leikur United-liðsins á undirbúningstímabilinu þar sem liðið vann 2-0 sigur á Perth Glory á laugardaginn var. 55.274 mættu til að sjá Manchester United spila. Hinn sautján ára gamli Mason Greenwood var í byrjunarliði Manchester United og kom liðinu í 1-0 strax á sjött mínútu eftir undirbúning Paul Pogba og stoðsendingu frá nýja manninum Aaron Wan-Bissaka..@PaulPogba@AWBissaka Greenwood You love to see it. And to see more, watch the second half live: https://t.co/4eQlLWEatJpic.twitter.com/IEB8uLddid — Manchester United (@ManUtd) July 17, 2019 Marcus Rashford kom United síðan í 2-0 á 27. mínútu. Rashford slapp í gegn eftir útspark frá Sergio Romero og kláraði færið vel. Sergio Romero hafði rétt áður varið vel frá sóknarmanni Leeds. Phil Jones kom United í 3-0 á 51. mínútu. Hann skallaði boltann í netið eftir hornspyrnu frá Andreas Pereira. Anthony Martial skoraði fjórða markið út vítaspyrnu á 69. mínútu. Hinn nítján ára gamli Tahith Chong fiskaði vítið. Næst á dagskrá hjá Manchester United er International Champions Cup þar sem leikir liðsins verða sýndir á Stöð 2 Sport. Liðið mætir fyrst Internazionale 20. júlí í Singapúr (klukkan 11:25 á Stöð 2 Sport) og spilar svo við Tottenham Hotspur í Sjanghæ 25. júlí. Lokaleikurinn er síðan á móti AC Milan í Cardiff 3. ágúst en í millitíðinni (30. júlí) spilar United liðið æfingaleik við Kristiansund í Noregi. Hér fyrir neðan má sjá byrjunarliðin í fyrri hálfleik og seinni hálfleik.Here it is... the #MUFC XI to take on Leeds! #MUTOUR — Manchester United (@ManUtd) July 17, 2019Ole makes 11 changes for the second half - off we go again!#MUFC#MUTOUR — Manchester United (@ManUtd) July 17, 2019
Enski boltinn Mest lesið Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Sjá meira