Meistarar Manchester City komnir í fyrsta úrslitaleikinn á nýju tímabili Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júlí 2019 14:21 David Silva var með fyirrliðabandið hjá Manchester City og skoraði glæsilegt mark. Getty/Lintao Zhang Englandsmeistarar Manchester City spila til úrslita um Asíubikar ensku úrvalsdeildarinnar eftir 4-0 sigur á West Ham United í undanúrslitaleiknum í dag en þetta fjögurra liða hraðmót fer fram í Kína. Manchester City mætir Wolverhampton Wanderers í úrslitaleiknum en Úlfarnir unnu 4-0 sigur á Newcastle United fyrr í dag. Newcastle og West Ham spila um þriðja sætið. West Ham komst reyndar í 1-0 í leiknum en liðsmenn Manchester City svöruðu með fjórum mörkum. David Silva, Lukas Nmecha og Raheem Sterling (2 mörk) skoruðu mörk City í leiknum.FULL TIME | A dominant opening display in China from the boys as they come from behind to defeat @WestHamUtd and book their place in the #PLAsiaTrophy Final against @Wolves! 4-1#mancitypic.twitter.com/DEjUo7fzx3 — Manchester City (@ManCity) July 17, 2019Mark Noble kom West Ham í 1-0 með marki úr vítaspyrnu á 25. mínútu leiksins. Vítið var dæmt á Angelino fyrir að handleika knöttinn innan teigs. Það tók Manchester City aðeins átta mínútur að jafna leikinn en David Silva skoraði það mark. Adrian Bernabe fann Silva í teignum og Spánverjinn tók boltann á kassann og afgreiddi hann með frábæru viðstöðulausu skoti í markið. Lukas Nmecha fiskaði síðan vítaspyrnu þremur mínútum síðar og skoraði af öryggi úr henni sjálfur. Staðan var 2-1 í hálfeik en þá sendi Pep Guardiola þá Kevin de Bruyne, Raheem Sterling, Bernardo Silva og Leroy Sane inn á völlinn. Engin venjuleg hálfleikskipting þar á ferðinni. De Bruyne tók við fyrirliðabandinu af David Silva. Raheem Sterling þurfti ekki langan tíma til að opna markareikning sinn á nýju tímabili en hann skoraði á 59. mínútu eftir að hafa fengið frábæra sendingu inn fyrir frá Leroy Sane. Raheem Sterling var ekki hættur og bætti við öðru marki sínu á 72. mínútu. Leroy Sane spilaði þá boltanum inn á Kevin de Bruyne sem sendi hann óeigingjarnt áfram á Sterling. Úrslitaleikur Manchester City og Wolves fer fram í Sjanghæ á laugardaginn. Manchester City liðið spilar síðan leiki í Hong Kong og Japan áður en snýr aftur heim til Manchester. Enski boltinn Mest lesið Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Sport Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Fleiri fréttir Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Sjá meira
Englandsmeistarar Manchester City spila til úrslita um Asíubikar ensku úrvalsdeildarinnar eftir 4-0 sigur á West Ham United í undanúrslitaleiknum í dag en þetta fjögurra liða hraðmót fer fram í Kína. Manchester City mætir Wolverhampton Wanderers í úrslitaleiknum en Úlfarnir unnu 4-0 sigur á Newcastle United fyrr í dag. Newcastle og West Ham spila um þriðja sætið. West Ham komst reyndar í 1-0 í leiknum en liðsmenn Manchester City svöruðu með fjórum mörkum. David Silva, Lukas Nmecha og Raheem Sterling (2 mörk) skoruðu mörk City í leiknum.FULL TIME | A dominant opening display in China from the boys as they come from behind to defeat @WestHamUtd and book their place in the #PLAsiaTrophy Final against @Wolves! 4-1#mancitypic.twitter.com/DEjUo7fzx3 — Manchester City (@ManCity) July 17, 2019Mark Noble kom West Ham í 1-0 með marki úr vítaspyrnu á 25. mínútu leiksins. Vítið var dæmt á Angelino fyrir að handleika knöttinn innan teigs. Það tók Manchester City aðeins átta mínútur að jafna leikinn en David Silva skoraði það mark. Adrian Bernabe fann Silva í teignum og Spánverjinn tók boltann á kassann og afgreiddi hann með frábæru viðstöðulausu skoti í markið. Lukas Nmecha fiskaði síðan vítaspyrnu þremur mínútum síðar og skoraði af öryggi úr henni sjálfur. Staðan var 2-1 í hálfeik en þá sendi Pep Guardiola þá Kevin de Bruyne, Raheem Sterling, Bernardo Silva og Leroy Sane inn á völlinn. Engin venjuleg hálfleikskipting þar á ferðinni. De Bruyne tók við fyrirliðabandinu af David Silva. Raheem Sterling þurfti ekki langan tíma til að opna markareikning sinn á nýju tímabili en hann skoraði á 59. mínútu eftir að hafa fengið frábæra sendingu inn fyrir frá Leroy Sane. Raheem Sterling var ekki hættur og bætti við öðru marki sínu á 72. mínútu. Leroy Sane spilaði þá boltanum inn á Kevin de Bruyne sem sendi hann óeigingjarnt áfram á Sterling. Úrslitaleikur Manchester City og Wolves fer fram í Sjanghæ á laugardaginn. Manchester City liðið spilar síðan leiki í Hong Kong og Japan áður en snýr aftur heim til Manchester.
Enski boltinn Mest lesið Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Sport Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Fleiri fréttir Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Sjá meira