Cloé Lacasse yfirgefur ÍBV í byrjun ágúst samkvæmt heimildum Fótbolta.net.
Cloé, sem er frá Kanada, hefur leikið með ÍBV síðan 2015. Hún fékk íslenskan ríkisborgararétt í síðasta mánuði.
Í samtali við Fótbolta.net sagði Jón Óli Daníelsson, þjálfari ÍBV, ekkert ákveðið með mál Cloé en bætti við að hún væri að skoða tilboð frá nokkrum félögum.
ÍBV steinlá fyrir Breiðabliki, 9-2, í Pepsi Max-deild kvenna í gær. Þetta er í fyrsta sinn í 21 ár sem Eyjakonur fá á sig svona mörg mörk í leik í efstu deild.
ÍBV er í 8. sæti deildarinnar með níu stig, tveimur stigum frá fallsæti. Cloé hefur skorað átta af 15 deildarmörkum Eyjakvenna í sumar.
Cloé hefur skorað 51 mark í 76 leikjum í efstu deild á Íslandi. Hún varð bikarmeistari með ÍBV 2017.
Cloé á förum frá ÍBV

Tengdar fréttir

ÍBV ekki fengið á sig jafn mörg mörk síðan 1998
Eyjakonur hafa aðeins einu sinni fengið á sig fleiri mörk í leik í efstu deild en í gær.

Jón Þór mun ræða við Cloe: „Hikum ekki við að velja hana ef svo ber undir“
Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, ætlar sér að ræða við Cloe Lacasse nú þegar hún er komin með íslenskan ríkisborgararétt.

Cloé komin með íslenskan ríkisborgararétt: „Sannarlega biðarinnar virði“
Cloé Lacasse er komin með íslenska ríkisborgararétt og því orðin lögleg með landsliðinu.

Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - ÍBV 9-2 | Breiðablik niðurlægði ÍBV í Kópavogi
Breiðablik vann stórsigur á ÍBV á Kópavogsvelli í kvöld, 9-2. Breiðablik komst aftur upp að hlið Vals á toppi Pepsi Max-deildar kvenna.