Trump lúffar í deilunni um landamæramúrinn í bili Kjartan Kjartansson skrifar 25. janúar 2019 18:54 Trump hefur fram að þessu neitað að samþykkja frumvörp frá þinginu um fjármögnun ríkisstofnana nema hann fái fé fyrir landamæramúr. Vísir/AP Leiðtogar demókrata og repúblikana á Bandaríkjaþingi og Donald Trump forseti hafa náð bráðabirgðasamkomulagi um að opna alríkisstofnanir sem hafa verið lokaðar í rúman mánuð tímabundið á meðan viðræður um fjármögnun landamæramúrs Trump verði haldið áfram. Trump flutti yfirlýsingu um lokun alríkisstofnana við Hvíta húsið nú í kvöld. Hægt er að horfa á það á vefsíðu Washington Post hér. Þar staðfesti Trump að hann myndi skrifa undir frumvarp um að rekstur alríkisstofnana yrði fjármagnaður í þrjár vikur, til 15. febrúar. Hann hefði beðið Mitch McConnell, leiðtoga repúblikana í öldungadeildinni, um að taka frumvarpið til atkvæða strax. Lofaði hann ríkisstarfsmönnum að greiða þeim laun aftur í tímann eins fljótt og hægt er og lofaði þá fyrir tryggð andspænis erfiðleikum. Sagðist Trump hafa fallist á málamiðlunina jafnvel þó að hann hefði öflugan valkost sem hann sagðist vonandi ekki þurfa að nota. Virtist hann þar vísa til heimildar til að lýsa yfir neyðarástandi á suðurlandamærunum sem forsetinn hefur ítrekað hótað að gera síðustu vikur. Málamiðlunin gæti þó orðið skammgóður vermir því Trump sagði nauðsynlegt að reisa múrinn. Samþykki þingið ekki fjárveitingu til múrsins fyrir 15. febrúar verði alríkisstofnunum annað hvort lokað aftur eða hann muni lýsa yfir neyðarástandi á landamærunum og hefja framkvæmdir án samþykkis þess. President Trump says the deal would reopen the government for three weeks, and he will make sure federal workers get back pay "very quickly or soon as possible" https://t.co/Geux68grqc pic.twitter.com/jjQClzUX6x— CNN Politics (@CNNPolitics) January 25, 2019 Röskun á flugi sögð hafa haft áhrif á afstöðu forsetansNew York Times segir að í samkomulaginu felist að fjármagn fyrir alríkisstofnanir sem hafa verið lokaðar frá 22. desember verði tryggt í þrjár vikur. Á þeim tíma fari viðræður fram um múrinn sem Trump vill reisa á suðurlandamærunum og hefur gert að skilyrði fyrir að samþykkja fjárveitingar til fjórðungs alríkisstofnanna. Engin fjárveiting til múrsins er í frumvarpinu. Þingið gæti því fljótt samþykkt útgjaldafrumvörp til að opna ríkisstofnanirnar aftur. Þá verður hægt að greiða um 800.000 ríkisstarfsmönnum laun sem hafa setið heima eða unnið launalaust í 35 daga. Tvö frumvörp sem lögð voru fram voru fram til að opna ríkisstofnanirnar voru felld í öldungadeildinni í gær. Frumvarp repúblikana sem fól í sér fjárveitinguna til landamæramúrsins sem Trump hefur krafist fékk færri atkvæði en frumvarp demókrata þrátt fyrir að Repúblikanaflokkur hans sé með meirihluta í öldungadeildinni. Skoðanakannanir benda til þess að bandarískur almenningur kenni Trump og repúblikönum mun frekar um lokunina en demókrötum, þrátt fyrir tilraunir Trump til að kenna þeim um. Lokunin nú er sú lengsta af þessu tagi. Í dag bárust svo fréttir af því að raskanir hefðu orðið á farþegaflugi í norðaustanverðu landinu vegna lokunarinnar. Fjöldi flugumferðastjóra sem hefur unnið launalaust síðasta mánuðinn hringdi sig þá inn veikan frekar en að mæta til vinnu. CNN-fréttastöðin hefur eftir embættismanni í Hvíta húsinu að flugraskanirnar hafi haft töluvert að segja um ákvörðun Trump um að láta undan tímabundið. Í yfirlýsingu sinni endurtók Trump fjölda misvísandi fullyrðinga um landamærin sem hann hefur áður haldið fram, þar á meðal að demókratar hefðu áður verið fylgjandi landamæramúr. Þá sagði hann ekki þörf á steinsteyptum múr yfir öll landamærin og hann hefði aldrei farið fram á slíkan múr. Múrinn yrði ekki miðaldamúr heldur gegnsær og úr stáli, útbúinn skynjurum og drónum. Fullyrti forsetinn enn og aftur að múrar virkuðu og vísaði til fordæmis Ísraelsmanna sem hafa girt Palestínumenn af inni á Vesturbakkanum. Sagðist hann telja að hægt væri að draga verulega úr glæpum og magni fíkniefna í umferð í Bandaríkjunum með því að reisa múr. Nauðsynlegt væri að reisa múr. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira
Leiðtogar demókrata og repúblikana á Bandaríkjaþingi og Donald Trump forseti hafa náð bráðabirgðasamkomulagi um að opna alríkisstofnanir sem hafa verið lokaðar í rúman mánuð tímabundið á meðan viðræður um fjármögnun landamæramúrs Trump verði haldið áfram. Trump flutti yfirlýsingu um lokun alríkisstofnana við Hvíta húsið nú í kvöld. Hægt er að horfa á það á vefsíðu Washington Post hér. Þar staðfesti Trump að hann myndi skrifa undir frumvarp um að rekstur alríkisstofnana yrði fjármagnaður í þrjár vikur, til 15. febrúar. Hann hefði beðið Mitch McConnell, leiðtoga repúblikana í öldungadeildinni, um að taka frumvarpið til atkvæða strax. Lofaði hann ríkisstarfsmönnum að greiða þeim laun aftur í tímann eins fljótt og hægt er og lofaði þá fyrir tryggð andspænis erfiðleikum. Sagðist Trump hafa fallist á málamiðlunina jafnvel þó að hann hefði öflugan valkost sem hann sagðist vonandi ekki þurfa að nota. Virtist hann þar vísa til heimildar til að lýsa yfir neyðarástandi á suðurlandamærunum sem forsetinn hefur ítrekað hótað að gera síðustu vikur. Málamiðlunin gæti þó orðið skammgóður vermir því Trump sagði nauðsynlegt að reisa múrinn. Samþykki þingið ekki fjárveitingu til múrsins fyrir 15. febrúar verði alríkisstofnunum annað hvort lokað aftur eða hann muni lýsa yfir neyðarástandi á landamærunum og hefja framkvæmdir án samþykkis þess. President Trump says the deal would reopen the government for three weeks, and he will make sure federal workers get back pay "very quickly or soon as possible" https://t.co/Geux68grqc pic.twitter.com/jjQClzUX6x— CNN Politics (@CNNPolitics) January 25, 2019 Röskun á flugi sögð hafa haft áhrif á afstöðu forsetansNew York Times segir að í samkomulaginu felist að fjármagn fyrir alríkisstofnanir sem hafa verið lokaðar frá 22. desember verði tryggt í þrjár vikur. Á þeim tíma fari viðræður fram um múrinn sem Trump vill reisa á suðurlandamærunum og hefur gert að skilyrði fyrir að samþykkja fjárveitingar til fjórðungs alríkisstofnanna. Engin fjárveiting til múrsins er í frumvarpinu. Þingið gæti því fljótt samþykkt útgjaldafrumvörp til að opna ríkisstofnanirnar aftur. Þá verður hægt að greiða um 800.000 ríkisstarfsmönnum laun sem hafa setið heima eða unnið launalaust í 35 daga. Tvö frumvörp sem lögð voru fram voru fram til að opna ríkisstofnanirnar voru felld í öldungadeildinni í gær. Frumvarp repúblikana sem fól í sér fjárveitinguna til landamæramúrsins sem Trump hefur krafist fékk færri atkvæði en frumvarp demókrata þrátt fyrir að Repúblikanaflokkur hans sé með meirihluta í öldungadeildinni. Skoðanakannanir benda til þess að bandarískur almenningur kenni Trump og repúblikönum mun frekar um lokunina en demókrötum, þrátt fyrir tilraunir Trump til að kenna þeim um. Lokunin nú er sú lengsta af þessu tagi. Í dag bárust svo fréttir af því að raskanir hefðu orðið á farþegaflugi í norðaustanverðu landinu vegna lokunarinnar. Fjöldi flugumferðastjóra sem hefur unnið launalaust síðasta mánuðinn hringdi sig þá inn veikan frekar en að mæta til vinnu. CNN-fréttastöðin hefur eftir embættismanni í Hvíta húsinu að flugraskanirnar hafi haft töluvert að segja um ákvörðun Trump um að láta undan tímabundið. Í yfirlýsingu sinni endurtók Trump fjölda misvísandi fullyrðinga um landamærin sem hann hefur áður haldið fram, þar á meðal að demókratar hefðu áður verið fylgjandi landamæramúr. Þá sagði hann ekki þörf á steinsteyptum múr yfir öll landamærin og hann hefði aldrei farið fram á slíkan múr. Múrinn yrði ekki miðaldamúr heldur gegnsær og úr stáli, útbúinn skynjurum og drónum. Fullyrti forsetinn enn og aftur að múrar virkuðu og vísaði til fordæmis Ísraelsmanna sem hafa girt Palestínumenn af inni á Vesturbakkanum. Sagðist hann telja að hægt væri að draga verulega úr glæpum og magni fíkniefna í umferð í Bandaríkjunum með því að reisa múr. Nauðsynlegt væri að reisa múr.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira