Ráðgjafi Trump segist ekki ætla að vitna gegn honum Kjartan Kjartansson skrifar 25. janúar 2019 23:30 Stone líkti eftir Nixon þegar hann yfirgaf dómshúsið í dag. Hann hefur lýst sjálfum sér sem pólitískum klækjaref sem nærist á hatri pólitískra andstæðinga. AP/Lynne Sladky Þrátt fyrir að hafa verið handtekinn af bandarísku alríkislögreglunni FBI í morgun segist Roger Stone, vinur og bandamaður Donalds Trump forseta til fjölda ára, ekki ætla að bera vitni gegn forsetanum og lýsir yfir sakleysi sínu. Stone er ákærður fyrir að hindra framgang réttvísinnar, meinsæri og að reyna að hafa áhrif á framburð vitnis. Vopnaðir alríkislögreglumenn handtóku Stone á heimili hans á Flórída fyrir sólarupprás í morgun. Stone var því næst leiddur fyrir dómara þar sem honum var kynnt ákæra í sjö liðum. Honum var sleppt gegn 250.000 dollara tryggingu. Stone er gefið að sök að hafa logið um samskipti sín við uppljóstranavefinn Wikileaks og æðstu stjórnendur forsetaframboðs Trump árið 2016. Fyrir utan dómshúsið í Fort Lauderdale líkti Stone eftir Richard Nixon, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, baðaði út báðum höndum og gerði sigurtákn með tveimur fingrum, að sögn Washington Post. Stone vann að endurkjöri Nixon þegar Watergate-hneykslið sem felldi forsetann komst upp og er með húðflúr af andliti Nixon á herðunum. „Ég ætla að lýsa yfir sakleysi gagnvart þessum ákærum. Ég mun sigrast á þeim fyrir dómi,“ sagði Stone fyrir framan hóp fréttamanna, stuðningsmanna og andstæðinga.Ætlar ekki að bera „ljúgvitni“ Hvíta húsið hefur þvegið hendur sínar af Stone, sem vann formlega og óformlega fyrir forsetaframboð Trump á sínum tíma. Segir það ákæruna gegn Stone ekkert tengjast Trump forseta. Undir það tók Stone fyrir utan dómshúsið. „Þær kringumstæður eru ekki til þar sem ég mun bera ljúgvitni gegn forsetanum og ég mun ekki skálda upp lygar til þess að létta þrýstingnum af sjálfum mér. Ég hlakka til að fá fulla og algera uppreist æru,“ fullyrti Stone. „Ég ber ekki vitni gegn forsetanum vegna þess að þá þyrfti ég að bera ljúgvitni,“ sagði hann ennfremur.New York Times segir að ákæran gegn Stone sé skýrasta tengingin fram til þessa á milli framboðs Trump og birtingar Wikileaks á tölvupóstum Demókrataflokksins sem rússneskir hakkarar stálu og komu framboði Hillary Clinton illa. Samskiptin sem lýst sé í ákærunni á milli Stone, háttsettra stjórnenda framboðsins og aðila með tengsl við Wikileaks bendi til þess að framboðið hafi reynt að fá upplýsingar um hvenær frekari skaðlegra upplýsingaleka um Clinton væri von. Þær tilraunir hafi farið að stað eftir að böndin voru tekin að berast að rússneskum hökkurum. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Minnst fjórtán Rússar ræddu við Trump-liða í kosningabaráttunni Samskiptin voru fjölmörg og Trump-liðar hafa ítrekað verið gómaðir við að segja ósatt um samskipti sín við rússneska aðila. 11. desember 2018 11:00 Náinn bandamaður Trump handtekinn Roger Stone, náinn bandamaður og ráðgjafi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur verið handtekinn í Flórída vegna Rússarannsóknar Robert Mueller. 25. janúar 2019 11:36 Fyrrverandi ráðgjafi: Trump gæti hafa gert eitthvað ólöglegt Sam Nunberg, fyrrverandi ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir að hann muni ekki una stefnu til að bera vitni í rannsókn Roberts Mueller á afskiptum Rússa í forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016. 5. mars 2018 22:26 Nornirnar fuðra upp á báli Mueller Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virðist ekki sáttur við að Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður forsetans, hafi játað að hafa logið að þingmönnum um umsvif hans í Rússlandi. 30. nóvember 2018 12:00 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Fleiri fréttir Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Sjá meira
Þrátt fyrir að hafa verið handtekinn af bandarísku alríkislögreglunni FBI í morgun segist Roger Stone, vinur og bandamaður Donalds Trump forseta til fjölda ára, ekki ætla að bera vitni gegn forsetanum og lýsir yfir sakleysi sínu. Stone er ákærður fyrir að hindra framgang réttvísinnar, meinsæri og að reyna að hafa áhrif á framburð vitnis. Vopnaðir alríkislögreglumenn handtóku Stone á heimili hans á Flórída fyrir sólarupprás í morgun. Stone var því næst leiddur fyrir dómara þar sem honum var kynnt ákæra í sjö liðum. Honum var sleppt gegn 250.000 dollara tryggingu. Stone er gefið að sök að hafa logið um samskipti sín við uppljóstranavefinn Wikileaks og æðstu stjórnendur forsetaframboðs Trump árið 2016. Fyrir utan dómshúsið í Fort Lauderdale líkti Stone eftir Richard Nixon, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, baðaði út báðum höndum og gerði sigurtákn með tveimur fingrum, að sögn Washington Post. Stone vann að endurkjöri Nixon þegar Watergate-hneykslið sem felldi forsetann komst upp og er með húðflúr af andliti Nixon á herðunum. „Ég ætla að lýsa yfir sakleysi gagnvart þessum ákærum. Ég mun sigrast á þeim fyrir dómi,“ sagði Stone fyrir framan hóp fréttamanna, stuðningsmanna og andstæðinga.Ætlar ekki að bera „ljúgvitni“ Hvíta húsið hefur þvegið hendur sínar af Stone, sem vann formlega og óformlega fyrir forsetaframboð Trump á sínum tíma. Segir það ákæruna gegn Stone ekkert tengjast Trump forseta. Undir það tók Stone fyrir utan dómshúsið. „Þær kringumstæður eru ekki til þar sem ég mun bera ljúgvitni gegn forsetanum og ég mun ekki skálda upp lygar til þess að létta þrýstingnum af sjálfum mér. Ég hlakka til að fá fulla og algera uppreist æru,“ fullyrti Stone. „Ég ber ekki vitni gegn forsetanum vegna þess að þá þyrfti ég að bera ljúgvitni,“ sagði hann ennfremur.New York Times segir að ákæran gegn Stone sé skýrasta tengingin fram til þessa á milli framboðs Trump og birtingar Wikileaks á tölvupóstum Demókrataflokksins sem rússneskir hakkarar stálu og komu framboði Hillary Clinton illa. Samskiptin sem lýst sé í ákærunni á milli Stone, háttsettra stjórnenda framboðsins og aðila með tengsl við Wikileaks bendi til þess að framboðið hafi reynt að fá upplýsingar um hvenær frekari skaðlegra upplýsingaleka um Clinton væri von. Þær tilraunir hafi farið að stað eftir að böndin voru tekin að berast að rússneskum hökkurum.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Minnst fjórtán Rússar ræddu við Trump-liða í kosningabaráttunni Samskiptin voru fjölmörg og Trump-liðar hafa ítrekað verið gómaðir við að segja ósatt um samskipti sín við rússneska aðila. 11. desember 2018 11:00 Náinn bandamaður Trump handtekinn Roger Stone, náinn bandamaður og ráðgjafi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur verið handtekinn í Flórída vegna Rússarannsóknar Robert Mueller. 25. janúar 2019 11:36 Fyrrverandi ráðgjafi: Trump gæti hafa gert eitthvað ólöglegt Sam Nunberg, fyrrverandi ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir að hann muni ekki una stefnu til að bera vitni í rannsókn Roberts Mueller á afskiptum Rússa í forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016. 5. mars 2018 22:26 Nornirnar fuðra upp á báli Mueller Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virðist ekki sáttur við að Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður forsetans, hafi játað að hafa logið að þingmönnum um umsvif hans í Rússlandi. 30. nóvember 2018 12:00 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Fleiri fréttir Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Sjá meira
Minnst fjórtán Rússar ræddu við Trump-liða í kosningabaráttunni Samskiptin voru fjölmörg og Trump-liðar hafa ítrekað verið gómaðir við að segja ósatt um samskipti sín við rússneska aðila. 11. desember 2018 11:00
Náinn bandamaður Trump handtekinn Roger Stone, náinn bandamaður og ráðgjafi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur verið handtekinn í Flórída vegna Rússarannsóknar Robert Mueller. 25. janúar 2019 11:36
Fyrrverandi ráðgjafi: Trump gæti hafa gert eitthvað ólöglegt Sam Nunberg, fyrrverandi ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir að hann muni ekki una stefnu til að bera vitni í rannsókn Roberts Mueller á afskiptum Rússa í forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016. 5. mars 2018 22:26
Nornirnar fuðra upp á báli Mueller Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virðist ekki sáttur við að Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður forsetans, hafi játað að hafa logið að þingmönnum um umsvif hans í Rússlandi. 30. nóvember 2018 12:00