Boðað til óvæntra kosninga í Austurríki Samúel Karl Ólason skrifar 18. maí 2019 22:30 Sebastian Kurz, kanslari Þýskalands. AP/Michael Gruber Sebastian Kurz, kanslari Austurríkis, hefur slitið ríkisstjórnarsamstarfi flokks síns Þjóðarflokksins við fjar-hægri Frelsisflokkinn og boðað til kosninga. Það gerði hann í kjölfar þess að Heinz-Christian Strache, varakanslari og leiðtogi Frelsisflokksins, sagði af sér í dag vegna myndbands þar sem hann virtist lofa konu, sem þóttist vera í forsvari fyrir rússneskan auðjöfur, opinberum samningum í skiptum fyrir jákvæða umfjöllun í fjölmiðlum og fjármagn. Strache sagði konunni að ef auðjöfurinn sem hún þóttist vera í forsvari fyrir keypti eitt af stærstu dagblöðum Austurríkis og sæi til þess að umfjöllun um Frelsisflokkinn væri jákvæðari. Hann nefndi nokkra blaðamenn sem þyrfti að reka og aðra sem hann vildi að yrði gert hærra undir höfði. Þar að auki ræddi hann við hana um það hvernig hægt væri að koma fjármunum til flokksins með leiðum sem færu fram hjá opinberu eftirliti. Myndbandið var birt í gær af þýsku miðlunum Der Spiegel og Süddeutsche Zeitung og var tekið upp á Ibiza skömmu fyrir austurrísku kosningarnar 2017. Ekki liggur fyrir hver konan er í rauninni. Þegar Strache sagði af sér í dag kenndi hann áfengi um og sagðist hafa hagað sér eins og táningur. Þá sagði hann hegðun sína hafa verið heimskulega og óábyrga en hann hélt því þó fram að myndbandið hefði verið tekið úr samhengi. Myndbandið allt myndi sýna aðra mynd en hann sagðist segja af sér til að valda ríkisstjórninni ekki skaða. Það var þó of seint, því eins og áður segir sleit Kurz ríkisstjórnarsamstarfinu í kvöld og segist hann hafa sagt Alexander Van der Bellen, forseta Austurríkis, um að halda ætti kosningar sem fyrst. „Eftir myndband gærdagsins, verð ég að segja eins og er: Nú er komið nóg,“ sagði Kurz við blaðamenn í dag. Kurz sagði myndbandið vera mjög alvarlegt og þá sérstaklega varðandi viðhorf Strache til almannafés, fjölmiðla og misbeitingar valds. Þá tók hann fram að hann hefði orðið fyrir persónulegum móðgunum í myndbandinu. Þá sagðist Kurz nokkrum sinnum hafa átt í vandræðum með Frelsisflokkinn. Austurríki Tengdar fréttir Varakanslari Austurríkis segir af sér vegna ásakana um spillingu Heinz-Christian Strache, vara-kanslari Austurríkis hefur sagt af sér embætti varakanslara og embætti leiðtoga eftir að myndband komst í dreifingu þar sem hann virðist bjóðast til þess að semja við rússneska konu gegn því að hún komi boðskap frelsisflokksins á framfæri í austurrískum fjölmiðlinum Kronen-Zeitung. 18. maí 2019 12:04 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira
Sebastian Kurz, kanslari Austurríkis, hefur slitið ríkisstjórnarsamstarfi flokks síns Þjóðarflokksins við fjar-hægri Frelsisflokkinn og boðað til kosninga. Það gerði hann í kjölfar þess að Heinz-Christian Strache, varakanslari og leiðtogi Frelsisflokksins, sagði af sér í dag vegna myndbands þar sem hann virtist lofa konu, sem þóttist vera í forsvari fyrir rússneskan auðjöfur, opinberum samningum í skiptum fyrir jákvæða umfjöllun í fjölmiðlum og fjármagn. Strache sagði konunni að ef auðjöfurinn sem hún þóttist vera í forsvari fyrir keypti eitt af stærstu dagblöðum Austurríkis og sæi til þess að umfjöllun um Frelsisflokkinn væri jákvæðari. Hann nefndi nokkra blaðamenn sem þyrfti að reka og aðra sem hann vildi að yrði gert hærra undir höfði. Þar að auki ræddi hann við hana um það hvernig hægt væri að koma fjármunum til flokksins með leiðum sem færu fram hjá opinberu eftirliti. Myndbandið var birt í gær af þýsku miðlunum Der Spiegel og Süddeutsche Zeitung og var tekið upp á Ibiza skömmu fyrir austurrísku kosningarnar 2017. Ekki liggur fyrir hver konan er í rauninni. Þegar Strache sagði af sér í dag kenndi hann áfengi um og sagðist hafa hagað sér eins og táningur. Þá sagði hann hegðun sína hafa verið heimskulega og óábyrga en hann hélt því þó fram að myndbandið hefði verið tekið úr samhengi. Myndbandið allt myndi sýna aðra mynd en hann sagðist segja af sér til að valda ríkisstjórninni ekki skaða. Það var þó of seint, því eins og áður segir sleit Kurz ríkisstjórnarsamstarfinu í kvöld og segist hann hafa sagt Alexander Van der Bellen, forseta Austurríkis, um að halda ætti kosningar sem fyrst. „Eftir myndband gærdagsins, verð ég að segja eins og er: Nú er komið nóg,“ sagði Kurz við blaðamenn í dag. Kurz sagði myndbandið vera mjög alvarlegt og þá sérstaklega varðandi viðhorf Strache til almannafés, fjölmiðla og misbeitingar valds. Þá tók hann fram að hann hefði orðið fyrir persónulegum móðgunum í myndbandinu. Þá sagðist Kurz nokkrum sinnum hafa átt í vandræðum með Frelsisflokkinn.
Austurríki Tengdar fréttir Varakanslari Austurríkis segir af sér vegna ásakana um spillingu Heinz-Christian Strache, vara-kanslari Austurríkis hefur sagt af sér embætti varakanslara og embætti leiðtoga eftir að myndband komst í dreifingu þar sem hann virðist bjóðast til þess að semja við rússneska konu gegn því að hún komi boðskap frelsisflokksins á framfæri í austurrískum fjölmiðlinum Kronen-Zeitung. 18. maí 2019 12:04 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira
Varakanslari Austurríkis segir af sér vegna ásakana um spillingu Heinz-Christian Strache, vara-kanslari Austurríkis hefur sagt af sér embætti varakanslara og embætti leiðtoga eftir að myndband komst í dreifingu þar sem hann virðist bjóðast til þess að semja við rússneska konu gegn því að hún komi boðskap frelsisflokksins á framfæri í austurrískum fjölmiðlinum Kronen-Zeitung. 18. maí 2019 12:04