Samþykktu að gera úttekt á stjórnsýslu barnaverndarmála á Seltjarnarnesi Sylvía Hall skrifar 12. júní 2019 22:32 Í greinargerð með tillögunni segir að ástæða tillögunnar sé alvarlegar ásakanir í garð Barnaverndar Seltjarnarness. Vísir/Vilhelm Tillaga Samfylkingarinnar á Seltjarnarnesi um að gera úttekt á stjórnsýslu barnaverndarmála var samþykkt á bæjarstjórnarfundi í dag. Lagt er til að stjórnsýsla síðustu fimmtán ára verði skoðuð. Barnaverndarnefnd Seltjarnarness hefur verið í umræðunni undanfarnar vikur eftir að greint var frá máli sextán ára stúlku. Stúlkan er sögð hafa búið við verulega vanrækslu af hálfu móður sinnar alla ævi og segir hún nefndina hafa sópað fjölda ábendinga undir teppið.Sjá einnig: Segir Barnaverndarnefnd Seltjarnarness hafa brugðist barni sem bjó við ofbeldi Stúlkan og faðir hennar hafa kvartað til Barnaverndarstofu vegna málsins og segir lögmaður þeirra, Sævar Þór Jónsson, pólitísk tengsl hafa haft áhrif á úrvinnslu málsins. Móðuramma stúlkunnar hafi verið virk í nefndum á vegum bæjarins og gagnrýndi Sævar að barnaverndarnefndir væru pólitískt skipaðar. Sigurþóra Bergsdóttir, fulltrúi í barnaverndarnefnd bæjarins og frambjóðandi Samfylkingarinnar, sagðist standa með stúlkunni. Samfylkingin lagði því til að óháður aðili yrði fenginn til þess að vinna stjórnsýsluúttekt á barnaverndarmálum síðustu fimmtán ára og skoðað yrði hvort vinnulag og ferlar hafi verið í samræmi við góða stjórnsýsluhætti. Í greinargerð með tillögunni segir að ástæða tillögunnar sé alvarlegar ásakanir í garð Barnaverndar Seltjarnarness. Nefndin sinni gríðarlega mikilvægu hlutverki í samfélaginu og traust verði að ríkja til starfa hennar og starfsmanna. Því sé nauðsynlegt að skoða og velta við öllum steinum varðandi vinnulag og ákvarðanir. „Því leggur Samfylking Seltirninga til að fengin verði óháður aðili til að vinna stjórnsýsluúttekt á Barnaverndarnefnd Seltjarnarness, þar sem farið verður yfir ferla og vinnulag síðustu 15 ára, til að skoða hvort stjórnsýsla og vinnubrögð Barnaverndarnefndar og starfsmanna hennar hafi verið yfir gagnrýni hafin,“ segir í greinargerðinni. Seltjarnarnes Tengdar fréttir Sextán ára stúlka segir að Seltjarnarnesbær hafi sópað fjölda ábendinga um áralanga vanrækslu undir teppið Lögmaður stúlkunnar, fulltrúi í barnaverndarnefnd og bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi telja öll að bærinn sé of lítill til að annast barnaverndarmál. 3. júní 2019 19:00 Segir Barnaverndarnefnd Seltjarnarness hafa brugðist barni sem bjó við ofbeldi Sextán ára stúlka og faðir hennar hafa kvartað til Barnaverndarstofu vegna starfa Barnaverndarnefndar Seltjarnarnesbæjar. Stúlkan er sögð hafa búið við verulega vanrækslu af hálfu móður alla ævi. 2. júní 2019 18:30 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira
Tillaga Samfylkingarinnar á Seltjarnarnesi um að gera úttekt á stjórnsýslu barnaverndarmála var samþykkt á bæjarstjórnarfundi í dag. Lagt er til að stjórnsýsla síðustu fimmtán ára verði skoðuð. Barnaverndarnefnd Seltjarnarness hefur verið í umræðunni undanfarnar vikur eftir að greint var frá máli sextán ára stúlku. Stúlkan er sögð hafa búið við verulega vanrækslu af hálfu móður sinnar alla ævi og segir hún nefndina hafa sópað fjölda ábendinga undir teppið.Sjá einnig: Segir Barnaverndarnefnd Seltjarnarness hafa brugðist barni sem bjó við ofbeldi Stúlkan og faðir hennar hafa kvartað til Barnaverndarstofu vegna málsins og segir lögmaður þeirra, Sævar Þór Jónsson, pólitísk tengsl hafa haft áhrif á úrvinnslu málsins. Móðuramma stúlkunnar hafi verið virk í nefndum á vegum bæjarins og gagnrýndi Sævar að barnaverndarnefndir væru pólitískt skipaðar. Sigurþóra Bergsdóttir, fulltrúi í barnaverndarnefnd bæjarins og frambjóðandi Samfylkingarinnar, sagðist standa með stúlkunni. Samfylkingin lagði því til að óháður aðili yrði fenginn til þess að vinna stjórnsýsluúttekt á barnaverndarmálum síðustu fimmtán ára og skoðað yrði hvort vinnulag og ferlar hafi verið í samræmi við góða stjórnsýsluhætti. Í greinargerð með tillögunni segir að ástæða tillögunnar sé alvarlegar ásakanir í garð Barnaverndar Seltjarnarness. Nefndin sinni gríðarlega mikilvægu hlutverki í samfélaginu og traust verði að ríkja til starfa hennar og starfsmanna. Því sé nauðsynlegt að skoða og velta við öllum steinum varðandi vinnulag og ákvarðanir. „Því leggur Samfylking Seltirninga til að fengin verði óháður aðili til að vinna stjórnsýsluúttekt á Barnaverndarnefnd Seltjarnarness, þar sem farið verður yfir ferla og vinnulag síðustu 15 ára, til að skoða hvort stjórnsýsla og vinnubrögð Barnaverndarnefndar og starfsmanna hennar hafi verið yfir gagnrýni hafin,“ segir í greinargerðinni.
Seltjarnarnes Tengdar fréttir Sextán ára stúlka segir að Seltjarnarnesbær hafi sópað fjölda ábendinga um áralanga vanrækslu undir teppið Lögmaður stúlkunnar, fulltrúi í barnaverndarnefnd og bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi telja öll að bærinn sé of lítill til að annast barnaverndarmál. 3. júní 2019 19:00 Segir Barnaverndarnefnd Seltjarnarness hafa brugðist barni sem bjó við ofbeldi Sextán ára stúlka og faðir hennar hafa kvartað til Barnaverndarstofu vegna starfa Barnaverndarnefndar Seltjarnarnesbæjar. Stúlkan er sögð hafa búið við verulega vanrækslu af hálfu móður alla ævi. 2. júní 2019 18:30 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira
Sextán ára stúlka segir að Seltjarnarnesbær hafi sópað fjölda ábendinga um áralanga vanrækslu undir teppið Lögmaður stúlkunnar, fulltrúi í barnaverndarnefnd og bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi telja öll að bærinn sé of lítill til að annast barnaverndarmál. 3. júní 2019 19:00
Segir Barnaverndarnefnd Seltjarnarness hafa brugðist barni sem bjó við ofbeldi Sextán ára stúlka og faðir hennar hafa kvartað til Barnaverndarstofu vegna starfa Barnaverndarnefndar Seltjarnarnesbæjar. Stúlkan er sögð hafa búið við verulega vanrækslu af hálfu móður alla ævi. 2. júní 2019 18:30