Telja tvo ráðherra Trump sýna þinginu lítilsvirðingu Kjartan Kjartansson skrifar 12. júní 2019 21:13 Elijah E. Cummings, formanni eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, er ekki hlátur í huga yfir aðförum Hvíta hússins til að stöðva rannsóknir nefndarinnar. AP/J. Scott Applewhite Eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hefur samþykkt ályktun um að dómsmála- og viðskiptaráðherrar Donalds Trump forseta hafi sýnt þinginu óvirðingu þegar þeir virtu stefnu um gögn sem varða fyrirhugað manntal í Bandaríkjunum að vettugi. Atkvæðagreiðsla í nefndinni fór nær alveg eftir flokkslínum, að sögn Washington Post. Einn þingmaður repúblikana, Justin Amash frá Michigan, greiddi atkvæði með demókrötunum sem fara með meirihluta í nefndinni. Amash er eini repúblikaninn á þingi sem hefur lýst því yfir opinberlega að hann telji Trump forseta hafa framið embættisbrot. Forsaga málsins er sú að demókratar kröfðu William Barr, dómsmálaráðherra, og Wilbur Ross, viðskiptaráðherra, um gögn sem varða ákvörðun ríkisstjórnar Trump um að spyrja um lagalega stöðu fólks í manntali sem á að fara fram á næsta ári. Kjördæmamörk verða dregin upp á grundvelli manntalsins og gæti það því haft veruleg áhrif á kosningar næstu ára. Andstæðingar þess að spurningin verði borin upp í manntalinu segja að hún eigi eftir að fæla innflytjendur frá því að svara. Þeir verði því vantaldir í manntalinu. Þrír alríkisdómarar hafa þegar úrskurðað að ákvörðun Ross um að hafa spurninguna með hafi brotið gegn stjórnsýslulögum. Barr og Ross hunsuðu hins vegar stefnu nefndarinnar um gögnin. Meirihluti demókrata í eftirlitsnefndinni samþykkti því ályktunin um að telja þá hafa sýnt þinginu óvirðingu. Ályktunin gengur nú til atkvæðagreiðslu í fulltrúadeildinni. Samþykki meirihluti þingmanna hana gæti formaður eftirlitsnefndarinnar í framhaldinu beðið alríkisdómstól um að knýja Barr og Ross til að verða við stefnunni um gögnin. Trump forseti lýsti því yfir í dag að hann ætlaði að neyta heimildar forseta til að krefjast leyndar yfir gögnunum. Sú heimild er umdeild og þykir líklegt að krafa þingnefndarinnar um gögnin eigi eftir að rata fyrir dómstóla. Trump-stjórnin hefur beitt sömu brögðum til að leggja stein í götu rannsókna annarra þingnefnda undanfarið. Hvíta húsið hefur þannig skipað embættismönnum að bera ekki vitni eða afhenda þingnefndum gögn, þar á meðal gögn um fjármál forsetans. Dómarar á neðri dómstigum hafa þegar staðfest réttmæti stefna þingnefndanna. Gögn sem fundust í búi látins lögfræðings sem starfaði fyrir Repúblikanaflokkinn á dögunum gáfu vísbendingar um að ríkisstjórnin hefði ákveðið að spyrja um lagalega búsetustöðu fólks í manntalinu til að koma repúblikönum og hvítum kjósendum til góða. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Reyna að koma í veg fyrir afhendingu fjármálagagna forsetans Lögmenn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa varað endurskoðendafyrirtækið Mazars USA við því að afhenda þingmönnum Demókrataflokksins fjármálagögn forsetans sem spanna tíu ár. 16. apríl 2019 11:44 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hefur samþykkt ályktun um að dómsmála- og viðskiptaráðherrar Donalds Trump forseta hafi sýnt þinginu óvirðingu þegar þeir virtu stefnu um gögn sem varða fyrirhugað manntal í Bandaríkjunum að vettugi. Atkvæðagreiðsla í nefndinni fór nær alveg eftir flokkslínum, að sögn Washington Post. Einn þingmaður repúblikana, Justin Amash frá Michigan, greiddi atkvæði með demókrötunum sem fara með meirihluta í nefndinni. Amash er eini repúblikaninn á þingi sem hefur lýst því yfir opinberlega að hann telji Trump forseta hafa framið embættisbrot. Forsaga málsins er sú að demókratar kröfðu William Barr, dómsmálaráðherra, og Wilbur Ross, viðskiptaráðherra, um gögn sem varða ákvörðun ríkisstjórnar Trump um að spyrja um lagalega stöðu fólks í manntali sem á að fara fram á næsta ári. Kjördæmamörk verða dregin upp á grundvelli manntalsins og gæti það því haft veruleg áhrif á kosningar næstu ára. Andstæðingar þess að spurningin verði borin upp í manntalinu segja að hún eigi eftir að fæla innflytjendur frá því að svara. Þeir verði því vantaldir í manntalinu. Þrír alríkisdómarar hafa þegar úrskurðað að ákvörðun Ross um að hafa spurninguna með hafi brotið gegn stjórnsýslulögum. Barr og Ross hunsuðu hins vegar stefnu nefndarinnar um gögnin. Meirihluti demókrata í eftirlitsnefndinni samþykkti því ályktunin um að telja þá hafa sýnt þinginu óvirðingu. Ályktunin gengur nú til atkvæðagreiðslu í fulltrúadeildinni. Samþykki meirihluti þingmanna hana gæti formaður eftirlitsnefndarinnar í framhaldinu beðið alríkisdómstól um að knýja Barr og Ross til að verða við stefnunni um gögnin. Trump forseti lýsti því yfir í dag að hann ætlaði að neyta heimildar forseta til að krefjast leyndar yfir gögnunum. Sú heimild er umdeild og þykir líklegt að krafa þingnefndarinnar um gögnin eigi eftir að rata fyrir dómstóla. Trump-stjórnin hefur beitt sömu brögðum til að leggja stein í götu rannsókna annarra þingnefnda undanfarið. Hvíta húsið hefur þannig skipað embættismönnum að bera ekki vitni eða afhenda þingnefndum gögn, þar á meðal gögn um fjármál forsetans. Dómarar á neðri dómstigum hafa þegar staðfest réttmæti stefna þingnefndanna. Gögn sem fundust í búi látins lögfræðings sem starfaði fyrir Repúblikanaflokkinn á dögunum gáfu vísbendingar um að ríkisstjórnin hefði ákveðið að spyrja um lagalega búsetustöðu fólks í manntalinu til að koma repúblikönum og hvítum kjósendum til góða.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Reyna að koma í veg fyrir afhendingu fjármálagagna forsetans Lögmenn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa varað endurskoðendafyrirtækið Mazars USA við því að afhenda þingmönnum Demókrataflokksins fjármálagögn forsetans sem spanna tíu ár. 16. apríl 2019 11:44 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Reyna að koma í veg fyrir afhendingu fjármálagagna forsetans Lögmenn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa varað endurskoðendafyrirtækið Mazars USA við því að afhenda þingmönnum Demókrataflokksins fjármálagögn forsetans sem spanna tíu ár. 16. apríl 2019 11:44