Pepsi Max-mörkin um þjálfaraskiptin í Árbænum: Hvað liggur á að tala um þetta? Anton Ingi Leifsson skrifar 19. september 2019 08:30 Helgi Sigurðsson er á sínu síðasta tímabili með Fylki. vísir/bára Helgi Sigurðsson hættir með Fylki eftir tímabilið í Pepsi Max-deild karla en þetta var tilkynnt á dögunum. Niðurstaðan var talin sameiginleg. Fylkir unnu svo 3-1 sigur á Víkingum í gærkvöldi og eru komnir upp í 5. sæti deildarinnar. Helgi steig fram eftir leikinn og sagði mögulega að of miklar kröfur væru gerðar í Árbænum. Pepsi Max-mörkin voru á dagskrá í gærkvöldi og þar var meðal annars rætt um þjálfaraskiptin í Árbænum. „Það lítur út fyrir að hann hafi fengið þau svör að hans starfskrafta hafi ekki verið óskað áfram eða þeir hafi ekki vitað hvað þeir vildu gera,“ sagði Þorvaldur Örlygsson og hélt áfram: „Helgi hefur gert mjög gott starf eins og hann bendir sjálfur á. Hann tekur við þeim í Inkasso og fer með þá upp og það má segja að hann hafi gert það sem hann var beðinn um að gera.“ Logi Ólafsson var hinn spekingur þáttarins í gærkvöld og hann segir að það sé smá óvissa framundan í Árbænum. „Það kemur svolítið á óvart að þetta sé niðurstaðan. Helgi hafði sjálfur sínar efasemdir og það er óvissuþættir í félaginu. Hvað verður um Castillion? Sagan um markverðina, er Emil farinn og svo framvegis,“ en Emil Ásmundsson er sagður á leið í KR. „Það eru tveir eldri menn sem eru í liðinu og hvað verður um þá? Geta þeir spilað jafn vel aftur? Svo það lá jafnvel fyrir hjá honum að hann þyrfti að byggja upp nýtt lið.“ „Það sem kemur mest á óvart er loksins Fylkir að ná upp stöðugleika og þetta er búið að vera stigvaxandi árangur í þrjú ár svo það kemur pínu á óvart ef þetta er ákvörðun Fylkis að hann verði ekki áfram,“ sagði Logi. Logi sagði einnig tímasetninguna undarlega og spyr sig afhverju Fylkismenn þurfa að melda þetta út svo snemma en liðið getur enn endað ofarlega í töflunni. „Hvað liggur á að tala um þetta þó að það séu einhverjar sögusagnir um þetta í gangi hjá Dr. Football eða á öllum þessum síðum og hlaðvörpum? Menn hljóta að geta látið slíkt sem vindum eyrum þjóta. Gefum okkur það að Helgi og félagar vinni næstu tvo leiki, þá enda þeir í fjórða sæti. Hefði þá staðan verið önnur er staðan yrði rædd í haust?“ Innslagið í heild má sjá hér að neðan.Klippa: Pepsi Max-mörkin: Umræða um Helga Sigurðsson Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-mörkin Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Víkingur 3-1 | Fylkismenn upp í 5. sætið Fylkir vann 3-1 sigur á nýkrýndum bikarmeisturum Víkings í Árbænum í kvöld. 18. september 2019 21:45 Helgi: Kannski of miklar kröfur gerðar hérna í Árbænum Þjálfari Fylkis kvaðst stoltur af sínum mönnum eftir sigurinn á Víkingi. 18. september 2019 21:38 Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Körfubolti Fleiri fréttir „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Sjá meira
Helgi Sigurðsson hættir með Fylki eftir tímabilið í Pepsi Max-deild karla en þetta var tilkynnt á dögunum. Niðurstaðan var talin sameiginleg. Fylkir unnu svo 3-1 sigur á Víkingum í gærkvöldi og eru komnir upp í 5. sæti deildarinnar. Helgi steig fram eftir leikinn og sagði mögulega að of miklar kröfur væru gerðar í Árbænum. Pepsi Max-mörkin voru á dagskrá í gærkvöldi og þar var meðal annars rætt um þjálfaraskiptin í Árbænum. „Það lítur út fyrir að hann hafi fengið þau svör að hans starfskrafta hafi ekki verið óskað áfram eða þeir hafi ekki vitað hvað þeir vildu gera,“ sagði Þorvaldur Örlygsson og hélt áfram: „Helgi hefur gert mjög gott starf eins og hann bendir sjálfur á. Hann tekur við þeim í Inkasso og fer með þá upp og það má segja að hann hafi gert það sem hann var beðinn um að gera.“ Logi Ólafsson var hinn spekingur þáttarins í gærkvöld og hann segir að það sé smá óvissa framundan í Árbænum. „Það kemur svolítið á óvart að þetta sé niðurstaðan. Helgi hafði sjálfur sínar efasemdir og það er óvissuþættir í félaginu. Hvað verður um Castillion? Sagan um markverðina, er Emil farinn og svo framvegis,“ en Emil Ásmundsson er sagður á leið í KR. „Það eru tveir eldri menn sem eru í liðinu og hvað verður um þá? Geta þeir spilað jafn vel aftur? Svo það lá jafnvel fyrir hjá honum að hann þyrfti að byggja upp nýtt lið.“ „Það sem kemur mest á óvart er loksins Fylkir að ná upp stöðugleika og þetta er búið að vera stigvaxandi árangur í þrjú ár svo það kemur pínu á óvart ef þetta er ákvörðun Fylkis að hann verði ekki áfram,“ sagði Logi. Logi sagði einnig tímasetninguna undarlega og spyr sig afhverju Fylkismenn þurfa að melda þetta út svo snemma en liðið getur enn endað ofarlega í töflunni. „Hvað liggur á að tala um þetta þó að það séu einhverjar sögusagnir um þetta í gangi hjá Dr. Football eða á öllum þessum síðum og hlaðvörpum? Menn hljóta að geta látið slíkt sem vindum eyrum þjóta. Gefum okkur það að Helgi og félagar vinni næstu tvo leiki, þá enda þeir í fjórða sæti. Hefði þá staðan verið önnur er staðan yrði rædd í haust?“ Innslagið í heild má sjá hér að neðan.Klippa: Pepsi Max-mörkin: Umræða um Helga Sigurðsson
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-mörkin Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Víkingur 3-1 | Fylkismenn upp í 5. sætið Fylkir vann 3-1 sigur á nýkrýndum bikarmeisturum Víkings í Árbænum í kvöld. 18. september 2019 21:45 Helgi: Kannski of miklar kröfur gerðar hérna í Árbænum Þjálfari Fylkis kvaðst stoltur af sínum mönnum eftir sigurinn á Víkingi. 18. september 2019 21:38 Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Körfubolti Fleiri fréttir „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Víkingur 3-1 | Fylkismenn upp í 5. sætið Fylkir vann 3-1 sigur á nýkrýndum bikarmeisturum Víkings í Árbænum í kvöld. 18. september 2019 21:45
Helgi: Kannski of miklar kröfur gerðar hérna í Árbænum Þjálfari Fylkis kvaðst stoltur af sínum mönnum eftir sigurinn á Víkingi. 18. september 2019 21:38