Liverpool eyddi aðeins þremur prósentum af verðlaunafénu í nýja leikmenn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. ágúst 2019 23:00 Jürgen Klopp tímdi ekki eða vildi ekki styrkja Liverpol liðið í sumar. Getty/Mike Kireev Liverpool var mjög rólegt á leikmannamarkaðnum í sumar og knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp hljómaði meira eins og Arsene Wenger á byggingartíma Emirates-leikvangsins en stjóri nýkrýndra Evrópumeistara. Liverpool bauðst meðal annars að fá aftur Philippe Coutinho frá Barcelona en Brasilíumaðurinn endaði síðan á því að fara á láni til Bayern München. Leikmenn voru skiljanlega orðaðir við Liverpool í sumar og stuðningsmenn gerðu örugglega væntingar til þess að fá eitthvað nýtt blóð inn í liðið. Evrópumeistarar Liverpool mæta hins vegar til leiks með sama lið fyrir utan það að nokkrir leikmenn hafa skilað sér til baka eftir erfið meiðsli. Jürgen Klopp var margspurður út í hugsanleg kaup á nýjum leikmönnum en stóð fastur á sínu að spara peninginn. Það þótti mörgum skrýtið miðað við allan þann pening sem sigurinn í Meistaradeildinni færði félaginu.Champions League prize money: £67m Sepp van den Berg: £1.71m : Adrian: £0 Jurgen, how can you have no money left? #LFC#Coutinhohttps://t.co/8JFVe7aloL — GiveMeSport Football (@GMS__Football) August 20, 2019Jürgen Klopp talaði meðal annars um að Liverpool hefði ekki efni á Philippe Coutinho en Bayern borgaði 7,78 milljónir punda fyrir eins árs lánssamningur og fær tækifæri til að kaupa Brassann fyrir 109 milljónir punda næsta sumar. Liverpool seldi Philippe Coutinho til Barcelona í janúar 2018 fyrir 142 milljónir punda og gat því nýtt þá peninga til að styrkja liðið með mönnum eins og Virgil van Dijk og Alisson sem í sameiningu gerbreyttu varnarleik Liverpool. Í sumar fékk Liverpool 67 milljónir punda fyrir sigurinn í Meistaradeildinni samkvæmt samantekt Givemesport-vefsins en eyddi á móti aðeins 1,71 milljónum punda í nýja leikmenn. Það þýðir að Liverpool eyddi aðeins tæplega þrjú prósent af þessu verðlaunafé í að styrkja liðið sitt en annar af nýjum mönnunum, markvörðurinn Adrian, kom á frjálsri sölu. Enski boltinn Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Sport Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Sjá meira
Liverpool var mjög rólegt á leikmannamarkaðnum í sumar og knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp hljómaði meira eins og Arsene Wenger á byggingartíma Emirates-leikvangsins en stjóri nýkrýndra Evrópumeistara. Liverpool bauðst meðal annars að fá aftur Philippe Coutinho frá Barcelona en Brasilíumaðurinn endaði síðan á því að fara á láni til Bayern München. Leikmenn voru skiljanlega orðaðir við Liverpool í sumar og stuðningsmenn gerðu örugglega væntingar til þess að fá eitthvað nýtt blóð inn í liðið. Evrópumeistarar Liverpool mæta hins vegar til leiks með sama lið fyrir utan það að nokkrir leikmenn hafa skilað sér til baka eftir erfið meiðsli. Jürgen Klopp var margspurður út í hugsanleg kaup á nýjum leikmönnum en stóð fastur á sínu að spara peninginn. Það þótti mörgum skrýtið miðað við allan þann pening sem sigurinn í Meistaradeildinni færði félaginu.Champions League prize money: £67m Sepp van den Berg: £1.71m : Adrian: £0 Jurgen, how can you have no money left? #LFC#Coutinhohttps://t.co/8JFVe7aloL — GiveMeSport Football (@GMS__Football) August 20, 2019Jürgen Klopp talaði meðal annars um að Liverpool hefði ekki efni á Philippe Coutinho en Bayern borgaði 7,78 milljónir punda fyrir eins árs lánssamningur og fær tækifæri til að kaupa Brassann fyrir 109 milljónir punda næsta sumar. Liverpool seldi Philippe Coutinho til Barcelona í janúar 2018 fyrir 142 milljónir punda og gat því nýtt þá peninga til að styrkja liðið með mönnum eins og Virgil van Dijk og Alisson sem í sameiningu gerbreyttu varnarleik Liverpool. Í sumar fékk Liverpool 67 milljónir punda fyrir sigurinn í Meistaradeildinni samkvæmt samantekt Givemesport-vefsins en eyddi á móti aðeins 1,71 milljónum punda í nýja leikmenn. Það þýðir að Liverpool eyddi aðeins tæplega þrjú prósent af þessu verðlaunafé í að styrkja liðið sitt en annar af nýjum mönnunum, markvörðurinn Adrian, kom á frjálsri sölu.
Enski boltinn Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Sport Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Sjá meira