Hægriflokkar bæta við sig fylgi á Spáni Atli Ísleifsson skrifar 10. nóvember 2019 19:22 Pablo Casado er formaður hægriflokksins Partido Popular. Getty Hægri flokkarnir virðast hafa bætt við sig miklu fylgi í þingkosningunum á Spáni í dag samkvæmt útgönguspám. Frá þessu segir á vef El País. Sósíalistaflokkur Pedro Sánchez, starfandi forsætisráðherra, virðist hafa misst einhver þingsæti en verður þó enn stærstur á þingi. Útgönguspá ríkisfjölmiðilsins RTVE bendir til að líkt og Sósíalistaflokkurinn hafi vinstriflokkurinn Unidas Podemos misst þingsæti frá síðustu kosningum sem fram fóru í apríl. Íhaldsflokkurinn Partido Popular og hægri öfgaflokkurinn Vox virðist hins vegar hafa bætt við sig miklu fylgi, en miðflokkurinn Ciudadanos tapað mestu. Útgönguspá RTVE gerir frá fyrir að Sósíalistaflokkurinn fái 114-119 þingsæti, borið saman við 123 eftir kosningarnar í apríl. Partido Popular fær 85-90 þingsæti, var með 66 eftir síðustu kosningar. Útgönguspáin gerir ráð fyrir að VOX rúmlega tvöfaldi fylgi sitt, fái 56-59 þingsæti, borið saman við 24 í síðustu kosningum. Spáð er að Unidas Podemos fái 30-34 þingsæti, fékk 42 síðast, og Ciudadanos 14-15 þingsæti, fékk 57 síðast.Sjá einnig:Vonast til að kosningarnar leysi úr pattstöðunni á SpániÚrslitin benda til að smærri flokkar á spænska þinginu, svo sem þjóðernisflokkar Katalóna og Baska, kunni að koma til með að gegna lykilhlutverki við myndun stjórnar. Svo virðist sem að kosningaþátttaka hafi verið lakari en í kosningunum sem fram fóru í apríl. Sánchez ákvað að boða til nýrra kosninga í haust eftir að stjórn hans mistókst ná fjárlagafrumvarpinu í gegnum þingið. Spánn Tengdar fréttir Vonast til að kosningarnar leysi úr pattstöðunni á Spáni Þingkosningar fara fram á Spáni á morgun. Sjálfstæðisbarátta Katalóníu og framgangur hægri öfgaflokka hafa verið áberandi í kosningabaráttunni, en skoðanakannanir benda til að Vox verði einn af sigurvegurum kosninganna. 9. nóvember 2019 23:29 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fleiri fréttir Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Sjá meira
Hægri flokkarnir virðast hafa bætt við sig miklu fylgi í þingkosningunum á Spáni í dag samkvæmt útgönguspám. Frá þessu segir á vef El País. Sósíalistaflokkur Pedro Sánchez, starfandi forsætisráðherra, virðist hafa misst einhver þingsæti en verður þó enn stærstur á þingi. Útgönguspá ríkisfjölmiðilsins RTVE bendir til að líkt og Sósíalistaflokkurinn hafi vinstriflokkurinn Unidas Podemos misst þingsæti frá síðustu kosningum sem fram fóru í apríl. Íhaldsflokkurinn Partido Popular og hægri öfgaflokkurinn Vox virðist hins vegar hafa bætt við sig miklu fylgi, en miðflokkurinn Ciudadanos tapað mestu. Útgönguspá RTVE gerir frá fyrir að Sósíalistaflokkurinn fái 114-119 þingsæti, borið saman við 123 eftir kosningarnar í apríl. Partido Popular fær 85-90 þingsæti, var með 66 eftir síðustu kosningar. Útgönguspáin gerir ráð fyrir að VOX rúmlega tvöfaldi fylgi sitt, fái 56-59 þingsæti, borið saman við 24 í síðustu kosningum. Spáð er að Unidas Podemos fái 30-34 þingsæti, fékk 42 síðast, og Ciudadanos 14-15 þingsæti, fékk 57 síðast.Sjá einnig:Vonast til að kosningarnar leysi úr pattstöðunni á SpániÚrslitin benda til að smærri flokkar á spænska þinginu, svo sem þjóðernisflokkar Katalóna og Baska, kunni að koma til með að gegna lykilhlutverki við myndun stjórnar. Svo virðist sem að kosningaþátttaka hafi verið lakari en í kosningunum sem fram fóru í apríl. Sánchez ákvað að boða til nýrra kosninga í haust eftir að stjórn hans mistókst ná fjárlagafrumvarpinu í gegnum þingið.
Spánn Tengdar fréttir Vonast til að kosningarnar leysi úr pattstöðunni á Spáni Þingkosningar fara fram á Spáni á morgun. Sjálfstæðisbarátta Katalóníu og framgangur hægri öfgaflokka hafa verið áberandi í kosningabaráttunni, en skoðanakannanir benda til að Vox verði einn af sigurvegurum kosninganna. 9. nóvember 2019 23:29 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fleiri fréttir Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Sjá meira
Vonast til að kosningarnar leysi úr pattstöðunni á Spáni Þingkosningar fara fram á Spáni á morgun. Sjálfstæðisbarátta Katalóníu og framgangur hægri öfgaflokka hafa verið áberandi í kosningabaráttunni, en skoðanakannanir benda til að Vox verði einn af sigurvegurum kosninganna. 9. nóvember 2019 23:29