Hægriflokkar bæta við sig fylgi á Spáni Atli Ísleifsson skrifar 10. nóvember 2019 19:22 Pablo Casado er formaður hægriflokksins Partido Popular. Getty Hægri flokkarnir virðast hafa bætt við sig miklu fylgi í þingkosningunum á Spáni í dag samkvæmt útgönguspám. Frá þessu segir á vef El País. Sósíalistaflokkur Pedro Sánchez, starfandi forsætisráðherra, virðist hafa misst einhver þingsæti en verður þó enn stærstur á þingi. Útgönguspá ríkisfjölmiðilsins RTVE bendir til að líkt og Sósíalistaflokkurinn hafi vinstriflokkurinn Unidas Podemos misst þingsæti frá síðustu kosningum sem fram fóru í apríl. Íhaldsflokkurinn Partido Popular og hægri öfgaflokkurinn Vox virðist hins vegar hafa bætt við sig miklu fylgi, en miðflokkurinn Ciudadanos tapað mestu. Útgönguspá RTVE gerir frá fyrir að Sósíalistaflokkurinn fái 114-119 þingsæti, borið saman við 123 eftir kosningarnar í apríl. Partido Popular fær 85-90 þingsæti, var með 66 eftir síðustu kosningar. Útgönguspáin gerir ráð fyrir að VOX rúmlega tvöfaldi fylgi sitt, fái 56-59 þingsæti, borið saman við 24 í síðustu kosningum. Spáð er að Unidas Podemos fái 30-34 þingsæti, fékk 42 síðast, og Ciudadanos 14-15 þingsæti, fékk 57 síðast.Sjá einnig:Vonast til að kosningarnar leysi úr pattstöðunni á SpániÚrslitin benda til að smærri flokkar á spænska þinginu, svo sem þjóðernisflokkar Katalóna og Baska, kunni að koma til með að gegna lykilhlutverki við myndun stjórnar. Svo virðist sem að kosningaþátttaka hafi verið lakari en í kosningunum sem fram fóru í apríl. Sánchez ákvað að boða til nýrra kosninga í haust eftir að stjórn hans mistókst ná fjárlagafrumvarpinu í gegnum þingið. Spánn Tengdar fréttir Vonast til að kosningarnar leysi úr pattstöðunni á Spáni Þingkosningar fara fram á Spáni á morgun. Sjálfstæðisbarátta Katalóníu og framgangur hægri öfgaflokka hafa verið áberandi í kosningabaráttunni, en skoðanakannanir benda til að Vox verði einn af sigurvegurum kosninganna. 9. nóvember 2019 23:29 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Sjá meira
Hægri flokkarnir virðast hafa bætt við sig miklu fylgi í þingkosningunum á Spáni í dag samkvæmt útgönguspám. Frá þessu segir á vef El País. Sósíalistaflokkur Pedro Sánchez, starfandi forsætisráðherra, virðist hafa misst einhver þingsæti en verður þó enn stærstur á þingi. Útgönguspá ríkisfjölmiðilsins RTVE bendir til að líkt og Sósíalistaflokkurinn hafi vinstriflokkurinn Unidas Podemos misst þingsæti frá síðustu kosningum sem fram fóru í apríl. Íhaldsflokkurinn Partido Popular og hægri öfgaflokkurinn Vox virðist hins vegar hafa bætt við sig miklu fylgi, en miðflokkurinn Ciudadanos tapað mestu. Útgönguspá RTVE gerir frá fyrir að Sósíalistaflokkurinn fái 114-119 þingsæti, borið saman við 123 eftir kosningarnar í apríl. Partido Popular fær 85-90 þingsæti, var með 66 eftir síðustu kosningar. Útgönguspáin gerir ráð fyrir að VOX rúmlega tvöfaldi fylgi sitt, fái 56-59 þingsæti, borið saman við 24 í síðustu kosningum. Spáð er að Unidas Podemos fái 30-34 þingsæti, fékk 42 síðast, og Ciudadanos 14-15 þingsæti, fékk 57 síðast.Sjá einnig:Vonast til að kosningarnar leysi úr pattstöðunni á SpániÚrslitin benda til að smærri flokkar á spænska þinginu, svo sem þjóðernisflokkar Katalóna og Baska, kunni að koma til með að gegna lykilhlutverki við myndun stjórnar. Svo virðist sem að kosningaþátttaka hafi verið lakari en í kosningunum sem fram fóru í apríl. Sánchez ákvað að boða til nýrra kosninga í haust eftir að stjórn hans mistókst ná fjárlagafrumvarpinu í gegnum þingið.
Spánn Tengdar fréttir Vonast til að kosningarnar leysi úr pattstöðunni á Spáni Þingkosningar fara fram á Spáni á morgun. Sjálfstæðisbarátta Katalóníu og framgangur hægri öfgaflokka hafa verið áberandi í kosningabaráttunni, en skoðanakannanir benda til að Vox verði einn af sigurvegurum kosninganna. 9. nóvember 2019 23:29 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Sjá meira
Vonast til að kosningarnar leysi úr pattstöðunni á Spáni Þingkosningar fara fram á Spáni á morgun. Sjálfstæðisbarátta Katalóníu og framgangur hægri öfgaflokka hafa verið áberandi í kosningabaráttunni, en skoðanakannanir benda til að Vox verði einn af sigurvegurum kosninganna. 9. nóvember 2019 23:29