Átök á Gaza hafin að nýju Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. nóvember 2019 14:48 Ísraelsher hóf árásir á Gaza að nýju eftir mánaðar hlé. skjáskot/AP Ísraelskar herflugvélar hófu árás á svæði þar sem hópar herskárra Palestínumanna héldu til á Gaza snemma á sunnudagsmorgunn. Aðeins fáar klukkustundir voru liðnar frá því að palestínskir vígamenn höfðu skotið tíu eldflaugum í átt að suður Ísrael sem markaði enda á mánaðarlangri hernaðarlægð við landamærin. Frá þessu er greint á vef fréttastofu AP. Í yfirlýsingu frá ísraelska hernum sagði að herflugvéla hans hafi hafið árás á hryðjuverkaógnir í Gaza. Palestínskir fjölmiðlar greindu frá því að árásunum hafi sérstaklega verið beint að þjálfunarbúðum og útvarðarstöðvum Hamas, sem eru íslömsk vígasamtök sem stjórna Gaza, og fleiri samtaka. Heilbrigðisyfirvöld á Gaza segja að þrír palestínskir menn hafi særst í árásunum eftir að hafa verið hæfðir af sprengjubrotum í einni árásanna. Þeir hafi verið nokkuð illa særðir. Aðilar sem urðu vitni að árásinni við Nasser sjúkrahúsið í borginni Khan Younis segja að mennirnir þrír hafi setið í aldingarði fyrir neðan eina útvarðarstöðina sem ráðist var á. Seint á föstudag höfðu palestínskir vígamenn skotið tíu eldflaugum yfir landamærin á örstuttum tíma. Þær lentu á húsi sem skemmdist en ekki hefur verið greint frá mannfalli. Ísraelska lögreglan sagði að sprengjubrot hafi skemmt húsið sem var staðsett í bænum Sderot í suðurhluta Ísrael. Myndband sem var tekið upp eftir árásina á föstudag sést bíll sem lagt var nærri húsinu sem hefur orðið fyrir höggi en allar rúðurnar í bílnum voru brotnar. Enginn vígahópur hefur tekið ábyrgð á árásinni á föstudag en Ísrael kennir Hamas samtökunum fyrir allar árásir frá Gaza.Klippa: Árás á Gaza Ísrael Palestína Tengdar fréttir Netanyahu heitir því að innlima Vesturbakkann Benjamin Netanyahu, Ísraelsforseti var rétt í þessu dreginn af sviði og færður í sprengjubyrgi þar sem eldflaugum var skotið í átt að Ashdod, þar sem hann var staddur, frá Gaza. 10. september 2019 18:34 Fordæma fyrirætlanir Netanjahú um að innlima hluta Vesturbakkans Arabaþjóðirnar hafa fordæmt nýja áætlun Benjamíns Netanjahús forsætisráðherra Ísraels sem lofar því nú að innlima hluta Vesturbakkans inn í Ísrael. 11. september 2019 07:06 Landtökubyggðir Ísraela stækkuðu eftir að Trump varð forseti Um 60% fleiri bygginarleyfi voru gefin út fyrir landtökumenn gyðinga í Austur-Jerúsalem fyrstu tvö ár forsetatíðar Trump en árin tvö á undan. 12. september 2019 12:14 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Sjá meira
Ísraelskar herflugvélar hófu árás á svæði þar sem hópar herskárra Palestínumanna héldu til á Gaza snemma á sunnudagsmorgunn. Aðeins fáar klukkustundir voru liðnar frá því að palestínskir vígamenn höfðu skotið tíu eldflaugum í átt að suður Ísrael sem markaði enda á mánaðarlangri hernaðarlægð við landamærin. Frá þessu er greint á vef fréttastofu AP. Í yfirlýsingu frá ísraelska hernum sagði að herflugvéla hans hafi hafið árás á hryðjuverkaógnir í Gaza. Palestínskir fjölmiðlar greindu frá því að árásunum hafi sérstaklega verið beint að þjálfunarbúðum og útvarðarstöðvum Hamas, sem eru íslömsk vígasamtök sem stjórna Gaza, og fleiri samtaka. Heilbrigðisyfirvöld á Gaza segja að þrír palestínskir menn hafi særst í árásunum eftir að hafa verið hæfðir af sprengjubrotum í einni árásanna. Þeir hafi verið nokkuð illa særðir. Aðilar sem urðu vitni að árásinni við Nasser sjúkrahúsið í borginni Khan Younis segja að mennirnir þrír hafi setið í aldingarði fyrir neðan eina útvarðarstöðina sem ráðist var á. Seint á föstudag höfðu palestínskir vígamenn skotið tíu eldflaugum yfir landamærin á örstuttum tíma. Þær lentu á húsi sem skemmdist en ekki hefur verið greint frá mannfalli. Ísraelska lögreglan sagði að sprengjubrot hafi skemmt húsið sem var staðsett í bænum Sderot í suðurhluta Ísrael. Myndband sem var tekið upp eftir árásina á föstudag sést bíll sem lagt var nærri húsinu sem hefur orðið fyrir höggi en allar rúðurnar í bílnum voru brotnar. Enginn vígahópur hefur tekið ábyrgð á árásinni á föstudag en Ísrael kennir Hamas samtökunum fyrir allar árásir frá Gaza.Klippa: Árás á Gaza
Ísrael Palestína Tengdar fréttir Netanyahu heitir því að innlima Vesturbakkann Benjamin Netanyahu, Ísraelsforseti var rétt í þessu dreginn af sviði og færður í sprengjubyrgi þar sem eldflaugum var skotið í átt að Ashdod, þar sem hann var staddur, frá Gaza. 10. september 2019 18:34 Fordæma fyrirætlanir Netanjahú um að innlima hluta Vesturbakkans Arabaþjóðirnar hafa fordæmt nýja áætlun Benjamíns Netanjahús forsætisráðherra Ísraels sem lofar því nú að innlima hluta Vesturbakkans inn í Ísrael. 11. september 2019 07:06 Landtökubyggðir Ísraela stækkuðu eftir að Trump varð forseti Um 60% fleiri bygginarleyfi voru gefin út fyrir landtökumenn gyðinga í Austur-Jerúsalem fyrstu tvö ár forsetatíðar Trump en árin tvö á undan. 12. september 2019 12:14 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Sjá meira
Netanyahu heitir því að innlima Vesturbakkann Benjamin Netanyahu, Ísraelsforseti var rétt í þessu dreginn af sviði og færður í sprengjubyrgi þar sem eldflaugum var skotið í átt að Ashdod, þar sem hann var staddur, frá Gaza. 10. september 2019 18:34
Fordæma fyrirætlanir Netanjahú um að innlima hluta Vesturbakkans Arabaþjóðirnar hafa fordæmt nýja áætlun Benjamíns Netanjahús forsætisráðherra Ísraels sem lofar því nú að innlima hluta Vesturbakkans inn í Ísrael. 11. september 2019 07:06
Landtökubyggðir Ísraela stækkuðu eftir að Trump varð forseti Um 60% fleiri bygginarleyfi voru gefin út fyrir landtökumenn gyðinga í Austur-Jerúsalem fyrstu tvö ár forsetatíðar Trump en árin tvö á undan. 12. september 2019 12:14