Erlent

For­dæma fyrir­ætlanir Netanja­hú um að inn­lima hluta Vestur­bakkans

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, lofar því að innlima hluta Vesturbakkans sigri hann í þingkosningum sem fram undan eru í landinu.
Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, lofar því að innlima hluta Vesturbakkans sigri hann í þingkosningum sem fram undan eru í landinu. Getty/Nordicphotos

Arabaþjóðirnar hafa fordæmt nýja áætlun Benjamíns Netanjahús forsætisráðherra Ísraels sem lofar því nú að innlima hluta Vesturbakkans inn í Ísrael.

Netanjahú greindi frá þessum fyrirætlunum sínum í gær en kosningar eru fram undan í Ísrael og á meðal loforða hans er að hluti Jórdaníu dals og norðurhluti Dauðahafsins verði skilgreindir sem landsvæði í Ísrael.

Ísraelar hafa hertekið Vesturbakkan síðan 1967 en hafa hingað til ekki gengið svo langt að innlima landsvæðið.

Stjórnvöld í Jórdaníu, Tyrklandi og Sádi-Arabíu hafa þegar fordæmt loforðið og palestínskur erindreki talar um stríðsglæp sem myndi gera allar vonir um frið á svæðinu að engu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.