Landtökubyggðir Ísraela stækkuðu eftir að Trump varð forseti Kjartan Kjartansson skrifar 12. september 2019 12:14 SIlwan-hverfið í Austur-Jerúsalem þar sem möguleikar Palestínumanna til að byggja eru takmarkaðir. AP/Mahmoud Illean Merkjanleg aukning varð í framkvæmdum við landtökubyggðir gyðinga í Austur-Jerúsalem eftir að Donald Trump varð Bandaríkjaforseti árið 2017. Samkvæmt úttekt AP-fréttastofunnar sýnir einnig áratugalanga mismunun á milli gyðinga og Palestínumanna þegar byggingarleyfi eru gefin út á svæðinu sem Ísraelar hafa hersetið frá 1967. Opinber gögn sýna að þrátt fyrir að Palestínumenn séu um 60% íbúa í Austur-Jerúsalem hafi þeir aðeins fengið um 30% byggingarleyfa sem hafa verið gefin út frá árinu 1991. Þetta þýði að Palestínumenn hafist frekar við í yfirfullum hverfum með litla þjónustu. Um helmingur búi jafnframt við þá hættu að hús þeirra verði rifin. Trump Bandaríkjaforseti viðurkenndi Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels árið 2017 þrátt fyrir að Palestínumenn geri tilkall til austurhluta hennar sem höfuðborg sjálfstæðs ríkis sem þeir vilja stofna. Palestínumenn segja að sú ákvörðun Trump hafi gefið Ísraelum fríspil til að herða tök sín á hersetnu landi þeirra. Þannig sýna gögnin að fyrstu tvö ár forsetatíðar Trump gáfu ísraelsk yfirvöld út leyfi fyrir 1.861 íbúðareiningu í landtökubyggðum í Austur-Jerúsalem og var það um 60% aukning frá árunum tveimur á undan. Leyfin sem voru gefin út árið 2017 voru nánast jafnmörg og árin tvö á undan samanlagt og höfðu fleiri leyfi ekki verið gefin út frá árinu 2000. Um 215.000 gyðingar búa nú í hverfum í Austur-Jerúsalem sem hafa verið reist á undanförnum árum á meðan meirihluti þeirra 340.000 Palestínumanna sem þar búa í yfirfullum hverfum þar sem lítil byggingarpláss er til staðar. Frá 1991 hafa borgaryfirvöld gefið út 21.834 leyfi til að reyna landtökubyggðir í Austur-Jerúsalem en aðeins 9.536 fyrir Palestínumenn. Ísrael Palestína Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Fleiri fréttir Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Sjá meira
Merkjanleg aukning varð í framkvæmdum við landtökubyggðir gyðinga í Austur-Jerúsalem eftir að Donald Trump varð Bandaríkjaforseti árið 2017. Samkvæmt úttekt AP-fréttastofunnar sýnir einnig áratugalanga mismunun á milli gyðinga og Palestínumanna þegar byggingarleyfi eru gefin út á svæðinu sem Ísraelar hafa hersetið frá 1967. Opinber gögn sýna að þrátt fyrir að Palestínumenn séu um 60% íbúa í Austur-Jerúsalem hafi þeir aðeins fengið um 30% byggingarleyfa sem hafa verið gefin út frá árinu 1991. Þetta þýði að Palestínumenn hafist frekar við í yfirfullum hverfum með litla þjónustu. Um helmingur búi jafnframt við þá hættu að hús þeirra verði rifin. Trump Bandaríkjaforseti viðurkenndi Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels árið 2017 þrátt fyrir að Palestínumenn geri tilkall til austurhluta hennar sem höfuðborg sjálfstæðs ríkis sem þeir vilja stofna. Palestínumenn segja að sú ákvörðun Trump hafi gefið Ísraelum fríspil til að herða tök sín á hersetnu landi þeirra. Þannig sýna gögnin að fyrstu tvö ár forsetatíðar Trump gáfu ísraelsk yfirvöld út leyfi fyrir 1.861 íbúðareiningu í landtökubyggðum í Austur-Jerúsalem og var það um 60% aukning frá árunum tveimur á undan. Leyfin sem voru gefin út árið 2017 voru nánast jafnmörg og árin tvö á undan samanlagt og höfðu fleiri leyfi ekki verið gefin út frá árinu 2000. Um 215.000 gyðingar búa nú í hverfum í Austur-Jerúsalem sem hafa verið reist á undanförnum árum á meðan meirihluti þeirra 340.000 Palestínumanna sem þar búa í yfirfullum hverfum þar sem lítil byggingarpláss er til staðar. Frá 1991 hafa borgaryfirvöld gefið út 21.834 leyfi til að reyna landtökubyggðir í Austur-Jerúsalem en aðeins 9.536 fyrir Palestínumenn.
Ísrael Palestína Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Fleiri fréttir Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Sjá meira