Bojana Becis hefur óskað eftir því að stíga til hliðar sem þjálfari KR í Pepsi Max-deild kvenna en illa hefur gengið hjá liðinu í sumar.
Liðið er á botni Pepsi Max-deildarinnar með fjögur stig eftir sjötta tapið í átta leikjum á Selfossi í gær er liðið tapaði 1-0.
KR er þó komið í bikarúrslit eftir 1-0 sigur á Tindastól í átta liða úrslitunum en mótherjinn í undanúrslitunum verður Þór/KA.
Bojana óskaði eftir því að hætta með liðið og „er þessi ákvörðun tekin af yfirvegun og í mesta bróðerni“ segir í tilkynningu frá KR.
Ragna Lóa Stefánsdóttir, fyrrum landsliðskona og aðstoðarþjálfari Bojönu, mun taka við liðinu þangað til annað verður ákveðið.
Bojana hætt með KR og Ragna Lóa tekur við
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið


Sveindísi var enginn greiði gerður
Fótbolti







Einkunnir Íslands: Fátt að frétta
Fótbolti

Landsliðskonurnar neita að æfa
Fótbolti