Samanburður á gamla metinu hans Eiðs Smára og nýja metinu hans Gylfa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. febrúar 2019 13:00 Gylfi Þór Sigurðsson og Eiður Smári Guðjohnsen. Samsett/Getty Gylfi Þór Sigurðsson setti í gærkvöldi Eið Smára Guðjohnsen niður í annað sætið á listanum yfir markahæstu Íslendingana í sögu ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. Eiður Smári og Gylfi voru búnir að vera jafnir í efsta sæti listans síðan að Gylfi skoraði sitt 55. mark í leik á móti Southampton 19. janúar síðstliðinn. Gylfi hafði verið markalaus í fjórum síðustu leikjum sínum og deildu þeir félagar því efsta sætinu í alls 38 daga eða þangað til í gærkvöldi þegar Gylfi skoraði tvívegis í 3-0 sigri Everton á Cardiff City.Most Premier League goals scored by Icelandic players: Gylfi Sigurðsson (57) Eiður Guðjohnsen (55) The only two with more than 50. pic.twitter.com/L4cfNOSSue — Squawka Football (@Squawka) February 26, 2019Eiður Smári Guðjohnsen tók metið af þeim Guðna Bergssyni og Heiðari Helgusyni þegar hann skoraði sitt sjöunda deildarmark á sínu fyrsta tímabili með Chelsea 2000-01. Markið sem sló met Guðna og Heiðars (Heiðar hafði jafnað met Guðna tímabilið á undan) kom í leik á móti West Ham á Upton Park 7. mars 2001. Eiður hafði jafnaði metið í leik á móti Ipswich á öðrum degi jóla. Markið á Upton Park skoraði Eiður Smári með góðu vinstri fótar skoti rétt utan vítateigs en hann kom Chelsea þarna í 1-0 í fyrsta útisigri liðsins í tæpt ár. Eiður Smári átti markametið einn í alls 6527 daga eða 17 ár, 10 mánuði og 12 daga. Þegar er líka tekinn með tíminn þar sem Eiður deildi markametinu með öðrum þá átti hann íslenska markametið í ensku úrvalsdeildinni í 6636 daga eða í 18 ár og 2 mánuði. Það er líklegt að Gylfi eigi metið í langan tíma líka. Hann hefur 52 marka forskot á næsta virka mann sem er Jóhann Berg Guðmundsson auk þess sem Gylfi á örugglega eftir að bæta enn frekar við metið sitt á næstu misserum.Eiður Smári Guðjohnsen fagnar markinu sem kom honum einum í efsta sætið í mars 2001.Vísir/GettyGylfi skoraði sitt 55. mark í sínum 232. leik í ensku úrvalsdeildinni en 55. og síðasta mark Eiðs Smára kom í hans 190. leik í deildinni. Eiður Smári náði ekki að skora í síðasta 21 leik sínum í ensku úrvalsdeildinni en síðasta markið skoraði hann fyrir Tottenham í 2-1 sigri á Stoke City 20. mars 2010. Fyrsta mark Eiðs Smára í ensku úrvalsdeildinni kom í 3-0 sigri á Liverpool á Stamford Bridge 1. október 2000 en Eiður innsiglaði þá sigurinn. Það var hans þriðji leikur í ensku úrvalsdeildinni en sá fyrsti í byrjunarliði. Fyrsta mark Gylfa í ensku úrvalsdeildinni kom í 2-1 útisigri á West Bromwich Albion 4. febrúar 2012. Það var hans fjórði leikur í ensku úrvalsdeildinni. Hér fyrir neðan má sjá frekari samanburð á gamla metinu hans Eiðs Smára Guðjohsen og nýja metinu hans Gylfa Þórs Sigurðssonar.Eigandur markamets Íslendinga í ensku úrvalsdeildinni í gegnum tíðina: Gylfi Þór Sigurðsson (19. janúar 2019- í gildi) Eiður Smári Guðjohnsen (26. desmber 2000 - 26. febrúar 2019) Heiðar Helguson (14. maí 2000 -7. mars 2001) Guðni Bergsson (22. ágúst 1995 -7. mars 2001) Þorvaldur Örlygsson (16. janúar 1993-23. desember 1995)Gylfi Þór Sigurðsson hefur skorað mörg glæsileg mörk í ensku úrvalsdeildinni.Vísir/GettyMarkamet Gylfa Þórs Sigurðssonar 57 mörk í 237 leikjum á 8 tímabilum Hefur skorað fyrir 3 félög (Swansea 34, Everton 15 og Tottenham 8) Hefur skorað deildarmark á móti 25 félögum Tvö tíu marka tímabil (15/16 og 18/19) Mest 11 mörk á einu tímabili (15/16 og 18/19) Hefur skorað 17 mörk á móti „stóru 6“ - Hefur átt metið í 39 daga þar af einn í 1 dagGylfi hefur skorað flest mörk á móti þessum liðum: Southampton 5 mörk (12 leikir) Chelsea 4 (14) Manchester United 4 (11) Fulham 4 (4) Everton 3 (10) Tottenham 3 (10) Sunderland 3 (10) Crystal Palce 3 (9) Norwich 3 (6) Cardiff 3 (3)Árangur Gylfa á móti stóru liðunum sex Manchester United 4 mörk í 11 leikjum Chelsea 4 mörk í 14 leikjum Tottenham 3 mörk í 10 leikjum Liverpool 2 mörk í 12 leikjum Arsenal 2 mörk í 11 leikjum Manchester City 2 mörk í 12 leikjum Samtals: 17 mörk í 70 leikjumEiður Smári Guðjohnsen fagnar marki með Chelsea.Vísir/GettyMarkamet Eiðs Smára Guðjohnsen55 mörk í 211 leikjum á 8 tímabilum Skoraði fyrir 2 félög (Chelsea 54 og Tottenham 1) Skoraði deildarmark á móti 24 félögum Átti 4 tíu marka tímabil (00/01, 01/02, 02/03 og 04/05) Mest 14 mörk á einu tímabili (01/02) Skoraði 10 mörk á móti „stóru 6“ - Átti metið í 6636 daga þar af einn í 6527 dagaEiður Smári skoraði flest mörk á móti þessum liðum:Newcastle 5 mörk (10 leikir) Manchester United 4 (12) Charlton 4 (11) Bolton 3 (10) Blackburn 3 (9) Birmingham 3 (9) Fulham 3 (8) Southampton 3 (7) West Ham 3 (7)Árangur Eiðs Smára á móti stóru liðunum sexManchester United 4 mörk í 12 leikjum Liverpool 2 mörk í 12 leikjum Arsenal 2 mörk í 9 leikjum Manchester City 1 mark í 9 leikjum Tottenham 1 mark í 8 leikjum Chelsea 0 mörk í 2 leikjum Samtals: 10 mörk í 52 leikjumGylfi Þór Sigurðsson fagnar einu marka sinna.Vísir/GettyMörk Íslendinga í ensku úrvalsdeildinni í gegnum tíðina: 1. Gylfi Þór Sigurdsson 57 2. Eiður Smári Guðjohnsen 55 3. Heiðar Helguson 28 4. Hermann Hreiðarsson 14 5. Guðni Bergsson 8 6. Jóhann Berg Guðmundsson 5 7. Ívar Ingimarsson 4 7. Grétar Rafn Steinsson 4 9. Brynjar Björn Gunnarsson 3 9. Arnar Gunnlaugsson 3 11. Jóhannes Karl Gudjonsson 2 11. Aron Einar Gunnarsson 2 13. Þórður Guðjónsson 1 13. Þorvaldur Örlygsson 1Vísir/GettyGylfi fagnar sínu fyrsta marki í ensku úrvalsdeildinni.Vísir/GettyEiður Smári Guðjohnsen skorar hér á móti Manchester United.Vísir/GettyGylfi Þór Sigurðsson skorar mark beint úr aukapsyrnu á Old Trafford.Vísir/Getty Enski boltinn Tengdar fréttir „Sigurdsson fer til stuðningsmanna Everton sem elska hann“ Gylfi var elskaður af stuðningsmönnum Everton í kvöld. 26. febrúar 2019 22:16 Sjáðu mörkin hans Gylfa úr Íslendingaslagnum Gylfi Þór Sigurðsson skoraði tvö af mörkum Everton sem hafði betur í Íslendingaslag gegn Cardiff í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöld. 27. febrúar 2019 08:00 Sögulegt mark Gylfa í Wales Sögulegt mark í Wales í kvöld. 26. febrúar 2019 20:45 Stjóri Arons talaði um verðmiðann á Gylfa eftir leik Neil Warnock segir að hans menn hafi gert byrjendarmistök í marki Gylfa Sigurðssonar í gær. 27. febrúar 2019 06:00 „Frábær afgreiðsla hjá Gylfa“ Framherji Everton hrósaði Gylfa í leikslok. 27. febrúar 2019 07:00 Gylfi aftur orðinn markahæsti „sonurinn“ í ensku úrvalsdeildinni í vetur Gylfi Þór Sigurðsson skoraði tvö mörk í Íslendingaslagnum í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi og fór því yfir tíu deildarmarka múrinn á tímabilinu. 27. febrúar 2019 09:30 Segir Gylfa hafa þaggað niður í gagnrýnendum Þeir sem hafa gagnrýnt Gylfa Sigurðsson hjá Everton sögðu ekki mikið í kvöld. 26. febrúar 2019 23:03 Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson setti í gærkvöldi Eið Smára Guðjohnsen niður í annað sætið á listanum yfir markahæstu Íslendingana í sögu ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. Eiður Smári og Gylfi voru búnir að vera jafnir í efsta sæti listans síðan að Gylfi skoraði sitt 55. mark í leik á móti Southampton 19. janúar síðstliðinn. Gylfi hafði verið markalaus í fjórum síðustu leikjum sínum og deildu þeir félagar því efsta sætinu í alls 38 daga eða þangað til í gærkvöldi þegar Gylfi skoraði tvívegis í 3-0 sigri Everton á Cardiff City.Most Premier League goals scored by Icelandic players: Gylfi Sigurðsson (57) Eiður Guðjohnsen (55) The only two with more than 50. pic.twitter.com/L4cfNOSSue — Squawka Football (@Squawka) February 26, 2019Eiður Smári Guðjohnsen tók metið af þeim Guðna Bergssyni og Heiðari Helgusyni þegar hann skoraði sitt sjöunda deildarmark á sínu fyrsta tímabili með Chelsea 2000-01. Markið sem sló met Guðna og Heiðars (Heiðar hafði jafnað met Guðna tímabilið á undan) kom í leik á móti West Ham á Upton Park 7. mars 2001. Eiður hafði jafnaði metið í leik á móti Ipswich á öðrum degi jóla. Markið á Upton Park skoraði Eiður Smári með góðu vinstri fótar skoti rétt utan vítateigs en hann kom Chelsea þarna í 1-0 í fyrsta útisigri liðsins í tæpt ár. Eiður Smári átti markametið einn í alls 6527 daga eða 17 ár, 10 mánuði og 12 daga. Þegar er líka tekinn með tíminn þar sem Eiður deildi markametinu með öðrum þá átti hann íslenska markametið í ensku úrvalsdeildinni í 6636 daga eða í 18 ár og 2 mánuði. Það er líklegt að Gylfi eigi metið í langan tíma líka. Hann hefur 52 marka forskot á næsta virka mann sem er Jóhann Berg Guðmundsson auk þess sem Gylfi á örugglega eftir að bæta enn frekar við metið sitt á næstu misserum.Eiður Smári Guðjohnsen fagnar markinu sem kom honum einum í efsta sætið í mars 2001.Vísir/GettyGylfi skoraði sitt 55. mark í sínum 232. leik í ensku úrvalsdeildinni en 55. og síðasta mark Eiðs Smára kom í hans 190. leik í deildinni. Eiður Smári náði ekki að skora í síðasta 21 leik sínum í ensku úrvalsdeildinni en síðasta markið skoraði hann fyrir Tottenham í 2-1 sigri á Stoke City 20. mars 2010. Fyrsta mark Eiðs Smára í ensku úrvalsdeildinni kom í 3-0 sigri á Liverpool á Stamford Bridge 1. október 2000 en Eiður innsiglaði þá sigurinn. Það var hans þriðji leikur í ensku úrvalsdeildinni en sá fyrsti í byrjunarliði. Fyrsta mark Gylfa í ensku úrvalsdeildinni kom í 2-1 útisigri á West Bromwich Albion 4. febrúar 2012. Það var hans fjórði leikur í ensku úrvalsdeildinni. Hér fyrir neðan má sjá frekari samanburð á gamla metinu hans Eiðs Smára Guðjohsen og nýja metinu hans Gylfa Þórs Sigurðssonar.Eigandur markamets Íslendinga í ensku úrvalsdeildinni í gegnum tíðina: Gylfi Þór Sigurðsson (19. janúar 2019- í gildi) Eiður Smári Guðjohnsen (26. desmber 2000 - 26. febrúar 2019) Heiðar Helguson (14. maí 2000 -7. mars 2001) Guðni Bergsson (22. ágúst 1995 -7. mars 2001) Þorvaldur Örlygsson (16. janúar 1993-23. desember 1995)Gylfi Þór Sigurðsson hefur skorað mörg glæsileg mörk í ensku úrvalsdeildinni.Vísir/GettyMarkamet Gylfa Þórs Sigurðssonar 57 mörk í 237 leikjum á 8 tímabilum Hefur skorað fyrir 3 félög (Swansea 34, Everton 15 og Tottenham 8) Hefur skorað deildarmark á móti 25 félögum Tvö tíu marka tímabil (15/16 og 18/19) Mest 11 mörk á einu tímabili (15/16 og 18/19) Hefur skorað 17 mörk á móti „stóru 6“ - Hefur átt metið í 39 daga þar af einn í 1 dagGylfi hefur skorað flest mörk á móti þessum liðum: Southampton 5 mörk (12 leikir) Chelsea 4 (14) Manchester United 4 (11) Fulham 4 (4) Everton 3 (10) Tottenham 3 (10) Sunderland 3 (10) Crystal Palce 3 (9) Norwich 3 (6) Cardiff 3 (3)Árangur Gylfa á móti stóru liðunum sex Manchester United 4 mörk í 11 leikjum Chelsea 4 mörk í 14 leikjum Tottenham 3 mörk í 10 leikjum Liverpool 2 mörk í 12 leikjum Arsenal 2 mörk í 11 leikjum Manchester City 2 mörk í 12 leikjum Samtals: 17 mörk í 70 leikjumEiður Smári Guðjohnsen fagnar marki með Chelsea.Vísir/GettyMarkamet Eiðs Smára Guðjohnsen55 mörk í 211 leikjum á 8 tímabilum Skoraði fyrir 2 félög (Chelsea 54 og Tottenham 1) Skoraði deildarmark á móti 24 félögum Átti 4 tíu marka tímabil (00/01, 01/02, 02/03 og 04/05) Mest 14 mörk á einu tímabili (01/02) Skoraði 10 mörk á móti „stóru 6“ - Átti metið í 6636 daga þar af einn í 6527 dagaEiður Smári skoraði flest mörk á móti þessum liðum:Newcastle 5 mörk (10 leikir) Manchester United 4 (12) Charlton 4 (11) Bolton 3 (10) Blackburn 3 (9) Birmingham 3 (9) Fulham 3 (8) Southampton 3 (7) West Ham 3 (7)Árangur Eiðs Smára á móti stóru liðunum sexManchester United 4 mörk í 12 leikjum Liverpool 2 mörk í 12 leikjum Arsenal 2 mörk í 9 leikjum Manchester City 1 mark í 9 leikjum Tottenham 1 mark í 8 leikjum Chelsea 0 mörk í 2 leikjum Samtals: 10 mörk í 52 leikjumGylfi Þór Sigurðsson fagnar einu marka sinna.Vísir/GettyMörk Íslendinga í ensku úrvalsdeildinni í gegnum tíðina: 1. Gylfi Þór Sigurdsson 57 2. Eiður Smári Guðjohnsen 55 3. Heiðar Helguson 28 4. Hermann Hreiðarsson 14 5. Guðni Bergsson 8 6. Jóhann Berg Guðmundsson 5 7. Ívar Ingimarsson 4 7. Grétar Rafn Steinsson 4 9. Brynjar Björn Gunnarsson 3 9. Arnar Gunnlaugsson 3 11. Jóhannes Karl Gudjonsson 2 11. Aron Einar Gunnarsson 2 13. Þórður Guðjónsson 1 13. Þorvaldur Örlygsson 1Vísir/GettyGylfi fagnar sínu fyrsta marki í ensku úrvalsdeildinni.Vísir/GettyEiður Smári Guðjohnsen skorar hér á móti Manchester United.Vísir/GettyGylfi Þór Sigurðsson skorar mark beint úr aukapsyrnu á Old Trafford.Vísir/Getty
Enski boltinn Tengdar fréttir „Sigurdsson fer til stuðningsmanna Everton sem elska hann“ Gylfi var elskaður af stuðningsmönnum Everton í kvöld. 26. febrúar 2019 22:16 Sjáðu mörkin hans Gylfa úr Íslendingaslagnum Gylfi Þór Sigurðsson skoraði tvö af mörkum Everton sem hafði betur í Íslendingaslag gegn Cardiff í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöld. 27. febrúar 2019 08:00 Sögulegt mark Gylfa í Wales Sögulegt mark í Wales í kvöld. 26. febrúar 2019 20:45 Stjóri Arons talaði um verðmiðann á Gylfa eftir leik Neil Warnock segir að hans menn hafi gert byrjendarmistök í marki Gylfa Sigurðssonar í gær. 27. febrúar 2019 06:00 „Frábær afgreiðsla hjá Gylfa“ Framherji Everton hrósaði Gylfa í leikslok. 27. febrúar 2019 07:00 Gylfi aftur orðinn markahæsti „sonurinn“ í ensku úrvalsdeildinni í vetur Gylfi Þór Sigurðsson skoraði tvö mörk í Íslendingaslagnum í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi og fór því yfir tíu deildarmarka múrinn á tímabilinu. 27. febrúar 2019 09:30 Segir Gylfa hafa þaggað niður í gagnrýnendum Þeir sem hafa gagnrýnt Gylfa Sigurðsson hjá Everton sögðu ekki mikið í kvöld. 26. febrúar 2019 23:03 Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Sjá meira
„Sigurdsson fer til stuðningsmanna Everton sem elska hann“ Gylfi var elskaður af stuðningsmönnum Everton í kvöld. 26. febrúar 2019 22:16
Sjáðu mörkin hans Gylfa úr Íslendingaslagnum Gylfi Þór Sigurðsson skoraði tvö af mörkum Everton sem hafði betur í Íslendingaslag gegn Cardiff í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöld. 27. febrúar 2019 08:00
Stjóri Arons talaði um verðmiðann á Gylfa eftir leik Neil Warnock segir að hans menn hafi gert byrjendarmistök í marki Gylfa Sigurðssonar í gær. 27. febrúar 2019 06:00
Gylfi aftur orðinn markahæsti „sonurinn“ í ensku úrvalsdeildinni í vetur Gylfi Þór Sigurðsson skoraði tvö mörk í Íslendingaslagnum í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi og fór því yfir tíu deildarmarka múrinn á tímabilinu. 27. febrúar 2019 09:30
Segir Gylfa hafa þaggað niður í gagnrýnendum Þeir sem hafa gagnrýnt Gylfa Sigurðsson hjá Everton sögðu ekki mikið í kvöld. 26. febrúar 2019 23:03