Fundir May í Brussel sagðir innihaldslausir Kjartan Kjartansson skrifar 27. febrúar 2019 12:26 May hefur farið margoft til fundar við evrópska ráðamenn eins og Juncker. Yfirlýst markmið þeirra funda hefur verið að semja um breytingar á útgöngusamningi sem þingið hafnaði í janúar. Vísir/EPA Ekkert nýtt virðist hafa verið rætt á ítrekuðum fundum Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, með evrópskum ráðamönnum eftir að útgöngusamningi hennar var hafnað í janúar. May hefur verið sökuð um að tefja tímann til að neyða uppreisnarmenn í eigin flokki til að greiða atkvæði með útgöngusamningnum þegar til kastanna kemur. Bretar ætla sér að ganga úr Evrópusambandinu 29. mars. Afgerandi meirihluti breska þingsins hafnaði útgöngusamningi sem May gerði við sambandið í janúar. Síðan þá hefur hún ítrekað farið til Brussel til að ræða við fulltrúa þess um mögulegar breytingar á samningnum sem gætu komið honum í gegnum þingið.New York Times segir hins vegar að ekkert nýtt hafi komið fram á þessum fundum. Í trúnaðarskjali um fund May með evrópskum embættismönnum 7. febrúar sem blaðið fékk frá evrópskum embættismanni segir bókstaflega að „ekkert“ hafi komið fram þar. Samkvæmt minnisblaðinu þar sem efni fundanna er dregið saman bað May enn og aftur um tímamörk á svonefndri baktryggingu um landamæri á Írlandi þegar hún ræddi við Jean-Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar ESB. Í baktryggingunni felst að Norður-Írland verði áfram í tollabandalagi ESB eftir útgönguna á meðan samið verður um varanlega lausn til að hægt sé að komast hjá því að setja upp hefðbundin landamæri að Írlandi sem verður áfram í ESB. Fulltrúa ESB hafa margoft sagt að ekki komi til greina að setja tímamörk á baktrygginguna. Baktryggingin er sá hluti útgöngusamningsins sem harðlínumenn í Íhaldsflokki May eru ósáttastir við. May er í minnisblaðinu sögð hafa lagt til hægt væri að fara aðra leið en New York Times segir ekki hægt að ráða af því að hún hafi lagt neitt fram um hver sú lausn ætti að vera. „May útskýrði ekki hvað hún meinti með öðrum valkosti við baktrygginguna. Alls ekki,“ segir í skjalinu.Bara til að vinna tíma Niðurstaða evrópskra embættismanna í minnisblaðinu er sú að umræður um næstu skref þurfi að eiga sér stað á Bretlandi, ekki í Brussel. Donald Tusk, forseti Evrópuráðsins, lagði til við May á fundi sama dag að May byggði fyrst upp stuðning við tiltekna lausn heima fyrir áður en hún bæri hana fyrir evrópska ráðamenn. „May brást varla við,“ sagði í minnisblaðinu um fund þeirra. Gagnrýnendur May á Bretlandi hafa lengi sakað hana um að draga lappirnar í Brexit-ferlinu. Markmið hennar sé í raun að tefja tímann fram að útgöngunni. Ætlun hennar sé þá að stilla stuðningsmönnum útgöngunnar upp við vegg. Annað hvort greiði þeir atkvæði með útgöngusamningi hennar eða láti Bretland ganga úr ESB án samnings. Varað hefur verið við því að slíkt gæti haft efnahagslegar hamfarir í för með sér fyrir Breta. Þetta virðist einnig hafa verið ályktun evrópskra embættismanna. Í minnisblaðinu um fundi hennar í Brussel sagði: „Heimsóknin var bara til að vinna tíma vegna þess að innihaldslega var þetta ekki neitt“. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Verkamannaflokkurinn mun styðja aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, hyggst tilkynna þingmönnum flokksins í kvöld að flokkurinn muni styðja að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um Brexit fari fram. 25. febrúar 2019 19:49 May býður atkvæðagreiðslu um frestun Brexit Breska þingið greiðir atkvæði um útgöngusamning fyrir 12. mars. Verði hann felldur verða þingmenn fyrst spurðir hvort þeir vilji ganga út án samnings eða fresta útgöngunni. 26. febrúar 2019 13:49 Merkel og May ræddu um að fresta Brexit Forsætisráðherra Bretland og kanslari Þýskalands hittust á leiðtogafundi ESB og Arababandalagsins í Egyptalandi. 25. febrúar 2019 10:09 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi Sjá meira
Ekkert nýtt virðist hafa verið rætt á ítrekuðum fundum Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, með evrópskum ráðamönnum eftir að útgöngusamningi hennar var hafnað í janúar. May hefur verið sökuð um að tefja tímann til að neyða uppreisnarmenn í eigin flokki til að greiða atkvæði með útgöngusamningnum þegar til kastanna kemur. Bretar ætla sér að ganga úr Evrópusambandinu 29. mars. Afgerandi meirihluti breska þingsins hafnaði útgöngusamningi sem May gerði við sambandið í janúar. Síðan þá hefur hún ítrekað farið til Brussel til að ræða við fulltrúa þess um mögulegar breytingar á samningnum sem gætu komið honum í gegnum þingið.New York Times segir hins vegar að ekkert nýtt hafi komið fram á þessum fundum. Í trúnaðarskjali um fund May með evrópskum embættismönnum 7. febrúar sem blaðið fékk frá evrópskum embættismanni segir bókstaflega að „ekkert“ hafi komið fram þar. Samkvæmt minnisblaðinu þar sem efni fundanna er dregið saman bað May enn og aftur um tímamörk á svonefndri baktryggingu um landamæri á Írlandi þegar hún ræddi við Jean-Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar ESB. Í baktryggingunni felst að Norður-Írland verði áfram í tollabandalagi ESB eftir útgönguna á meðan samið verður um varanlega lausn til að hægt sé að komast hjá því að setja upp hefðbundin landamæri að Írlandi sem verður áfram í ESB. Fulltrúa ESB hafa margoft sagt að ekki komi til greina að setja tímamörk á baktrygginguna. Baktryggingin er sá hluti útgöngusamningsins sem harðlínumenn í Íhaldsflokki May eru ósáttastir við. May er í minnisblaðinu sögð hafa lagt til hægt væri að fara aðra leið en New York Times segir ekki hægt að ráða af því að hún hafi lagt neitt fram um hver sú lausn ætti að vera. „May útskýrði ekki hvað hún meinti með öðrum valkosti við baktrygginguna. Alls ekki,“ segir í skjalinu.Bara til að vinna tíma Niðurstaða evrópskra embættismanna í minnisblaðinu er sú að umræður um næstu skref þurfi að eiga sér stað á Bretlandi, ekki í Brussel. Donald Tusk, forseti Evrópuráðsins, lagði til við May á fundi sama dag að May byggði fyrst upp stuðning við tiltekna lausn heima fyrir áður en hún bæri hana fyrir evrópska ráðamenn. „May brást varla við,“ sagði í minnisblaðinu um fund þeirra. Gagnrýnendur May á Bretlandi hafa lengi sakað hana um að draga lappirnar í Brexit-ferlinu. Markmið hennar sé í raun að tefja tímann fram að útgöngunni. Ætlun hennar sé þá að stilla stuðningsmönnum útgöngunnar upp við vegg. Annað hvort greiði þeir atkvæði með útgöngusamningi hennar eða láti Bretland ganga úr ESB án samnings. Varað hefur verið við því að slíkt gæti haft efnahagslegar hamfarir í för með sér fyrir Breta. Þetta virðist einnig hafa verið ályktun evrópskra embættismanna. Í minnisblaðinu um fundi hennar í Brussel sagði: „Heimsóknin var bara til að vinna tíma vegna þess að innihaldslega var þetta ekki neitt“.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Verkamannaflokkurinn mun styðja aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, hyggst tilkynna þingmönnum flokksins í kvöld að flokkurinn muni styðja að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um Brexit fari fram. 25. febrúar 2019 19:49 May býður atkvæðagreiðslu um frestun Brexit Breska þingið greiðir atkvæði um útgöngusamning fyrir 12. mars. Verði hann felldur verða þingmenn fyrst spurðir hvort þeir vilji ganga út án samnings eða fresta útgöngunni. 26. febrúar 2019 13:49 Merkel og May ræddu um að fresta Brexit Forsætisráðherra Bretland og kanslari Þýskalands hittust á leiðtogafundi ESB og Arababandalagsins í Egyptalandi. 25. febrúar 2019 10:09 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi Sjá meira
Verkamannaflokkurinn mun styðja aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, hyggst tilkynna þingmönnum flokksins í kvöld að flokkurinn muni styðja að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um Brexit fari fram. 25. febrúar 2019 19:49
May býður atkvæðagreiðslu um frestun Brexit Breska þingið greiðir atkvæði um útgöngusamning fyrir 12. mars. Verði hann felldur verða þingmenn fyrst spurðir hvort þeir vilji ganga út án samnings eða fresta útgöngunni. 26. febrúar 2019 13:49
Merkel og May ræddu um að fresta Brexit Forsætisráðherra Bretland og kanslari Þýskalands hittust á leiðtogafundi ESB og Arababandalagsins í Egyptalandi. 25. febrúar 2019 10:09