Fréttamynd ársins af grátandi stúlku á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. apríl 2019 10:45 Fréttaljósmynd ársins 2018. vísir/getty Fréttaljósmynd ársins 2018 er af Yanelu Sanchez, lítilli stúlku, sem sést grátandi þar sem hún og mamma hennar, Sandra Sanchez, eru teknar höndum á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Þær eru frá Hondúras en myndina tók ljósmyndarinn John Moore í júní í fyrra. Á vef World Press Photo segir frá tilurð myndarinnar. Mæðgurnar höfðu ferðast í mánuð í gegnum Mið-Ameríku og Mexíkó áður en þær komust til Bandaríkjanna þar sem þær ætluðu að sækja um hæli.Sjá einnig: Sagan á bak við ljósmyndina af lítilli stúlki við landamærin Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hafði nokkru áður innleitt það sem kallað var „zero tolerance“-stefna í innflytjendamálum. Í henni fólst að sækja átti þá til saka sem komu ólöglega til Bandaríkjanna og var stefnunni framfylgt á þann hátt að foreldrar og börn voru aðskilin á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Foreldrarnir voru handteknir og settir í varðhald á einum stað og börnunum komið fyrir á öðrum, oft við ómannúðlegar aðstæður eins og fjölmiðlar fjölluðu um. Þær Yanela og Sandra voru ekki aðskildar á landamærunum en mynd Moore vakti engu að síður gríðarlega athygli. Stefna Trump var harðlega gagnrýnd víða um heim sem og heima fyrir en um viku eftir að mynd Moore birtist breytti forsetinn stefnu yfirvalda í innflytjendamálum. Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Hondúras Tengdar fréttir Trump-stjórnin skildi þúsundir barna frá foreldrum sínum til viðbótar Aðskilnaður fjölskyldna á landamærunum að Mexíkó hófst fyrr og náði til mun fleiri barna en áður hefur komið fram, að sögn innri endurskoðanda bandaríska heilbrigðisráðuneytisins. 17. janúar 2019 16:08 Trump sagður hafa viljað skilja að fjölskyldur aftur Fráfarandi heimavarnaráðherra Bandaríkjanna kallaði yfir sig reiði forsetans þegar hún benti honum á að aðgerðirnar sem hann krafðist væru ólöglegar. 8. apríl 2019 15:48 Setja börn farandfólks í ættleiðingu án þess að láta þau vita Yfirvöld Bandaríkjanna hafa sett börn sem tekin eru af foreldrum sínum þegar þau reyna að komast með ólöglegum hætti til Bandaríkjanna í ættleiðingu án þess að láta foreldrana vita. 9. október 2018 13:11 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Sjá meira
Fréttaljósmynd ársins 2018 er af Yanelu Sanchez, lítilli stúlku, sem sést grátandi þar sem hún og mamma hennar, Sandra Sanchez, eru teknar höndum á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Þær eru frá Hondúras en myndina tók ljósmyndarinn John Moore í júní í fyrra. Á vef World Press Photo segir frá tilurð myndarinnar. Mæðgurnar höfðu ferðast í mánuð í gegnum Mið-Ameríku og Mexíkó áður en þær komust til Bandaríkjanna þar sem þær ætluðu að sækja um hæli.Sjá einnig: Sagan á bak við ljósmyndina af lítilli stúlki við landamærin Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hafði nokkru áður innleitt það sem kallað var „zero tolerance“-stefna í innflytjendamálum. Í henni fólst að sækja átti þá til saka sem komu ólöglega til Bandaríkjanna og var stefnunni framfylgt á þann hátt að foreldrar og börn voru aðskilin á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Foreldrarnir voru handteknir og settir í varðhald á einum stað og börnunum komið fyrir á öðrum, oft við ómannúðlegar aðstæður eins og fjölmiðlar fjölluðu um. Þær Yanela og Sandra voru ekki aðskildar á landamærunum en mynd Moore vakti engu að síður gríðarlega athygli. Stefna Trump var harðlega gagnrýnd víða um heim sem og heima fyrir en um viku eftir að mynd Moore birtist breytti forsetinn stefnu yfirvalda í innflytjendamálum.
Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Hondúras Tengdar fréttir Trump-stjórnin skildi þúsundir barna frá foreldrum sínum til viðbótar Aðskilnaður fjölskyldna á landamærunum að Mexíkó hófst fyrr og náði til mun fleiri barna en áður hefur komið fram, að sögn innri endurskoðanda bandaríska heilbrigðisráðuneytisins. 17. janúar 2019 16:08 Trump sagður hafa viljað skilja að fjölskyldur aftur Fráfarandi heimavarnaráðherra Bandaríkjanna kallaði yfir sig reiði forsetans þegar hún benti honum á að aðgerðirnar sem hann krafðist væru ólöglegar. 8. apríl 2019 15:48 Setja börn farandfólks í ættleiðingu án þess að láta þau vita Yfirvöld Bandaríkjanna hafa sett börn sem tekin eru af foreldrum sínum þegar þau reyna að komast með ólöglegum hætti til Bandaríkjanna í ættleiðingu án þess að láta foreldrana vita. 9. október 2018 13:11 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Sjá meira
Trump-stjórnin skildi þúsundir barna frá foreldrum sínum til viðbótar Aðskilnaður fjölskyldna á landamærunum að Mexíkó hófst fyrr og náði til mun fleiri barna en áður hefur komið fram, að sögn innri endurskoðanda bandaríska heilbrigðisráðuneytisins. 17. janúar 2019 16:08
Trump sagður hafa viljað skilja að fjölskyldur aftur Fráfarandi heimavarnaráðherra Bandaríkjanna kallaði yfir sig reiði forsetans þegar hún benti honum á að aðgerðirnar sem hann krafðist væru ólöglegar. 8. apríl 2019 15:48
Setja börn farandfólks í ættleiðingu án þess að láta þau vita Yfirvöld Bandaríkjanna hafa sett börn sem tekin eru af foreldrum sínum þegar þau reyna að komast með ólöglegum hætti til Bandaríkjanna í ættleiðingu án þess að láta foreldrana vita. 9. október 2018 13:11