Grindavík lenti ekki í miklum vandræðum með Magna, KA kláraði Fram og Leiknir og Þór gerðu jafntefli í A-deild Lengjubikars karla í knattspyrnu í dag.
Aron Jóhannsson skoraði tvö mörk og Hilmar Andrew McShane eitt er Grindavík vann 3-0 sigur á Magna í Akraneshöllinni í dag. Grindavík er því með þrjú stig eftir tvo leiki en Magni ekkert.
Leiknir og Þór gerðu jafntefli í Inkasso-slag í Egilshöllinni. Sævar Atli Magnússon kom Leikni yfir af vítapunktinum í fyrri hálfleik en Aron Kristófer Lárusson jafnaði fyrir Þór í síðari hálfleik.
Þór er með fjögur stig eftir fyrstu tvo leikina í riðli eitt en Leiknismenn voru að næla sér í sitt fyrsta stig eftir tap gegn Fjölni í fyrstu umferðinni.
KA vann svo Fram í síðasta leik dagsins, 2-1. KA náði tveggja marka forystu í fyrri hálfleik en Fram náði að minnka muninn snemma síðari hálfleiks. Nær komust þeir ekki og sigur Norðanmanna.
KA er með fullt hús stiga í þriðja riðli A-riðils en Framarar eru án stiga eftir fyrstu tvo leikina.
Úrslit og markaskorar eru fengnir frá úrslit.net.
Sigrar hjá Grindavík og KA
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið


Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool
Enski boltinn


Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR
Íslenski boltinn


„Ég get ekki beðið“
Handbolti

Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri
Enski boltinn

„Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“
Íslenski boltinn


Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir

Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó

Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
