Niðurbrotinn eftir að hafa verið sakaður um að greiða mönnum fyrir að sviðsetja árás á sig Birgir Olgeirsson skrifar 17. febrúar 2019 08:50 Jussie Smollett er sagður niðurbrotinn vegna ásakana um að hann hafi tekið þátt í að sviðsetja árás á hann. Vísir/Getty Lögmaður bandaríska leikarans Jussie Smollett segir stjörnuna vera reiða og niðurbrotna vegna fregna þess efnis að hann kannist við einstaklingana sem sakaðir eru um að ráðast á hann. Greint var frá því í lok janúar að ráðist hefði verið á Smollett, sem leikur eitt af aðalhlutverkunum í þáttaröðinni Empire, í Chicago og talið að um hatursglæp væri að ræða. Voru mennirnir sagðir hafa hellt klór yfir Smollett til að valda honum enn meiri skaða. Þegar rannsókn málsins var komin vel á veg greindu fjölmiðlar vestanhafs frá því að talið væri árásin hefði verið sett á svið og að Smollett hefði greitt tveimur mönnum fyrir að ráðast á hann. Deadline greinir frá því í dag að rannsókn lögreglunnar í Chicago beinist nú að þætti Smolletts í árásinni. Mennirnir tveir sem grunaðir eru um árásina heita Olabinjo og Abimbola Osundairo og eru bræður. Eru þeir eru sagðir hafa hrópað ókvæðisorðum að leikaranum á meðan árásinni stóð og haft uppi fordómafull ummæli sem varða kynþátt og kynhneigð leikarans. Deadline segir að í það minnsta annar þeirra hafi komið fram sem aukaleikari í þáttunum Empira og virðist þekkja Smollett. Olabinjo Osundario sést hér hægra megin við Lee Daniels, höfundi Empire, sem stendur fyrir miðju á myndinni. View this post on Instagram #Repost @theoriginalbigdaddy ・・・ Ummmm ... #prisonlife? #freelucious #empireseason2 #day1 #bigdaddylostintheyard A post shared by TEAM ABEL (@team_abel) on Jun 24, 2015 at 7:29pm PDT Hefur verið greint frá því að Smollett hafi ekki veitt lögreglu fullan aðgang að símagögnum sínum en hann er sagður hafa talað við umboðsmann sinn í símann þegar ráðist var á hann. Smollett fór í viðtal í sjónvarpsþáttinn Good Morning America í liðinni viku þar sem hann sagðist telja að árásin hefði átt sér stað vegna langvarandi gagnrýni hans á forseta Bandaríkjanna, Donald Trump. Umboðsmaður hans hefur heldur því fram að árásarmennirnir hafi hrópað slagorð Donalds Trump Bandaríkjaforseta, „MAGA“, er þeir réðust á Smollett. Lögmaður Smollett segir allar ásakanir um að leikarinn hafi tekið þátt í að sviðsetja árásina vera fjarri sannleikanum. „Og hver sá sem heldur öðru fram er að ljúga,“ segir í yfirlýsingu lögmannsins. Orðrómur hefur gengið að árásin hafi verið sviðsett því framleiðandi þáttanna, 20th Century Fox, hafði íhugað að skrifa Smollett úr þáttunum, en fyrirtækið hefur staðfastlega neitað því að nokkuð slíkt stæði til. Smollett væri einn af burðarásum þáttanna og þannig yrði það áfram. Bandaríkin Mál Jussie Smollett Tengdar fréttir Taldir hafa hellt klór yfir leikara í Empire Ráðist var á einn leikara bandarísku sjónvarpsþáttaraðarinnar Empire í gærmorgun. 30. janúar 2019 07:46 Rýfur þögnina í kjölfar árásar: „Líkami minn er sterkur en sál mín er sterkari“ Bandaríski leikarinn Jussie Smollett hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar árásar sem hann segist hafa orðið fyrir í Chicago í vikunni. 1. febrúar 2019 19:02 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Lögmaður bandaríska leikarans Jussie Smollett segir stjörnuna vera reiða og niðurbrotna vegna fregna þess efnis að hann kannist við einstaklingana sem sakaðir eru um að ráðast á hann. Greint var frá því í lok janúar að ráðist hefði verið á Smollett, sem leikur eitt af aðalhlutverkunum í þáttaröðinni Empire, í Chicago og talið að um hatursglæp væri að ræða. Voru mennirnir sagðir hafa hellt klór yfir Smollett til að valda honum enn meiri skaða. Þegar rannsókn málsins var komin vel á veg greindu fjölmiðlar vestanhafs frá því að talið væri árásin hefði verið sett á svið og að Smollett hefði greitt tveimur mönnum fyrir að ráðast á hann. Deadline greinir frá því í dag að rannsókn lögreglunnar í Chicago beinist nú að þætti Smolletts í árásinni. Mennirnir tveir sem grunaðir eru um árásina heita Olabinjo og Abimbola Osundairo og eru bræður. Eru þeir eru sagðir hafa hrópað ókvæðisorðum að leikaranum á meðan árásinni stóð og haft uppi fordómafull ummæli sem varða kynþátt og kynhneigð leikarans. Deadline segir að í það minnsta annar þeirra hafi komið fram sem aukaleikari í þáttunum Empira og virðist þekkja Smollett. Olabinjo Osundario sést hér hægra megin við Lee Daniels, höfundi Empire, sem stendur fyrir miðju á myndinni. View this post on Instagram #Repost @theoriginalbigdaddy ・・・ Ummmm ... #prisonlife? #freelucious #empireseason2 #day1 #bigdaddylostintheyard A post shared by TEAM ABEL (@team_abel) on Jun 24, 2015 at 7:29pm PDT Hefur verið greint frá því að Smollett hafi ekki veitt lögreglu fullan aðgang að símagögnum sínum en hann er sagður hafa talað við umboðsmann sinn í símann þegar ráðist var á hann. Smollett fór í viðtal í sjónvarpsþáttinn Good Morning America í liðinni viku þar sem hann sagðist telja að árásin hefði átt sér stað vegna langvarandi gagnrýni hans á forseta Bandaríkjanna, Donald Trump. Umboðsmaður hans hefur heldur því fram að árásarmennirnir hafi hrópað slagorð Donalds Trump Bandaríkjaforseta, „MAGA“, er þeir réðust á Smollett. Lögmaður Smollett segir allar ásakanir um að leikarinn hafi tekið þátt í að sviðsetja árásina vera fjarri sannleikanum. „Og hver sá sem heldur öðru fram er að ljúga,“ segir í yfirlýsingu lögmannsins. Orðrómur hefur gengið að árásin hafi verið sviðsett því framleiðandi þáttanna, 20th Century Fox, hafði íhugað að skrifa Smollett úr þáttunum, en fyrirtækið hefur staðfastlega neitað því að nokkuð slíkt stæði til. Smollett væri einn af burðarásum þáttanna og þannig yrði það áfram.
Bandaríkin Mál Jussie Smollett Tengdar fréttir Taldir hafa hellt klór yfir leikara í Empire Ráðist var á einn leikara bandarísku sjónvarpsþáttaraðarinnar Empire í gærmorgun. 30. janúar 2019 07:46 Rýfur þögnina í kjölfar árásar: „Líkami minn er sterkur en sál mín er sterkari“ Bandaríski leikarinn Jussie Smollett hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar árásar sem hann segist hafa orðið fyrir í Chicago í vikunni. 1. febrúar 2019 19:02 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Taldir hafa hellt klór yfir leikara í Empire Ráðist var á einn leikara bandarísku sjónvarpsþáttaraðarinnar Empire í gærmorgun. 30. janúar 2019 07:46
Rýfur þögnina í kjölfar árásar: „Líkami minn er sterkur en sál mín er sterkari“ Bandaríski leikarinn Jussie Smollett hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar árásar sem hann segist hafa orðið fyrir í Chicago í vikunni. 1. febrúar 2019 19:02