Spillingarmál skekur stjórnarflokkinn á Spáni Kjartan Kjartansson skrifar 27. maí 2018 19:33 Rajoy á undir högg að sækja eftir að dómar féllu í spillingarmáli Lýðflokksins í síðustu viku. Vísir/AFP Ólga ríkir nú í spænskum stjórnmálum eftir að dómar féllu í viðamiklu spillingarmáli Lýðflokksins, flokks Mariano Rajoy forsætisráðherra, í síðustu viku. Hluti stjórnarandstöðunnar hefur lagt fram vantraust á Rajoy en annar hluti hennar krefst skyndikosninga. Gürtel-málið svonefnda er stærsta spillingarmál í sögu Spánar. Lýðflokkurinn þáði mútur í skiptum fyrir verktakasamninga í útboðum frá 1999 til 2005. Luis Barcenas, fyrrverandi gjaldkeri flokksins hlaut 33 ára fangelsisdóm fyrir mútuþægni, peningaþvætti og skattalagabrot í vikunni. Hann var einnig dæmdur til að greiða 44 milljónir evra í sekt. Auk Barcenas voru 28 aðrir stjórnmála- og athafnamenn sakfelldir fyrir mútugreiðslur. Höfuðpaurinn, athafnamaðurinn Francisco Correa, var dæmdur í 51 árs fangelsi. Rajoy bar vitni í málinu síðasta sumar. Lýðflokkurinn hlaut sjálfur dóm í málinu og var sektaður um 240.000 evrur.Rajoy hafnar nýjum kosningum og vantrausti Pedro Sánchez, formaður sósíalista, sagði á föstudag að málið hefði skaðað lýðræðið á Spáni og því hafi flokkurinn lagt fram vantrausttillögu á hendur Rajoy. Vinstrisinnaði stjórnarandstöðuflokkurinn Við getum segist ætla að styðja vantrauststillöguna. Borgararnir, stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn af hægri vængnum, ætla aftur á móti ekki að styðja vantraustið. Þess í stað vill flokkurinn að Rajoy boði strax til nýrra kosninga. Albert Rivera, formaður Borgaranna, segir að spillingardómurinn yfir Lýðflokknum hafi bundið enda á þetta þing. Sósíalistar og Við getum hafa samanlagt 156 sæti á spænska þinginu en 176 atkvæði þarf til að samþykkja vantraust á ráðherra. Þingmenn Borgaranna og katalónskra sjálfstæðissinna þyrftu því að greiða atkvæði með henni til að tillagan næði fram að ganga, að sögn The Guardian. Rajoy hefur hafnað kröfum stjórnarandstöðunnar um kosningar og fullyrðir að vantraust myndi skaða efnahagsbata Spánar og stöðugleika. „Þessi tillaga er slæm fyrir Spán, slæm fyrir Spánverja, kemur með of mikla óvissu og er skaðleg öllum borgurum,“ segir Rajoy en flokkur hans ætlar að áfrýja sektinni sem hann var dæmdur til að greiða. Komi til nýrra þingkosninga á Spáni yrði það í þriðja skipti á fjórum árum sem Spánverjar veldu sér nýtt þing. Ekki tókst að mynda starfshæfan meirihluta eftir kosningarnar árið 2015 sem leiddi til þess að boðað var til nýrra kosninga árið eftir. Landslagið var lítið breytt eftir þær kosningar en Rajoy fékk á endanum umboð til að mynda minnihlutastjórn. Hann hefur verið forsætisráðherra Spánar frá árinu 2011. Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Fleiri fréttir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Sjá meira
Ólga ríkir nú í spænskum stjórnmálum eftir að dómar féllu í viðamiklu spillingarmáli Lýðflokksins, flokks Mariano Rajoy forsætisráðherra, í síðustu viku. Hluti stjórnarandstöðunnar hefur lagt fram vantraust á Rajoy en annar hluti hennar krefst skyndikosninga. Gürtel-málið svonefnda er stærsta spillingarmál í sögu Spánar. Lýðflokkurinn þáði mútur í skiptum fyrir verktakasamninga í útboðum frá 1999 til 2005. Luis Barcenas, fyrrverandi gjaldkeri flokksins hlaut 33 ára fangelsisdóm fyrir mútuþægni, peningaþvætti og skattalagabrot í vikunni. Hann var einnig dæmdur til að greiða 44 milljónir evra í sekt. Auk Barcenas voru 28 aðrir stjórnmála- og athafnamenn sakfelldir fyrir mútugreiðslur. Höfuðpaurinn, athafnamaðurinn Francisco Correa, var dæmdur í 51 árs fangelsi. Rajoy bar vitni í málinu síðasta sumar. Lýðflokkurinn hlaut sjálfur dóm í málinu og var sektaður um 240.000 evrur.Rajoy hafnar nýjum kosningum og vantrausti Pedro Sánchez, formaður sósíalista, sagði á föstudag að málið hefði skaðað lýðræðið á Spáni og því hafi flokkurinn lagt fram vantrausttillögu á hendur Rajoy. Vinstrisinnaði stjórnarandstöðuflokkurinn Við getum segist ætla að styðja vantrauststillöguna. Borgararnir, stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn af hægri vængnum, ætla aftur á móti ekki að styðja vantraustið. Þess í stað vill flokkurinn að Rajoy boði strax til nýrra kosninga. Albert Rivera, formaður Borgaranna, segir að spillingardómurinn yfir Lýðflokknum hafi bundið enda á þetta þing. Sósíalistar og Við getum hafa samanlagt 156 sæti á spænska þinginu en 176 atkvæði þarf til að samþykkja vantraust á ráðherra. Þingmenn Borgaranna og katalónskra sjálfstæðissinna þyrftu því að greiða atkvæði með henni til að tillagan næði fram að ganga, að sögn The Guardian. Rajoy hefur hafnað kröfum stjórnarandstöðunnar um kosningar og fullyrðir að vantraust myndi skaða efnahagsbata Spánar og stöðugleika. „Þessi tillaga er slæm fyrir Spán, slæm fyrir Spánverja, kemur með of mikla óvissu og er skaðleg öllum borgurum,“ segir Rajoy en flokkur hans ætlar að áfrýja sektinni sem hann var dæmdur til að greiða. Komi til nýrra þingkosninga á Spáni yrði það í þriðja skipti á fjórum árum sem Spánverjar veldu sér nýtt þing. Ekki tókst að mynda starfshæfan meirihluta eftir kosningarnar árið 2015 sem leiddi til þess að boðað var til nýrra kosninga árið eftir. Landslagið var lítið breytt eftir þær kosningar en Rajoy fékk á endanum umboð til að mynda minnihlutastjórn. Hann hefur verið forsætisráðherra Spánar frá árinu 2011.
Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Fleiri fréttir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Sjá meira