Spillingarmál skekur stjórnarflokkinn á Spáni Kjartan Kjartansson skrifar 27. maí 2018 19:33 Rajoy á undir högg að sækja eftir að dómar féllu í spillingarmáli Lýðflokksins í síðustu viku. Vísir/AFP Ólga ríkir nú í spænskum stjórnmálum eftir að dómar féllu í viðamiklu spillingarmáli Lýðflokksins, flokks Mariano Rajoy forsætisráðherra, í síðustu viku. Hluti stjórnarandstöðunnar hefur lagt fram vantraust á Rajoy en annar hluti hennar krefst skyndikosninga. Gürtel-málið svonefnda er stærsta spillingarmál í sögu Spánar. Lýðflokkurinn þáði mútur í skiptum fyrir verktakasamninga í útboðum frá 1999 til 2005. Luis Barcenas, fyrrverandi gjaldkeri flokksins hlaut 33 ára fangelsisdóm fyrir mútuþægni, peningaþvætti og skattalagabrot í vikunni. Hann var einnig dæmdur til að greiða 44 milljónir evra í sekt. Auk Barcenas voru 28 aðrir stjórnmála- og athafnamenn sakfelldir fyrir mútugreiðslur. Höfuðpaurinn, athafnamaðurinn Francisco Correa, var dæmdur í 51 árs fangelsi. Rajoy bar vitni í málinu síðasta sumar. Lýðflokkurinn hlaut sjálfur dóm í málinu og var sektaður um 240.000 evrur.Rajoy hafnar nýjum kosningum og vantrausti Pedro Sánchez, formaður sósíalista, sagði á föstudag að málið hefði skaðað lýðræðið á Spáni og því hafi flokkurinn lagt fram vantrausttillögu á hendur Rajoy. Vinstrisinnaði stjórnarandstöðuflokkurinn Við getum segist ætla að styðja vantrauststillöguna. Borgararnir, stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn af hægri vængnum, ætla aftur á móti ekki að styðja vantraustið. Þess í stað vill flokkurinn að Rajoy boði strax til nýrra kosninga. Albert Rivera, formaður Borgaranna, segir að spillingardómurinn yfir Lýðflokknum hafi bundið enda á þetta þing. Sósíalistar og Við getum hafa samanlagt 156 sæti á spænska þinginu en 176 atkvæði þarf til að samþykkja vantraust á ráðherra. Þingmenn Borgaranna og katalónskra sjálfstæðissinna þyrftu því að greiða atkvæði með henni til að tillagan næði fram að ganga, að sögn The Guardian. Rajoy hefur hafnað kröfum stjórnarandstöðunnar um kosningar og fullyrðir að vantraust myndi skaða efnahagsbata Spánar og stöðugleika. „Þessi tillaga er slæm fyrir Spán, slæm fyrir Spánverja, kemur með of mikla óvissu og er skaðleg öllum borgurum,“ segir Rajoy en flokkur hans ætlar að áfrýja sektinni sem hann var dæmdur til að greiða. Komi til nýrra þingkosninga á Spáni yrði það í þriðja skipti á fjórum árum sem Spánverjar veldu sér nýtt þing. Ekki tókst að mynda starfshæfan meirihluta eftir kosningarnar árið 2015 sem leiddi til þess að boðað var til nýrra kosninga árið eftir. Landslagið var lítið breytt eftir þær kosningar en Rajoy fékk á endanum umboð til að mynda minnihlutastjórn. Hann hefur verið forsætisráðherra Spánar frá árinu 2011. Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Sjá meira
Ólga ríkir nú í spænskum stjórnmálum eftir að dómar féllu í viðamiklu spillingarmáli Lýðflokksins, flokks Mariano Rajoy forsætisráðherra, í síðustu viku. Hluti stjórnarandstöðunnar hefur lagt fram vantraust á Rajoy en annar hluti hennar krefst skyndikosninga. Gürtel-málið svonefnda er stærsta spillingarmál í sögu Spánar. Lýðflokkurinn þáði mútur í skiptum fyrir verktakasamninga í útboðum frá 1999 til 2005. Luis Barcenas, fyrrverandi gjaldkeri flokksins hlaut 33 ára fangelsisdóm fyrir mútuþægni, peningaþvætti og skattalagabrot í vikunni. Hann var einnig dæmdur til að greiða 44 milljónir evra í sekt. Auk Barcenas voru 28 aðrir stjórnmála- og athafnamenn sakfelldir fyrir mútugreiðslur. Höfuðpaurinn, athafnamaðurinn Francisco Correa, var dæmdur í 51 árs fangelsi. Rajoy bar vitni í málinu síðasta sumar. Lýðflokkurinn hlaut sjálfur dóm í málinu og var sektaður um 240.000 evrur.Rajoy hafnar nýjum kosningum og vantrausti Pedro Sánchez, formaður sósíalista, sagði á föstudag að málið hefði skaðað lýðræðið á Spáni og því hafi flokkurinn lagt fram vantrausttillögu á hendur Rajoy. Vinstrisinnaði stjórnarandstöðuflokkurinn Við getum segist ætla að styðja vantrauststillöguna. Borgararnir, stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn af hægri vængnum, ætla aftur á móti ekki að styðja vantraustið. Þess í stað vill flokkurinn að Rajoy boði strax til nýrra kosninga. Albert Rivera, formaður Borgaranna, segir að spillingardómurinn yfir Lýðflokknum hafi bundið enda á þetta þing. Sósíalistar og Við getum hafa samanlagt 156 sæti á spænska þinginu en 176 atkvæði þarf til að samþykkja vantraust á ráðherra. Þingmenn Borgaranna og katalónskra sjálfstæðissinna þyrftu því að greiða atkvæði með henni til að tillagan næði fram að ganga, að sögn The Guardian. Rajoy hefur hafnað kröfum stjórnarandstöðunnar um kosningar og fullyrðir að vantraust myndi skaða efnahagsbata Spánar og stöðugleika. „Þessi tillaga er slæm fyrir Spán, slæm fyrir Spánverja, kemur með of mikla óvissu og er skaðleg öllum borgurum,“ segir Rajoy en flokkur hans ætlar að áfrýja sektinni sem hann var dæmdur til að greiða. Komi til nýrra þingkosninga á Spáni yrði það í þriðja skipti á fjórum árum sem Spánverjar veldu sér nýtt þing. Ekki tókst að mynda starfshæfan meirihluta eftir kosningarnar árið 2015 sem leiddi til þess að boðað var til nýrra kosninga árið eftir. Landslagið var lítið breytt eftir þær kosningar en Rajoy fékk á endanum umboð til að mynda minnihlutastjórn. Hann hefur verið forsætisráðherra Spánar frá árinu 2011.
Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Sjá meira