Hefja tilraunir með mögulegt bóluefni við HIV í mönnum Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 7. júlí 2018 07:15 HIV-veiran. Bóluefni gegn henni byggir á blöndu lyfja. Nordicphotos/Getty Tilraunir með nýtt bóluefni við HIV-sýkingu í ósmituðum einstaklingum og öpum hefur borið afar góða árangur. Vísindamönnunum tókst að framkalla heppilega ónæmissvörun með því gefa þessum einstaklingum blöndu af nokkrum lyfjum sem áður hafa gefið góð raun í baráttunni við HIV. Lyfjakúrinn stöðvaði smit í öpum. Það voru vísindamenn við háskólasjúkrahúsið Beth Israel Deaconess í Harvard sem stóðu að rannsókninni en hún tók í senn til 393 heilbrigðra einstaklinga og apa. Þeir birtu niðurstöður sínar í vísindaritinu The Lancet síðdegis í gær og tilkynntu að til stæði að færa prófanir með lyfjakúrinn á næsta stig þar sem reynt verður að bólusetja einstaklinga í Suður-Afríku fyrir HIV-smiti. „Þessi rannsókn sýnir fram á það að Ad26/Env, sem er blandaður lyfjakúr við HIV, framkallar öflugt ónæmisviðbragð í mönnum og öpum. Um leið myndaði bóluefni 67 prósent vörn gegn smiti í öpum,“ segir Dan H. Barouch, prófessor við læknadeild Harvard. Bóluefnið byggir á erfðaefni úr mismunandi kirnaröðum úr nokkrum stofnum HIV-veirunnar. Þannig er lyfjakúrinn hannaður til að vernda fyrir smiti alls staðar í heiminum. Þeir sem tóku þátt í rannsókninni eru frá Rúanda, Suður-Afríku, Úganda, Taílandi og Bandaríkjunum. Allir þátttakendur sýndu jákvæða svörun. Rúmlega 30 ár eru síðan vísindamenn staðfestu tilvisti HIV-veirunnar og á þeim tíma hafa vísindamenn um allan heim unnið að þróun bóluefnis. Sú vinna hefur gengið hægt. Þessi tiltekna rannsókn er sú fimmta í sögunni sem færð verður á stig tilrauna í mönnum. „Út frá þessum niðurstöðum hefur bóluefnið verið fært á næsta stig lyfjatilrauna, þar sem verkun í mönnum verður könnuð betur með því að freista þess að koma í veg fyrir HIV-smit í mönnum í Suður-Afríku,“ segir Barouch. „Við vonumst til að geta birt niðurstöður í síðasta lagi árið 2022.“ Birtist í Fréttablaðinu Úganda Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
Tilraunir með nýtt bóluefni við HIV-sýkingu í ósmituðum einstaklingum og öpum hefur borið afar góða árangur. Vísindamönnunum tókst að framkalla heppilega ónæmissvörun með því gefa þessum einstaklingum blöndu af nokkrum lyfjum sem áður hafa gefið góð raun í baráttunni við HIV. Lyfjakúrinn stöðvaði smit í öpum. Það voru vísindamenn við háskólasjúkrahúsið Beth Israel Deaconess í Harvard sem stóðu að rannsókninni en hún tók í senn til 393 heilbrigðra einstaklinga og apa. Þeir birtu niðurstöður sínar í vísindaritinu The Lancet síðdegis í gær og tilkynntu að til stæði að færa prófanir með lyfjakúrinn á næsta stig þar sem reynt verður að bólusetja einstaklinga í Suður-Afríku fyrir HIV-smiti. „Þessi rannsókn sýnir fram á það að Ad26/Env, sem er blandaður lyfjakúr við HIV, framkallar öflugt ónæmisviðbragð í mönnum og öpum. Um leið myndaði bóluefni 67 prósent vörn gegn smiti í öpum,“ segir Dan H. Barouch, prófessor við læknadeild Harvard. Bóluefnið byggir á erfðaefni úr mismunandi kirnaröðum úr nokkrum stofnum HIV-veirunnar. Þannig er lyfjakúrinn hannaður til að vernda fyrir smiti alls staðar í heiminum. Þeir sem tóku þátt í rannsókninni eru frá Rúanda, Suður-Afríku, Úganda, Taílandi og Bandaríkjunum. Allir þátttakendur sýndu jákvæða svörun. Rúmlega 30 ár eru síðan vísindamenn staðfestu tilvisti HIV-veirunnar og á þeim tíma hafa vísindamenn um allan heim unnið að þróun bóluefnis. Sú vinna hefur gengið hægt. Þessi tiltekna rannsókn er sú fimmta í sögunni sem færð verður á stig tilrauna í mönnum. „Út frá þessum niðurstöðum hefur bóluefnið verið fært á næsta stig lyfjatilrauna, þar sem verkun í mönnum verður könnuð betur með því að freista þess að koma í veg fyrir HIV-smit í mönnum í Suður-Afríku,“ segir Barouch. „Við vonumst til að geta birt niðurstöður í síðasta lagi árið 2022.“
Birtist í Fréttablaðinu Úganda Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira