Stefnir í lokun stofnana vegna veggsins Samúel Karl Ólason skrifar 30. nóvember 2018 08:29 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hótað því að skrifa ekki undir nýtt fjárlagafrumvarp, fái hann ekki fimm milljarða til að byggja vegg. AP/Evan Vucci Þingmenn Demókrataflokksins segjast ætla að hafna tillögu Repúblikanaflokksins varðandi fjármögnun veggjarsmíði Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á landamærunum við Mexíkó. Því er útlit fyrir að lokun ríkisstofnanna í næstu viku, leysist deilan ekki. Tillaga Repúblikana fól í sér að fimm milljörðum dala yrði veitt til veggjarins á næstu tveimur árum. Trump hefur hótað því að skrifa ekki undir nýtt fjárlagafrumvarp, án þess að fá fé til að byggja vegg sinn. Þingið hefur þó þegar tryggt um 75 prósentum allra stofnanna fjármagn fram að næsta hausti. Verði ný fjárlög ekki sett í næstu viku yrði því einungis um lokun hluta ríkisstofnanna að ræða. Meðal þeirra stofnanna sem þyrfti að loka yrði þó heimavarnarráðuneyti Bandaríkjanna. Demókratar vilja þó alls ekki fjármagna smíði veggjarins og vísa til orða forsetans um að Mexíkó hefði átt að borga reikninginn. Þá segja þeir það ekki gera fjármögnunina auðveldari að dreifa henni yfir tvö ár. „Þó við séum tilbúin til viðræðna um hvernig við eigum að tryggja landamæri okkar, munum við aldrei styðja það að sólunda skattpeningum í vegg sem ætlað er að æsa upp grasrót Repúblikanaflokksins,“ hefur Washington Post eftir þingkonunni Nita M. Lowey.Einn af hæst settu þingmönnum Demókrataflokksins í öldungadeildinni, Patrick J. Leahy, segir Trump vera að biðja skattgreiðendur Bandaríkjanna um að gefa honum peninga vegna verkefnis sem hann lofaði að myndi ekki kosta þá neitt. Slíkt héldi ekki vatni. Fyrr á árinu sömdu þingmenn um að veita 1,6 milljörðum dala í að bæta öryggi á landamærunum á næsta ári. Demókratar vilja ekki gefa frekar eftir. Sérstaklega með tilliti til þess að þeir tryggðu sér meirihluta í fulltrúadeildinni í kosningum í byrjun mánaðarins. Samkvæmt Washington Post hafði Trump, að áeggjan þingmanna Repúblikanaflokksins, samþykkt að krefjast ekki milljarðanna fimm fyrr en eftir kosningarnar. Nú er hann hins vegar harður á því að fá sitt, áður en Repúblikanar missa tökin á báðum deildum þingsins. Báðar fylkingar kenna hinni um ef til lokunar stofnanna kemur. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mexíkó Norður-Ameríka Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Þingmenn Demókrataflokksins segjast ætla að hafna tillögu Repúblikanaflokksins varðandi fjármögnun veggjarsmíði Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á landamærunum við Mexíkó. Því er útlit fyrir að lokun ríkisstofnanna í næstu viku, leysist deilan ekki. Tillaga Repúblikana fól í sér að fimm milljörðum dala yrði veitt til veggjarins á næstu tveimur árum. Trump hefur hótað því að skrifa ekki undir nýtt fjárlagafrumvarp, án þess að fá fé til að byggja vegg sinn. Þingið hefur þó þegar tryggt um 75 prósentum allra stofnanna fjármagn fram að næsta hausti. Verði ný fjárlög ekki sett í næstu viku yrði því einungis um lokun hluta ríkisstofnanna að ræða. Meðal þeirra stofnanna sem þyrfti að loka yrði þó heimavarnarráðuneyti Bandaríkjanna. Demókratar vilja þó alls ekki fjármagna smíði veggjarins og vísa til orða forsetans um að Mexíkó hefði átt að borga reikninginn. Þá segja þeir það ekki gera fjármögnunina auðveldari að dreifa henni yfir tvö ár. „Þó við séum tilbúin til viðræðna um hvernig við eigum að tryggja landamæri okkar, munum við aldrei styðja það að sólunda skattpeningum í vegg sem ætlað er að æsa upp grasrót Repúblikanaflokksins,“ hefur Washington Post eftir þingkonunni Nita M. Lowey.Einn af hæst settu þingmönnum Demókrataflokksins í öldungadeildinni, Patrick J. Leahy, segir Trump vera að biðja skattgreiðendur Bandaríkjanna um að gefa honum peninga vegna verkefnis sem hann lofaði að myndi ekki kosta þá neitt. Slíkt héldi ekki vatni. Fyrr á árinu sömdu þingmenn um að veita 1,6 milljörðum dala í að bæta öryggi á landamærunum á næsta ári. Demókratar vilja ekki gefa frekar eftir. Sérstaklega með tilliti til þess að þeir tryggðu sér meirihluta í fulltrúadeildinni í kosningum í byrjun mánaðarins. Samkvæmt Washington Post hafði Trump, að áeggjan þingmanna Repúblikanaflokksins, samþykkt að krefjast ekki milljarðanna fimm fyrr en eftir kosningarnar. Nú er hann hins vegar harður á því að fá sitt, áður en Repúblikanar missa tökin á báðum deildum þingsins. Báðar fylkingar kenna hinni um ef til lokunar stofnanna kemur.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mexíkó Norður-Ameríka Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira