Hallgrímur: Í raun bara heimskulegt að spila á vellinum Arnar Geir Halldórsson skrifar 22. maí 2018 22:00 Hallgrímur Jónasson gekk í raðir KA fyrir leiktíðina mynd/skjáskot KA TV Hallgrímur Jónasson átti góðan leik í vörn KA þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Keflavík í 5.umferð Pepsi-deildar karla á Akureyrarvelli í kvöld. Akureyrarvöllur kemur afar illa undan vetri og hafði ástand vallarins klárlega áhrif á spilamennsku beggja liða. „Aðstæðurnar eru bara ömurlegar. Það er erfitt að spila fótbolta á vellinum og í raun bara heimskulegt. Alltof mikil áhætta. Við reyndum að einbeita okkur að því sem við getum haft áhrif á og mér fannst við spila vel í dag. Ef sigurinn hefði dottið öðrum hvorum megin þá hefði hann komið til okkar. Við náðum því miður ekki að skora,“ sagði Hallgrímur í leikslok. „Aðstæðurnar er bara það slæmar að það er ekki neitt voðalega skemmtilegt að hvorki horfa á leikinn eða spila hann á meðan völlurinn er svona,“ sagði Hallgrímur ennfremur. Hallgrímur lék með Keflavík áður en hann hélt í atvinnumennsku og varð meðal annars bikarmeistari með Suðurnesjamönnum. Hann kveðst þó ekki hafa fundið fyrir blendnum tilfinningum í leiknum. „Það voru engar blendnar tilfinningar. Ég spilaði við þá um daginn á Spáni og ég vildi bara vinna leikinn. Ég á marga góða vini frá Keflavík en ég var bara að hugsa um að vinna leikinn.“ Þrátt fyrir að aðstæður hafi gert KA-mönnum erfitt um vik að spila boltanum á milli sín telur Hallgrímur að liðið geti tekið margt jákvætt úr leiknum. „Við getum klárlega byggt á þessari frammistöðu. Við höfum átt kaflaskipta leiki en mér fannst við stöðugir í dag. Bæði fyrri og seinni hálfleikur. Við héldum hreinu og það er skap í mönnum sem er frábært. Menn vildu virkilega vinna.“ Aron Elí Gíslason kom inn í lið KA-manna á síðustu stundu þar sem Cristian Martinez meiddist í upphitun. Hallgrímur hrósaði markverðinum unga í hástert en Aron var að leika sinn fyrsta alvöru mótsleik í meistaraflokki. „Það var frábært að spila með Aroni. Hann á hrós skilið og stóð sig vel. Hann kom inn með sjálfstraust, var duglegur að tala og það gekk vel. Það er frábært fyrir hann að fá leik í svona háum gæðaflokki og standa sig vel,“ sagði Hallgrímur. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjá meira
Hallgrímur Jónasson átti góðan leik í vörn KA þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Keflavík í 5.umferð Pepsi-deildar karla á Akureyrarvelli í kvöld. Akureyrarvöllur kemur afar illa undan vetri og hafði ástand vallarins klárlega áhrif á spilamennsku beggja liða. „Aðstæðurnar eru bara ömurlegar. Það er erfitt að spila fótbolta á vellinum og í raun bara heimskulegt. Alltof mikil áhætta. Við reyndum að einbeita okkur að því sem við getum haft áhrif á og mér fannst við spila vel í dag. Ef sigurinn hefði dottið öðrum hvorum megin þá hefði hann komið til okkar. Við náðum því miður ekki að skora,“ sagði Hallgrímur í leikslok. „Aðstæðurnar er bara það slæmar að það er ekki neitt voðalega skemmtilegt að hvorki horfa á leikinn eða spila hann á meðan völlurinn er svona,“ sagði Hallgrímur ennfremur. Hallgrímur lék með Keflavík áður en hann hélt í atvinnumennsku og varð meðal annars bikarmeistari með Suðurnesjamönnum. Hann kveðst þó ekki hafa fundið fyrir blendnum tilfinningum í leiknum. „Það voru engar blendnar tilfinningar. Ég spilaði við þá um daginn á Spáni og ég vildi bara vinna leikinn. Ég á marga góða vini frá Keflavík en ég var bara að hugsa um að vinna leikinn.“ Þrátt fyrir að aðstæður hafi gert KA-mönnum erfitt um vik að spila boltanum á milli sín telur Hallgrímur að liðið geti tekið margt jákvætt úr leiknum. „Við getum klárlega byggt á þessari frammistöðu. Við höfum átt kaflaskipta leiki en mér fannst við stöðugir í dag. Bæði fyrri og seinni hálfleikur. Við héldum hreinu og það er skap í mönnum sem er frábært. Menn vildu virkilega vinna.“ Aron Elí Gíslason kom inn í lið KA-manna á síðustu stundu þar sem Cristian Martinez meiddist í upphitun. Hallgrímur hrósaði markverðinum unga í hástert en Aron var að leika sinn fyrsta alvöru mótsleik í meistaraflokki. „Það var frábært að spila með Aroni. Hann á hrós skilið og stóð sig vel. Hann kom inn með sjálfstraust, var duglegur að tala og það gekk vel. Það er frábært fyrir hann að fá leik í svona háum gæðaflokki og standa sig vel,“ sagði Hallgrímur.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjá meira