Mueller hefur áhuga á fjármálum tengdasonar Bandaríkjaforseta Kjartan Kjartansson skrifar 19. febrúar 2018 22:30 Kushner virðist hafa staðið í viðskiptaviðræðum við erlenda aðila á sama tíma og hann var aðaltengiliður undirbúningsnefndar Trump fyrir valdatökuna við erlendar ríkisstjórnir. Vísir/AFP Rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins, er nú meðal annars sögð beinast að viðræðum Jareds Kushners, tengdasonar Donalds Trump, við erlenda fjárfesta um fjármögnun fyrir fyrirtækið hans á sama tíma og hann vann að undirbúningi valdatöku Trump.CNN-fréttastöðin hefur eftir heimildarmönnum sínum að kastljós Mueller, sem rannsakar hvernig Rússar reyndu að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016 og hvort framboð Trump hafi átt í samráði við þá, beinist nú í fyrsta skipti að samskiptum Kushner við erlenda aðila, aðra en Rússa. Rannsakendur Mueller eru sagðir hafa spurt spurninga um viðræður Kushner um fjármögnun í tengslum við skrifstofubyggingu í eigu fyrirtækis hans í New York. Fyrirtækið átti í fjárhagserfiðleikum vegna byggingarinnar. Kushner er sagður hafa rætt við fjárfesta frá Kína og Katar um að leggja fé í fasteignaverkefnið á sama tíma og hann var aðaltengiliður Trump við erlendar ríkisstjórnir eftir að hann var kjörinn forseti en áður en hann tók við embættinu. Ekkert varð þó úr fjárfestingunum.Má rannsaka allt það sem kemur á daginn við rannsókninaEkki er ljóst hvers vegna Mueller hefur áhuga á þessum samskiptum. Fram að þessu hefur verið greint frá því að rannsóknin beindist að samskiptum Kushner við Rússa, tengslum hans við Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa tengdaföður hans og aðkomu hans að gagnagreininga framboðsins. Það var ekki fyrr en snemma árs í fyrra sem Kushner sagðist hafa losað um eignarhluti sína í fjölskyldufyrirtækinu. Söluandvirðið hafi runnið í fjölskyldusjóð sem Kushner hagnist ekki af. Þrátt fyrir að yfirlýst markmið rannsóknar Mueller sé afskipti Rússa af forsetakosningunum, mögulegt samráð framboðs Trump við Rússa og hugsanlegar tilraunir forsetans til þess að hindra framgang réttvísinnar hefur sérstaki rannsakandinn leyfi til þess að rannsaka öll mál sem komið geta upp við rannsóknina. Kushner var einn þriggja náinni fjölskyldumeðlima og yfirmanna forsetaframboðs Trump sem áttu fund með nokkrum Rússum í New York i júní árið 2016. Þeim hafði verið lofað skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trump. Auk Kushner sátu Donald Trump yngri, elsti sonur forsetans, og Paul Manafort, þáverandi kosningastjóri Trump, fundinn. Manafort var ákærður í tengslum við rannsókn Mueller í október. Bandaríkin Donald Trump Katar Rússarannsóknin Tengdar fréttir Tengdasonurinn lagði ekki öll spilin á borðið Rannsóknarnefnd Bandaríkjaþings kallar eftir frekari upplýsingum frá Jared Kushner. 17. nóvember 2017 07:38 Tengdasonur Trump afhendir gögn vegna Rússarannsóknar Jared Kushner, tengdasonur Donald Trump Bandaríkjaforseta, hefur afhent Robert Mueller, sérstökum saksóknara í rannsókninni afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra og hugsanlegu samráði þeirra við framboð Trump, gögn í tengslum við rannsóknina. 2. nóvember 2017 23:30 Starfsmenn Mueller yfirheyrðu Kushner Tengdasonur Donald Trump, Jared Kushner, var yfirheyrður af starfsmönnum saksóknarans Robert Mueller fyrr í þessum mánuði. 30. nóvember 2017 08:47 Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins, er nú meðal annars sögð beinast að viðræðum Jareds Kushners, tengdasonar Donalds Trump, við erlenda fjárfesta um fjármögnun fyrir fyrirtækið hans á sama tíma og hann vann að undirbúningi valdatöku Trump.CNN-fréttastöðin hefur eftir heimildarmönnum sínum að kastljós Mueller, sem rannsakar hvernig Rússar reyndu að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016 og hvort framboð Trump hafi átt í samráði við þá, beinist nú í fyrsta skipti að samskiptum Kushner við erlenda aðila, aðra en Rússa. Rannsakendur Mueller eru sagðir hafa spurt spurninga um viðræður Kushner um fjármögnun í tengslum við skrifstofubyggingu í eigu fyrirtækis hans í New York. Fyrirtækið átti í fjárhagserfiðleikum vegna byggingarinnar. Kushner er sagður hafa rætt við fjárfesta frá Kína og Katar um að leggja fé í fasteignaverkefnið á sama tíma og hann var aðaltengiliður Trump við erlendar ríkisstjórnir eftir að hann var kjörinn forseti en áður en hann tók við embættinu. Ekkert varð þó úr fjárfestingunum.Má rannsaka allt það sem kemur á daginn við rannsókninaEkki er ljóst hvers vegna Mueller hefur áhuga á þessum samskiptum. Fram að þessu hefur verið greint frá því að rannsóknin beindist að samskiptum Kushner við Rússa, tengslum hans við Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa tengdaföður hans og aðkomu hans að gagnagreininga framboðsins. Það var ekki fyrr en snemma árs í fyrra sem Kushner sagðist hafa losað um eignarhluti sína í fjölskyldufyrirtækinu. Söluandvirðið hafi runnið í fjölskyldusjóð sem Kushner hagnist ekki af. Þrátt fyrir að yfirlýst markmið rannsóknar Mueller sé afskipti Rússa af forsetakosningunum, mögulegt samráð framboðs Trump við Rússa og hugsanlegar tilraunir forsetans til þess að hindra framgang réttvísinnar hefur sérstaki rannsakandinn leyfi til þess að rannsaka öll mál sem komið geta upp við rannsóknina. Kushner var einn þriggja náinni fjölskyldumeðlima og yfirmanna forsetaframboðs Trump sem áttu fund með nokkrum Rússum í New York i júní árið 2016. Þeim hafði verið lofað skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trump. Auk Kushner sátu Donald Trump yngri, elsti sonur forsetans, og Paul Manafort, þáverandi kosningastjóri Trump, fundinn. Manafort var ákærður í tengslum við rannsókn Mueller í október.
Bandaríkin Donald Trump Katar Rússarannsóknin Tengdar fréttir Tengdasonurinn lagði ekki öll spilin á borðið Rannsóknarnefnd Bandaríkjaþings kallar eftir frekari upplýsingum frá Jared Kushner. 17. nóvember 2017 07:38 Tengdasonur Trump afhendir gögn vegna Rússarannsóknar Jared Kushner, tengdasonur Donald Trump Bandaríkjaforseta, hefur afhent Robert Mueller, sérstökum saksóknara í rannsókninni afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra og hugsanlegu samráði þeirra við framboð Trump, gögn í tengslum við rannsóknina. 2. nóvember 2017 23:30 Starfsmenn Mueller yfirheyrðu Kushner Tengdasonur Donald Trump, Jared Kushner, var yfirheyrður af starfsmönnum saksóknarans Robert Mueller fyrr í þessum mánuði. 30. nóvember 2017 08:47 Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Tengdasonurinn lagði ekki öll spilin á borðið Rannsóknarnefnd Bandaríkjaþings kallar eftir frekari upplýsingum frá Jared Kushner. 17. nóvember 2017 07:38
Tengdasonur Trump afhendir gögn vegna Rússarannsóknar Jared Kushner, tengdasonur Donald Trump Bandaríkjaforseta, hefur afhent Robert Mueller, sérstökum saksóknara í rannsókninni afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra og hugsanlegu samráði þeirra við framboð Trump, gögn í tengslum við rannsóknina. 2. nóvember 2017 23:30
Starfsmenn Mueller yfirheyrðu Kushner Tengdasonur Donald Trump, Jared Kushner, var yfirheyrður af starfsmönnum saksóknarans Robert Mueller fyrr í þessum mánuði. 30. nóvember 2017 08:47