Pólsk stjórnvöld ætla að þvinga 27 af 72 hæstaréttardómurum til að fara fyrr á eftirlaun, það er 65 ára í stað 70 ára. Forseti Póllands fær jafnframt möguleika á að skipa nýja dómara.
Evrópusambandið óttast að dómstólar í Póllandi verði pólitískir og hyggst beita sér fyrir því að hæstiréttur þar verði áfram sjálfstæður. Pólland fær mánuð til að svara erindi sambandsins.
Með breytingum á dómskerfinu geta pólsk stjórnvöld kosið eigin menn í ráðið sem velur dómara um allt land.
Þvinga dómara fyrr á eftirlaun
Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
