Björn Daníel: Mikið talað um hvað ég fæ í laun en þetta er vinnan mín Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. desember 2018 13:14 Björn Daníel Sverrisson rífur í spaðann á kampakátum Jóni Rúnari Halldórssyni, formanni knattspyrnudeildar FH. vísir/tom Björn Daníel Sverrisson er kominn heim í FH en hann skrifaði undir fjögurra ára samning við uppeldisfélagið í Kaplakrika í dag og verður klár í slaginn þegar að Pepsi-deildin hefst á næsta ári. Björn fór út í atvinnumennskuna haustið 2013 eftir að vera kosinn besti leikmaður Íslandsmótsins en hann hefur spilað með Viking í Noregi og AGF í Danmörku undanfarin ár. „Þetta er búið að vera í gangi síðan í byrjun nóvember þegar ég sá að mín tækifæri hjá AGF voru nánast búin,“ segir Björn Daníel um aðdraganda félagaskiptanna en AGF leysti hann undan samningi fyrr í desember. „Þá hafði ég samband við umboðsmanninn minn og sagði við hann að mig langaði að komast eitthvað annað. Hann skoðaði þá hvað var í boði og mest spennandi möguleikarnir voru á Íslandi,“ segir Björn.Björn Daníel var kosinn besti leikmaður deildarinnar 2013.vísir/daníelValur samkeppnin við FH Mikil og hörð samkeppni var um miðjumanninn öfluga og það eðlilega enda leikmaður sem ætti að breyta hvaða liði sem er til hins betra. „Við erum búnir að vera í samræðum við FH eiginlega síðan þá og vissulega fleiri félög en ég er rosalega glaður að vera kominn aftur,“ segir hann, en var Valur liðið sem átti í mestri samkeppni við FH um undirskrift Björns eins og skrifað hefur verið um? „Á Íslandi, já. Fyrir mér var FH alltaf fyrsti kostur en þetta er vinnan mín og það hefur verið talað mikið um hér og þar hvað ég fæ í laun en ég bara virkilega ánægður með hvernig FH tók á þessu þegar að það hélt að ég væri að fara eitthvað annað,“ segir Björn Daníel.Miðjumaðurinn sá sæng sína uppreidda hjá AGF í Danmörku.getty/Lars RonbogVill vinna titla FH-liðið hafnaði í fimmta sæti á síðustu leiktíð og verður ekki í Evrópukeppni næsta sumar en það hefur ekki gerst í tæp 20 ár í Hafnarfirðinum. „Ég sá fullt af leikjum í sumar og mér fannst FH ekkert hrikalega slakt. Það var óheppið í mörgum leikjum,“ segir Björn um síðasta sumar hjá uppeldisfélaginu en hann ætlar ekki að vera í einhverju miðjumoði með Hafnarfjarðarstórveldinu. „Ég er að koma heim 28 ára og verð 29 á næsta ári. Ég hugsaði líka út í það að ég vildi frekar koma heim núna heldur en að hanga tvö ár úti í viðbót og koma svo heim aðeins búinn að missa kraftinn,“ segir hann. „Mér finnst ég vera búinn að bæta mig helling sem fótboltamaður síðan að ég spilaði hér síðast og þó að það sjáist kannski ekki núna þá er ég fimm kílóum léttari en þegar að ég fór út. Ég á eftir að hlaupa eins og vitleysingur og kem vonandi með meiri gæði inn í FH-liðið. Ég vil koma hingað og vinna titla. Það er planið strax á næsta ári,“ segir Björn Daníel Sverrisson.Klippa: Björn Daníel - Glaður að vera kominn aftur Pepsi Max-deild karla Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Fleiri fréttir Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Sjá meira
Björn Daníel Sverrisson er kominn heim í FH en hann skrifaði undir fjögurra ára samning við uppeldisfélagið í Kaplakrika í dag og verður klár í slaginn þegar að Pepsi-deildin hefst á næsta ári. Björn fór út í atvinnumennskuna haustið 2013 eftir að vera kosinn besti leikmaður Íslandsmótsins en hann hefur spilað með Viking í Noregi og AGF í Danmörku undanfarin ár. „Þetta er búið að vera í gangi síðan í byrjun nóvember þegar ég sá að mín tækifæri hjá AGF voru nánast búin,“ segir Björn Daníel um aðdraganda félagaskiptanna en AGF leysti hann undan samningi fyrr í desember. „Þá hafði ég samband við umboðsmanninn minn og sagði við hann að mig langaði að komast eitthvað annað. Hann skoðaði þá hvað var í boði og mest spennandi möguleikarnir voru á Íslandi,“ segir Björn.Björn Daníel var kosinn besti leikmaður deildarinnar 2013.vísir/daníelValur samkeppnin við FH Mikil og hörð samkeppni var um miðjumanninn öfluga og það eðlilega enda leikmaður sem ætti að breyta hvaða liði sem er til hins betra. „Við erum búnir að vera í samræðum við FH eiginlega síðan þá og vissulega fleiri félög en ég er rosalega glaður að vera kominn aftur,“ segir hann, en var Valur liðið sem átti í mestri samkeppni við FH um undirskrift Björns eins og skrifað hefur verið um? „Á Íslandi, já. Fyrir mér var FH alltaf fyrsti kostur en þetta er vinnan mín og það hefur verið talað mikið um hér og þar hvað ég fæ í laun en ég bara virkilega ánægður með hvernig FH tók á þessu þegar að það hélt að ég væri að fara eitthvað annað,“ segir Björn Daníel.Miðjumaðurinn sá sæng sína uppreidda hjá AGF í Danmörku.getty/Lars RonbogVill vinna titla FH-liðið hafnaði í fimmta sæti á síðustu leiktíð og verður ekki í Evrópukeppni næsta sumar en það hefur ekki gerst í tæp 20 ár í Hafnarfirðinum. „Ég sá fullt af leikjum í sumar og mér fannst FH ekkert hrikalega slakt. Það var óheppið í mörgum leikjum,“ segir Björn um síðasta sumar hjá uppeldisfélaginu en hann ætlar ekki að vera í einhverju miðjumoði með Hafnarfjarðarstórveldinu. „Ég er að koma heim 28 ára og verð 29 á næsta ári. Ég hugsaði líka út í það að ég vildi frekar koma heim núna heldur en að hanga tvö ár úti í viðbót og koma svo heim aðeins búinn að missa kraftinn,“ segir hann. „Mér finnst ég vera búinn að bæta mig helling sem fótboltamaður síðan að ég spilaði hér síðast og þó að það sjáist kannski ekki núna þá er ég fimm kílóum léttari en þegar að ég fór út. Ég á eftir að hlaupa eins og vitleysingur og kem vonandi með meiri gæði inn í FH-liðið. Ég vil koma hingað og vinna titla. Það er planið strax á næsta ári,“ segir Björn Daníel Sverrisson.Klippa: Björn Daníel - Glaður að vera kominn aftur
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Fleiri fréttir Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Sjá meira