Lokun alríkisstofnana truflar ekki tímamótaheimsókn NASA Kjartan Kjartansson skrifar 28. desember 2018 23:00 Hluti bandarísku alríkisstjórnarinnar liggur í dvala vegna þráfteflis um útgjaldafrumvarp á Bandaríkjaþingi. Það strandar á kröfu Trump forseta um milljarða dollara fjárveitingu til umdeild landamæramúrs. Vísir/EPA Samfélagsmiðlasíður New Horizons-leiðangurs bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA verða áfram virkir þegar geimfarið flýgur fram hjá fjarlægasta fyrirbærinu sem heimsótt hefur verið þrátt fyrir að fjöldi bandarískra alríkisstofnanna liggi í lamasessi. Annars staðar kemur lokunin í veg fyrir að vísindamenn megi huga að tilraunum og gera athuganir. Um þriðjungur stofnana bandarísku alríkisstjórnarinnar hefur verið lokaður frá því í lok síðustu viku vegna kröfu Donalds Trump Bandaríkjaforseta um fjárveitingu til landamæramúrs. Deilur um múrinn hafa komið í veg fyrir að Bandaríkjaþing nái saman um útgjaldafrumvarp til að fjármagna rekstur stofnananna. Á meðan sitja hundruð þúsunda alríkisstarfsmanna annað hvort heima hjá sér eða vinna launalaust. Fastlega er búist við því að lokun alríkisstjórnarinnar vari inn í nýtt ár. New Horizons flýgur fram hjá Ultima Thule, íshnullungi í Kuiperbeltinu, um áramótin. Það verður þá fjarlægasta fyrirbæri sem geimfar hefur heimsótt til þessa, í um 6,5 milljarða kílómetra fjarlægð frá jörðinni. Jim Brindenstine, forstjóri NASA, reyndi að sefa áhyggjur þeirra sem óttuðust að lokun alríkisstofnanna þýddi að framhjáflugið færi fram í kyrrþey. „Búist við því að sjá samfélagsmiðlareikninga New Horizons halda áfram að starfa. Samningurinn fyrir þessi verkefni var fjármagnaður fram í tímann,“ tísti Brindenstine í gær. Það sama sagði hann að ætti við um Osiris-Rex leiðangurinn hjá smástirninu Bennu og sjónvarpsrás NASA. „NASA heldur áfram að fylla heimsbyggðina lotningu með afrekum sínum!“ lofaði Bridenstine.Expect to see the @NASANewHorizons social media accounts continue to operate. The contract for these activities was forward funded. This applies to @OSIRISREx and NASA TV too. @NASA will continue to stun the world with its achievements!— Jim Bridenstine (@JimBridenstine) December 28, 2018 Mega ekki gera tilraunir eða athuganir Sömu sögu er þó ekki að segja af þúsundum vísindamanna sem vinna fyrir bandarísku alríkisstjórnina eða fá styrki frá henni. Washington Post segir að lokunin þýði að þeim sé bannað að huga að tilraunum, gera athuganir, safna gögnum, gera tilraunir eða segja frá niðurstöðum sínum. Lokunin hefur meðal annars stöðvað vísindastörf hjá Haf- og loftslagsstofnuninni (NOAA), landbúnaðarráðuneytinu, Vísindasjóði Bandaríkjanna, og Jarðfræðistofnun Bandaríkjanna. Dragist lokunin enn á langinn geta um 800 vísindamenn sem áttu að tala á landsþingi Veðurfræðifélags Bandaríkjanna í byrjun janúar ekki mætt. Stjörnufræðingar sem komu auga á einstaka tifstjörnu rétt áður en lokunin hófst gætu misst af tækifæri til að rannsaka hana haldi þráteflið áfram. Alice Harding, stjarneðlisfræðingur við Goddard-geimrannsóknastöð NASA, segir að hún og félagar hennar við Fermi-geimsjónaukann hafi flýtt sér að gera viðbótarathuganir á tifstjörnunni rétt áður en þau neyddust til að leggja niður störf. „En ef alríkisstjórnin verður áfram lokuð í meira en viku fáum við ekki tækifæri til að gera fleira,“ segir Harding við Washington Post. Útlitið fyrir að Bandaríkjaþing samþykki nýtt útgjaldafrumvarp til að hefja megi rekstur alríkisstofnananna á ný virðist ekki bjart. Trump forseti endurtók í dag hótun sem hann hefur sett fram áður um að hann muni loka landamærum Bandaríkjanna að Mexíkó fái hann ekki fjármagn til að reisa múrinn. Forsetinn hótaði því sama fyrir þingkosningarnar í byrjun nóvember þegar hann lét mikið með hóp miðamerísks farandfólks sem ætlaði fótgangandi norður til Bandaríkjanna til að leita þar hælis. Bandaríkin Donald Trump Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Lokun bandarískra alríkisstofnana varir fram á nýtt ár Ekki er útlit fyrir að Bandaríkjaþing reyni að samþykkja nýtt útgjaldafrumvarp þar til nýtt þing kemur saman í næstu viku. 27. desember 2018 23:42 Plútófar NASA nálgast sögulegt framhjáflug í ytra sólkerfinu Aldrei áður hefur geimfar frá jörðinni heimsótt eins fjarlægt fyrirbæri og þegar New Horizons þýtur fram hjá Kuiper-smástirninu Ultima Thule á nýársdag. 19. desember 2018 13:41 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Samfélagsmiðlasíður New Horizons-leiðangurs bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA verða áfram virkir þegar geimfarið flýgur fram hjá fjarlægasta fyrirbærinu sem heimsótt hefur verið þrátt fyrir að fjöldi bandarískra alríkisstofnanna liggi í lamasessi. Annars staðar kemur lokunin í veg fyrir að vísindamenn megi huga að tilraunum og gera athuganir. Um þriðjungur stofnana bandarísku alríkisstjórnarinnar hefur verið lokaður frá því í lok síðustu viku vegna kröfu Donalds Trump Bandaríkjaforseta um fjárveitingu til landamæramúrs. Deilur um múrinn hafa komið í veg fyrir að Bandaríkjaþing nái saman um útgjaldafrumvarp til að fjármagna rekstur stofnananna. Á meðan sitja hundruð þúsunda alríkisstarfsmanna annað hvort heima hjá sér eða vinna launalaust. Fastlega er búist við því að lokun alríkisstjórnarinnar vari inn í nýtt ár. New Horizons flýgur fram hjá Ultima Thule, íshnullungi í Kuiperbeltinu, um áramótin. Það verður þá fjarlægasta fyrirbæri sem geimfar hefur heimsótt til þessa, í um 6,5 milljarða kílómetra fjarlægð frá jörðinni. Jim Brindenstine, forstjóri NASA, reyndi að sefa áhyggjur þeirra sem óttuðust að lokun alríkisstofnanna þýddi að framhjáflugið færi fram í kyrrþey. „Búist við því að sjá samfélagsmiðlareikninga New Horizons halda áfram að starfa. Samningurinn fyrir þessi verkefni var fjármagnaður fram í tímann,“ tísti Brindenstine í gær. Það sama sagði hann að ætti við um Osiris-Rex leiðangurinn hjá smástirninu Bennu og sjónvarpsrás NASA. „NASA heldur áfram að fylla heimsbyggðina lotningu með afrekum sínum!“ lofaði Bridenstine.Expect to see the @NASANewHorizons social media accounts continue to operate. The contract for these activities was forward funded. This applies to @OSIRISREx and NASA TV too. @NASA will continue to stun the world with its achievements!— Jim Bridenstine (@JimBridenstine) December 28, 2018 Mega ekki gera tilraunir eða athuganir Sömu sögu er þó ekki að segja af þúsundum vísindamanna sem vinna fyrir bandarísku alríkisstjórnina eða fá styrki frá henni. Washington Post segir að lokunin þýði að þeim sé bannað að huga að tilraunum, gera athuganir, safna gögnum, gera tilraunir eða segja frá niðurstöðum sínum. Lokunin hefur meðal annars stöðvað vísindastörf hjá Haf- og loftslagsstofnuninni (NOAA), landbúnaðarráðuneytinu, Vísindasjóði Bandaríkjanna, og Jarðfræðistofnun Bandaríkjanna. Dragist lokunin enn á langinn geta um 800 vísindamenn sem áttu að tala á landsþingi Veðurfræðifélags Bandaríkjanna í byrjun janúar ekki mætt. Stjörnufræðingar sem komu auga á einstaka tifstjörnu rétt áður en lokunin hófst gætu misst af tækifæri til að rannsaka hana haldi þráteflið áfram. Alice Harding, stjarneðlisfræðingur við Goddard-geimrannsóknastöð NASA, segir að hún og félagar hennar við Fermi-geimsjónaukann hafi flýtt sér að gera viðbótarathuganir á tifstjörnunni rétt áður en þau neyddust til að leggja niður störf. „En ef alríkisstjórnin verður áfram lokuð í meira en viku fáum við ekki tækifæri til að gera fleira,“ segir Harding við Washington Post. Útlitið fyrir að Bandaríkjaþing samþykki nýtt útgjaldafrumvarp til að hefja megi rekstur alríkisstofnananna á ný virðist ekki bjart. Trump forseti endurtók í dag hótun sem hann hefur sett fram áður um að hann muni loka landamærum Bandaríkjanna að Mexíkó fái hann ekki fjármagn til að reisa múrinn. Forsetinn hótaði því sama fyrir þingkosningarnar í byrjun nóvember þegar hann lét mikið með hóp miðamerísks farandfólks sem ætlaði fótgangandi norður til Bandaríkjanna til að leita þar hælis.
Bandaríkin Donald Trump Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Lokun bandarískra alríkisstofnana varir fram á nýtt ár Ekki er útlit fyrir að Bandaríkjaþing reyni að samþykkja nýtt útgjaldafrumvarp þar til nýtt þing kemur saman í næstu viku. 27. desember 2018 23:42 Plútófar NASA nálgast sögulegt framhjáflug í ytra sólkerfinu Aldrei áður hefur geimfar frá jörðinni heimsótt eins fjarlægt fyrirbæri og þegar New Horizons þýtur fram hjá Kuiper-smástirninu Ultima Thule á nýársdag. 19. desember 2018 13:41 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Lokun bandarískra alríkisstofnana varir fram á nýtt ár Ekki er útlit fyrir að Bandaríkjaþing reyni að samþykkja nýtt útgjaldafrumvarp þar til nýtt þing kemur saman í næstu viku. 27. desember 2018 23:42
Plútófar NASA nálgast sögulegt framhjáflug í ytra sólkerfinu Aldrei áður hefur geimfar frá jörðinni heimsótt eins fjarlægt fyrirbæri og þegar New Horizons þýtur fram hjá Kuiper-smástirninu Ultima Thule á nýársdag. 19. desember 2018 13:41