Nítján kafarar komnir inn í hellinn Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. júlí 2018 06:24 Elon Musk birti þessa mynd á Twitter-síðu sinni í nótt. Twitter Vonast er til að fótboltaþjálfaranum og síðustu drengjunum fjórum sem eftir eru í hellinum í norðurhluta Tælands verði bjargað í dag. Stjórnendur björgunaraðgerðanna greindu frá því í morgun að nítján kafarar hefðu haldið af stað inn í hellinn klukkan 02:08 í nótt að íslenskum tíma og þeir búist við að aðgerðir dagsins verði tímafrekari en síðustu daga. Fjórum drengjum var bjargað úr hellinum á sunnudag í 8 klukkustunda langri aðgerð en ekki tók nema 6 klukkustundir að ná fjórum út til viðbótar í gær. Björgun dagsins verður þó ekki aðeins lengri af því að bjarga þarf fimm úr hellinum í dag, samanborið við fjóra drengi í síðustu aðgerðum. Auk hinna föstu hefur fjöldi kafara, læknir og aðrir björgunarmenn komið sér fyrir í hellinum og munu þeir verða síðastir út. Að sama skapi rigndi talsvert í norðurhluta Tælands í nótt. Að sögn talsmanna aðgerðanna ætti það þó ekki að hafa nein teljandi áhrif á aðgerðir dagsins.Frá blaðamannafundi í nótt.Vísir/APÞá var greint frá því í nótt að drengirnir átta sem komnir eru úr hellinum séu við góða heilsu. Þeir fá nú aðhlynningu á sjúkrahúsi og hafa fengið að hitta foreldra sína. Þeir eru þó enn í einangrun og hafa því þurft að tala við þá í gegnum gler. Tveir drengir eru þó sagðir vera með minniháttar lungnasýkingu. Þar að auki eru þeir með sólgleraugu öllum stundum, enda augun ennþá að aðlagast birtunni eftir 2 vikur í niðamyrkum hellinum. Þeir munu dvelja hið minnsta í viku í viðbót á sjúkrahúsinu. Það þýðir að þeir geta ekki verið viðstaddir úrslitaleik heimsmeistaramótsins í knattspyrnu sem fram fer um næstu helgi - eins og Guðni Th. Jóhannesson og forseti FIFA höfðu vonað. Þá mætti tæknifrömuðurinn Elon Musk með hinn víðfræga kafbát, sem hann lét vísindamenn sína setja saman á mettíma til að aðstoða við aðgerðirnar, þrátt fyrir að stjórnendur hefðu afþakkað boðið. Þeir segja að þó svo að báturinn sé tæknilega fullkominn henti hann ekki þessari tilteknu aðgerð. Musk skildi bátinn engu að síður eftir, ef þeim skyldi snúast hugur.Just returned from Cave 3. Mini-sub is ready if needed. It is made of rocket parts & named Wild Boar after kids' soccer team. Leaving here in case it may be useful in the future. Thailand is so beautiful. pic.twitter.com/EHNh8ydaTT— Elon Musk (@elonmusk) July 9, 2018 Fastir í helli í Taílandi Tengdar fréttir Sérútbúið hylki á leið frá Elon Musk til Taílands Elon Musk, eigandi SpaceX og Tesla, hefur sent lítinn kafbát til Taílands sem mögulegt er að verði notaðir í björgunaraðgerðum vegna þeirra níu sem eftir sitja í hellinum í Chiang Rai. CNN greinir frá. 9. júlí 2018 00:19 Átta bjargað í Taílandi en fimm þurfa að bíða til morguns Hlé hefur verið gert til morguns á björgunaraðgerðum við hellinn í Taílandi þar sem hópur drengja hefur verið í sjálfheldu ásamt fótboltaþjálfara sínum í vel á aðra viku. 9. júlí 2018 13:39 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira
Vonast er til að fótboltaþjálfaranum og síðustu drengjunum fjórum sem eftir eru í hellinum í norðurhluta Tælands verði bjargað í dag. Stjórnendur björgunaraðgerðanna greindu frá því í morgun að nítján kafarar hefðu haldið af stað inn í hellinn klukkan 02:08 í nótt að íslenskum tíma og þeir búist við að aðgerðir dagsins verði tímafrekari en síðustu daga. Fjórum drengjum var bjargað úr hellinum á sunnudag í 8 klukkustunda langri aðgerð en ekki tók nema 6 klukkustundir að ná fjórum út til viðbótar í gær. Björgun dagsins verður þó ekki aðeins lengri af því að bjarga þarf fimm úr hellinum í dag, samanborið við fjóra drengi í síðustu aðgerðum. Auk hinna föstu hefur fjöldi kafara, læknir og aðrir björgunarmenn komið sér fyrir í hellinum og munu þeir verða síðastir út. Að sama skapi rigndi talsvert í norðurhluta Tælands í nótt. Að sögn talsmanna aðgerðanna ætti það þó ekki að hafa nein teljandi áhrif á aðgerðir dagsins.Frá blaðamannafundi í nótt.Vísir/APÞá var greint frá því í nótt að drengirnir átta sem komnir eru úr hellinum séu við góða heilsu. Þeir fá nú aðhlynningu á sjúkrahúsi og hafa fengið að hitta foreldra sína. Þeir eru þó enn í einangrun og hafa því þurft að tala við þá í gegnum gler. Tveir drengir eru þó sagðir vera með minniháttar lungnasýkingu. Þar að auki eru þeir með sólgleraugu öllum stundum, enda augun ennþá að aðlagast birtunni eftir 2 vikur í niðamyrkum hellinum. Þeir munu dvelja hið minnsta í viku í viðbót á sjúkrahúsinu. Það þýðir að þeir geta ekki verið viðstaddir úrslitaleik heimsmeistaramótsins í knattspyrnu sem fram fer um næstu helgi - eins og Guðni Th. Jóhannesson og forseti FIFA höfðu vonað. Þá mætti tæknifrömuðurinn Elon Musk með hinn víðfræga kafbát, sem hann lét vísindamenn sína setja saman á mettíma til að aðstoða við aðgerðirnar, þrátt fyrir að stjórnendur hefðu afþakkað boðið. Þeir segja að þó svo að báturinn sé tæknilega fullkominn henti hann ekki þessari tilteknu aðgerð. Musk skildi bátinn engu að síður eftir, ef þeim skyldi snúast hugur.Just returned from Cave 3. Mini-sub is ready if needed. It is made of rocket parts & named Wild Boar after kids' soccer team. Leaving here in case it may be useful in the future. Thailand is so beautiful. pic.twitter.com/EHNh8ydaTT— Elon Musk (@elonmusk) July 9, 2018
Fastir í helli í Taílandi Tengdar fréttir Sérútbúið hylki á leið frá Elon Musk til Taílands Elon Musk, eigandi SpaceX og Tesla, hefur sent lítinn kafbát til Taílands sem mögulegt er að verði notaðir í björgunaraðgerðum vegna þeirra níu sem eftir sitja í hellinum í Chiang Rai. CNN greinir frá. 9. júlí 2018 00:19 Átta bjargað í Taílandi en fimm þurfa að bíða til morguns Hlé hefur verið gert til morguns á björgunaraðgerðum við hellinn í Taílandi þar sem hópur drengja hefur verið í sjálfheldu ásamt fótboltaþjálfara sínum í vel á aðra viku. 9. júlí 2018 13:39 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira
Sérútbúið hylki á leið frá Elon Musk til Taílands Elon Musk, eigandi SpaceX og Tesla, hefur sent lítinn kafbát til Taílands sem mögulegt er að verði notaðir í björgunaraðgerðum vegna þeirra níu sem eftir sitja í hellinum í Chiang Rai. CNN greinir frá. 9. júlí 2018 00:19
Átta bjargað í Taílandi en fimm þurfa að bíða til morguns Hlé hefur verið gert til morguns á björgunaraðgerðum við hellinn í Taílandi þar sem hópur drengja hefur verið í sjálfheldu ásamt fótboltaþjálfara sínum í vel á aðra viku. 9. júlí 2018 13:39