Bandaríkjaher áfram í Suður-Kóreu Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. maí 2018 07:25 Þúsundir bandarískra hermanna hafa staðið vaktina í Suður-Kóreu frá árinu 1953. Vísir/AFp Stjórnvöld í Suður-Kóreu hafa tekið af allan vafa um áframhaldandi veru Bandaríkjahers í landinu, sama hvernig samningaviðræður milli ríkjanna á Kóreuskaga kunna að þróast. Um það bil 29 þúsund bandarískir hermenn eru alla jafna í Suður-Kóreu. Vera þeirra í landinu er hluti af varnarsamkomulagi sem undirritað var eftir Kóreustríðinu lauk óformlega árið 1953. Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, sagði Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, að hann væri tilbúinn til að láta kjarnorkuvopn sín frá sér, gegn friðarsamkomulagi og því að Bandaríkin lofuðu að ráðast aldrei á Norður-Kóreu. Talsmaður suður-kóreskra stjórnvalda sagði hins vegar í morgun að vera Bandaríkjahers í landinu tengdist friðarsamkomulaginu sem nú er rætt einfaldlega ekki neitt.Sjá einnig: Kjarnorkuvopn gegn loforði um enga innrás„Bandarískir hermenn í Suður-Kóreu eru mál sem lýtur að bandalagi Suður-Kóreu og Bandaríkjanna,“ er haft eftir talsmanninum Kim Eui-kyeom á vef breska ríkisútvarpsins. Yfirlýsingin kemur í kjölfar blaðagreinar, sem ráðgjafi Moon ritaði, þar sem segir að gæti verið erfitt að réttlæta áframahaldandi veru Bandaríkahers í landinu ef friðarsamningur við Norður-Kóreu verður undirritaður. Á fundi sínum á föstudag samþykktu leiðtogarnir að vinna að kjarnorkuvopnalausum Kóreuskaga og að stefna á undirritun formlegs friðarsáttmála sem myndi enda á Kóreustríðið. Stríðið hófst árið 1950 en þremur árum síðar var því skotið á frest með vopnahléi. Norður-Kórea og Suður-Kóreu eru því enn, tæknilega séð, í stríði. Þrátt fyrir að stjórnvöld í Pjongjang hafi verið andsnúin veru Bandaríkjamanna í Suður-Kóreu, ekki síst vegna sameiginlegra heræfinga ríkjanna, er ekkert minnst á Bandaríkjaher í samkomulaginu sem undirritað var eftir leiðtogafund helgarinnar. Norður-Kórea Tengdar fréttir Vill Sameinuðu þjóðirnar að borðinu Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, fór í gær fram á að Sameinuðu þjóðirnar tækju þátt í því að tryggja að Norður-Kórea stæði við loforð um að afkjarnorkuvæðast, líkt og Moon og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, lofuðu í yfirlýsingu sem þeir undirrituðu í Panmunjom á dögunum. 2. maí 2018 06:00 Kjarnorkuvopn gegn loforði um enga innrás Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, sagði Moon Jea-in, forseta Suður-Kóreu, að hann væri tilbúinn til að láta kjarnorkuvopn sín frá sér, gegn friðarsamkomulagi og því að Bandaríkin lofuðu að ráðast aldrei á Norður-Kóreu. 29. apríl 2018 19:58 Yfirlýsingin verði ekki pólitískt deilumál Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, kallaði í gær eftir því að suðurkóreska þingið fullgilti yfirlýsinguna sem hann undirritaði með Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, eftir fund þeirra í landamærabænum Panmunjom á föstudaginn. 1. maí 2018 07:00 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Sjá meira
Stjórnvöld í Suður-Kóreu hafa tekið af allan vafa um áframhaldandi veru Bandaríkjahers í landinu, sama hvernig samningaviðræður milli ríkjanna á Kóreuskaga kunna að þróast. Um það bil 29 þúsund bandarískir hermenn eru alla jafna í Suður-Kóreu. Vera þeirra í landinu er hluti af varnarsamkomulagi sem undirritað var eftir Kóreustríðinu lauk óformlega árið 1953. Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, sagði Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, að hann væri tilbúinn til að láta kjarnorkuvopn sín frá sér, gegn friðarsamkomulagi og því að Bandaríkin lofuðu að ráðast aldrei á Norður-Kóreu. Talsmaður suður-kóreskra stjórnvalda sagði hins vegar í morgun að vera Bandaríkjahers í landinu tengdist friðarsamkomulaginu sem nú er rætt einfaldlega ekki neitt.Sjá einnig: Kjarnorkuvopn gegn loforði um enga innrás„Bandarískir hermenn í Suður-Kóreu eru mál sem lýtur að bandalagi Suður-Kóreu og Bandaríkjanna,“ er haft eftir talsmanninum Kim Eui-kyeom á vef breska ríkisútvarpsins. Yfirlýsingin kemur í kjölfar blaðagreinar, sem ráðgjafi Moon ritaði, þar sem segir að gæti verið erfitt að réttlæta áframahaldandi veru Bandaríkahers í landinu ef friðarsamningur við Norður-Kóreu verður undirritaður. Á fundi sínum á föstudag samþykktu leiðtogarnir að vinna að kjarnorkuvopnalausum Kóreuskaga og að stefna á undirritun formlegs friðarsáttmála sem myndi enda á Kóreustríðið. Stríðið hófst árið 1950 en þremur árum síðar var því skotið á frest með vopnahléi. Norður-Kórea og Suður-Kóreu eru því enn, tæknilega séð, í stríði. Þrátt fyrir að stjórnvöld í Pjongjang hafi verið andsnúin veru Bandaríkjamanna í Suður-Kóreu, ekki síst vegna sameiginlegra heræfinga ríkjanna, er ekkert minnst á Bandaríkjaher í samkomulaginu sem undirritað var eftir leiðtogafund helgarinnar.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Vill Sameinuðu þjóðirnar að borðinu Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, fór í gær fram á að Sameinuðu þjóðirnar tækju þátt í því að tryggja að Norður-Kórea stæði við loforð um að afkjarnorkuvæðast, líkt og Moon og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, lofuðu í yfirlýsingu sem þeir undirrituðu í Panmunjom á dögunum. 2. maí 2018 06:00 Kjarnorkuvopn gegn loforði um enga innrás Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, sagði Moon Jea-in, forseta Suður-Kóreu, að hann væri tilbúinn til að láta kjarnorkuvopn sín frá sér, gegn friðarsamkomulagi og því að Bandaríkin lofuðu að ráðast aldrei á Norður-Kóreu. 29. apríl 2018 19:58 Yfirlýsingin verði ekki pólitískt deilumál Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, kallaði í gær eftir því að suðurkóreska þingið fullgilti yfirlýsinguna sem hann undirritaði með Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, eftir fund þeirra í landamærabænum Panmunjom á föstudaginn. 1. maí 2018 07:00 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Sjá meira
Vill Sameinuðu þjóðirnar að borðinu Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, fór í gær fram á að Sameinuðu þjóðirnar tækju þátt í því að tryggja að Norður-Kórea stæði við loforð um að afkjarnorkuvæðast, líkt og Moon og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, lofuðu í yfirlýsingu sem þeir undirrituðu í Panmunjom á dögunum. 2. maí 2018 06:00
Kjarnorkuvopn gegn loforði um enga innrás Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, sagði Moon Jea-in, forseta Suður-Kóreu, að hann væri tilbúinn til að láta kjarnorkuvopn sín frá sér, gegn friðarsamkomulagi og því að Bandaríkin lofuðu að ráðast aldrei á Norður-Kóreu. 29. apríl 2018 19:58
Yfirlýsingin verði ekki pólitískt deilumál Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, kallaði í gær eftir því að suðurkóreska þingið fullgilti yfirlýsinguna sem hann undirritaði með Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, eftir fund þeirra í landamærabænum Panmunjom á föstudaginn. 1. maí 2018 07:00