Kanye West sagði þrældóm svartra hljóma eins og „val“ Kjartan Kjartansson skrifar 2. maí 2018 08:13 Kanye West bindur ekki bagga sína sömu hnútum og samferðarmennirnir. Vísir/AFP Bandaríski rapparinn Kanye West heldur áfram að vekja furðu með framgöngu sinni. Þannig gaf hann í skyn að fjögurra alda þrældómur svartra í Bandaríkjunum hafi verið „val“ í sjónvarpsþætti í gær. West hefur síðan sagt að orð hans hafi verið mistúlkuð. Það var í sjónvarpsþætti TMZ sem West lýsti hugsunum sínum um þrælahaldið. Svart fólk var flutt nauðungarflutningum frá Afríku til Bandaríkjanna á 17., 18. og 19. öld. „Þegar maður heyrir um þrælahald í fjögur hundruð ár…í fjögur hundruð ár? Það hljómar eins og val,“ sagði rapparinn sem bætti því við að svartir Bandaríkjamenn væru fastir í viðjum hugans. Blökkumenn í Bandaríkjunum veldu sér nú að vera þrælar. Starfsmaður TMZ svaraði West fullum hálsi í útsendingunni og fullyrti að rapparinn talaði „án hugsunar“. „Þú hefur rétt á að trúa hverju sem þú vilt en það eru staðreyndir og raunveruleiki, raunverulegar afleiðingar af öllu sem þú varst að segja,“ sagði Van Lathan, starfsmaður TMZ við West og harmaði í hvað rapparinn hefði breyst.Kanye West stirs up the TMZ newsroom over TRUMP, SLAVERY and FREE THOUGHT. There's A LOT more that went down ... and the fireworks are exploding on @TMZLive today. Check your local listings for show times. pic.twitter.com/jwVsJCMPiq— TMZ (@TMZ) May 1, 2018 Lýsti Trump sem „drengnum sínum“ West sagði síðar á Twitter að ummælin hefðu verið misskilin. Hann hafi aðeins talað um fjögur hundruð ára þrælahald vegna þess að blökkumenn mættu ekki vera andlega fangelsaðir í önnur fjögur hundruð ár, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC.„Auðvitað veit ég að þrælarnir voru ekki hlekkjaðir og settir um borð í skip af frjálsum vilja,“ tísti hann. West hefur vakið töluverða athygli undanfarið vegna yfirlýstrar aðdáunar hans á Donald Trump Bandaríkjaforseta. Í viðtalinu lýsti hann Trump sem „drengnum sínum“ [e. My boy] og að forsetinn væri í uppáhaldi hjá röppurum. Framganga West undanfarið hefur jafnvel vakið upp spurningar um að hann gangi ekki heill til skógar. Hann hefur meðal annars rekið umboðsmann sinn, sagst vera með tvær plötur og heimspekirit í smíðum og bergmálað hægriöfgamenn. Tvö ár eru liðin frá því að West var fluttur á sjúkrahús eftir tónleika sem fóru úr böndunum í Kaliforníu. Þar stöðvaði hann tónleikana eftir örfá lög og hélt sautján mínútna langa tölu þar sem hann líkti sjálfum sér meðal annars við Trump og deildi á stjörnuparið Jay-Z og Beyoncé. Tengdar fréttir Tvær nýjar plötur frá Kanye West í júní Rapparinn umdeildi tilkynnti á Twitter að hann ætlaði að gefa út tvær nýjar plötur í júní. 20. apríl 2018 12:04 Hvað er í gangi hjá Kanye West? Tíststormur rapparans hristi hressilega upp í aðdáendum og vinum hans og margir voru furðu lostnir. 27. apríl 2018 16:35 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Sjá meira
Bandaríski rapparinn Kanye West heldur áfram að vekja furðu með framgöngu sinni. Þannig gaf hann í skyn að fjögurra alda þrældómur svartra í Bandaríkjunum hafi verið „val“ í sjónvarpsþætti í gær. West hefur síðan sagt að orð hans hafi verið mistúlkuð. Það var í sjónvarpsþætti TMZ sem West lýsti hugsunum sínum um þrælahaldið. Svart fólk var flutt nauðungarflutningum frá Afríku til Bandaríkjanna á 17., 18. og 19. öld. „Þegar maður heyrir um þrælahald í fjögur hundruð ár…í fjögur hundruð ár? Það hljómar eins og val,“ sagði rapparinn sem bætti því við að svartir Bandaríkjamenn væru fastir í viðjum hugans. Blökkumenn í Bandaríkjunum veldu sér nú að vera þrælar. Starfsmaður TMZ svaraði West fullum hálsi í útsendingunni og fullyrti að rapparinn talaði „án hugsunar“. „Þú hefur rétt á að trúa hverju sem þú vilt en það eru staðreyndir og raunveruleiki, raunverulegar afleiðingar af öllu sem þú varst að segja,“ sagði Van Lathan, starfsmaður TMZ við West og harmaði í hvað rapparinn hefði breyst.Kanye West stirs up the TMZ newsroom over TRUMP, SLAVERY and FREE THOUGHT. There's A LOT more that went down ... and the fireworks are exploding on @TMZLive today. Check your local listings for show times. pic.twitter.com/jwVsJCMPiq— TMZ (@TMZ) May 1, 2018 Lýsti Trump sem „drengnum sínum“ West sagði síðar á Twitter að ummælin hefðu verið misskilin. Hann hafi aðeins talað um fjögur hundruð ára þrælahald vegna þess að blökkumenn mættu ekki vera andlega fangelsaðir í önnur fjögur hundruð ár, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC.„Auðvitað veit ég að þrælarnir voru ekki hlekkjaðir og settir um borð í skip af frjálsum vilja,“ tísti hann. West hefur vakið töluverða athygli undanfarið vegna yfirlýstrar aðdáunar hans á Donald Trump Bandaríkjaforseta. Í viðtalinu lýsti hann Trump sem „drengnum sínum“ [e. My boy] og að forsetinn væri í uppáhaldi hjá röppurum. Framganga West undanfarið hefur jafnvel vakið upp spurningar um að hann gangi ekki heill til skógar. Hann hefur meðal annars rekið umboðsmann sinn, sagst vera með tvær plötur og heimspekirit í smíðum og bergmálað hægriöfgamenn. Tvö ár eru liðin frá því að West var fluttur á sjúkrahús eftir tónleika sem fóru úr böndunum í Kaliforníu. Þar stöðvaði hann tónleikana eftir örfá lög og hélt sautján mínútna langa tölu þar sem hann líkti sjálfum sér meðal annars við Trump og deildi á stjörnuparið Jay-Z og Beyoncé.
Tengdar fréttir Tvær nýjar plötur frá Kanye West í júní Rapparinn umdeildi tilkynnti á Twitter að hann ætlaði að gefa út tvær nýjar plötur í júní. 20. apríl 2018 12:04 Hvað er í gangi hjá Kanye West? Tíststormur rapparans hristi hressilega upp í aðdáendum og vinum hans og margir voru furðu lostnir. 27. apríl 2018 16:35 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Sjá meira
Tvær nýjar plötur frá Kanye West í júní Rapparinn umdeildi tilkynnti á Twitter að hann ætlaði að gefa út tvær nýjar plötur í júní. 20. apríl 2018 12:04
Hvað er í gangi hjá Kanye West? Tíststormur rapparans hristi hressilega upp í aðdáendum og vinum hans og margir voru furðu lostnir. 27. apríl 2018 16:35