ETA biðst afsökunar og leysist upp Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. apríl 2018 08:44 Tilkynning frá ETA birtist í tveimur baskneskum dagblöðum í morgun. Vísir/Getty Búist er við því að ETA, aðskilnaðarhreyfing Baska, verði formlega leyst upp á allra næstu vikum. Í tilkynningu sem hreyfingin sendi frá sér í morgun biðjast fulltrúar hennar afsökunar á öllum þeim kvölum sem ETA hefur valdið á síðustu áratugum. Hreyfingin vonast jafnframt til þess að aðstendur allra þeirra óbreyttu borgara sem látist hafa í aðgerðum ETA geti fyrirgefið þeim. Talið er að á þeim 40 árum sem ETA hefur verið starfandi í Baskahéröðum Spánar og Frakklands hafi hreyfingin dregið rúmlega 800 manns til dauða og sært þúsundir annarra. Stjórnmálaskýrendur áætla að ETA muni formlega lýsa því yfir í byrjun næsta mánaðar að hreyfingin sé hætt störfum. Spænsk stjórnvöld segja að þau hafi ráðið fullkomlega niðurlögum ETA og að hreyfingin hafi ekki náð að hrinda nokkru einasta hugðarefni sínu í varanlega framkvæmd. „Við erum meðvituð um að á þessum löngu ófriðartímum höfum við valdið miklum þjáningum, þar með talið tjóni sem engar skýringar eru á,“ segir í yfirlýsingunni sem birtist í tveimur baskneskum dagblöðum í morgun.„Við viljum votta þeim látnu virðingu okkar, öllum þeim sem særst hafa og öðrum fórnarlömbum aðgerða ETA. Við biðjumst innilegrar afsökunar.“ Í tilkynningunni kemur jafnframt fram að ETA sé reiðubúin að leggja sín lóð á vogarskálarnar svo að sár Baskahéraðanna geti gróið. ETA hefur dregið mikið úr umfangi sínu á síðustu árum. Til að mynda tilkynnti hreyfingin að hún myndi ekki framkvæma fleiri árásir í september árið 2010 og lýsti yfir formlegu vopnahléi nokkrum mánuðum síðar. ETA afhenti svo frönsku lögreglunni þrjú og hálft tonn af vopnum, sprengiefnum og öðrum tækjabúnaði í apríl í fyrra. Tengdar fréttir ETA segjast hætt öllu vopnaskaki ETA, aðskilnaðarhreyfing Baska, batt í gær enda á vopnaða sjálfstæðisbaráttu sem staðið hefur í 43 ár og kostað 829 mannslíf. 21. október 2011 06:00 ETA hefur afhent lögreglunni öll sín vopn Skæruliðahreyfingin ETA hefur loksins afvopnast. 8. apríl 2017 20:18 Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira
Búist er við því að ETA, aðskilnaðarhreyfing Baska, verði formlega leyst upp á allra næstu vikum. Í tilkynningu sem hreyfingin sendi frá sér í morgun biðjast fulltrúar hennar afsökunar á öllum þeim kvölum sem ETA hefur valdið á síðustu áratugum. Hreyfingin vonast jafnframt til þess að aðstendur allra þeirra óbreyttu borgara sem látist hafa í aðgerðum ETA geti fyrirgefið þeim. Talið er að á þeim 40 árum sem ETA hefur verið starfandi í Baskahéröðum Spánar og Frakklands hafi hreyfingin dregið rúmlega 800 manns til dauða og sært þúsundir annarra. Stjórnmálaskýrendur áætla að ETA muni formlega lýsa því yfir í byrjun næsta mánaðar að hreyfingin sé hætt störfum. Spænsk stjórnvöld segja að þau hafi ráðið fullkomlega niðurlögum ETA og að hreyfingin hafi ekki náð að hrinda nokkru einasta hugðarefni sínu í varanlega framkvæmd. „Við erum meðvituð um að á þessum löngu ófriðartímum höfum við valdið miklum þjáningum, þar með talið tjóni sem engar skýringar eru á,“ segir í yfirlýsingunni sem birtist í tveimur baskneskum dagblöðum í morgun.„Við viljum votta þeim látnu virðingu okkar, öllum þeim sem særst hafa og öðrum fórnarlömbum aðgerða ETA. Við biðjumst innilegrar afsökunar.“ Í tilkynningunni kemur jafnframt fram að ETA sé reiðubúin að leggja sín lóð á vogarskálarnar svo að sár Baskahéraðanna geti gróið. ETA hefur dregið mikið úr umfangi sínu á síðustu árum. Til að mynda tilkynnti hreyfingin að hún myndi ekki framkvæma fleiri árásir í september árið 2010 og lýsti yfir formlegu vopnahléi nokkrum mánuðum síðar. ETA afhenti svo frönsku lögreglunni þrjú og hálft tonn af vopnum, sprengiefnum og öðrum tækjabúnaði í apríl í fyrra.
Tengdar fréttir ETA segjast hætt öllu vopnaskaki ETA, aðskilnaðarhreyfing Baska, batt í gær enda á vopnaða sjálfstæðisbaráttu sem staðið hefur í 43 ár og kostað 829 mannslíf. 21. október 2011 06:00 ETA hefur afhent lögreglunni öll sín vopn Skæruliðahreyfingin ETA hefur loksins afvopnast. 8. apríl 2017 20:18 Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira
ETA segjast hætt öllu vopnaskaki ETA, aðskilnaðarhreyfing Baska, batt í gær enda á vopnaða sjálfstæðisbaráttu sem staðið hefur í 43 ár og kostað 829 mannslíf. 21. október 2011 06:00
ETA hefur afhent lögreglunni öll sín vopn Skæruliðahreyfingin ETA hefur loksins afvopnast. 8. apríl 2017 20:18