Demókratar höfða mál gegn Rússum, Wikileaks og framboði Trump Samúel Karl Ólason skrifar 20. apríl 2018 16:06 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Landsnefnd Demókrataflokksins hefur höfðað mál gegn Rússlandi, Wikileaks og framboði Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Demókratar saka þessa aðila um samsæri til hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016 og að hjálpa Trump að sigra í kosningunum. Í kærunni er því haldið fram að starfsmenn Trump hafi unnið með ríkisstjórn Rússlands, leyniþjónustu rússneska hersins (GRU) og sömuleiðis Wikileaks í árás á tölvukerfi landsnefndar Demókrataflokksins. Völdum tölvupóstum landsnefndarinnar var svo dreift af Wikileaks. „Í forsetakosningunum 2016 gerðu Rússar allsherjar árás á lýðræði okkar og fundu þeir fúsan samstarfsaðila í framboði Donald Trump,“ sagði Tom Perez, formaður landsnefndar Demókrataflokksins, í yfirlýsingu, samkvæmt Washington Post.„Þetta eru fordæmalaus svik. Framboð manns til forseta Bandaríkjanna starfaði með óvinveittu ríki til að auka líkur sínar á því að sigra í kosningunum.“ Landsnefndin fer fram á milljónir dala í skaðabætur. Tölvuárásirnar eru sagðar hafa valdið flokknum miklum skaða, bæði í atkvæðum talið og fjárhagslegum skaða. Sömuleiðis hafi starfsmenn flokksins orðið fyrir áreitni vegna málsins og jafnvel borist morðhótanir.Gerðu það sama við Nixon Lögsókn þessi er í takt við lögsókn Demókrataflokksins gegn framboði Richard Nixon vegna Watergate hneykslisins. Þá fór landsnefnd Demókrataflokksins fram á milljóna dala í skaðabætur vegna innbrotsins í höfuðstöðvar þeirra í Watergate-byggingunni. Því er haldið fram í kærunni að starfsmenn framboðs Trump hafi ítrekað fengið veður af gangi tölvuárásanna og að Rússar sætu á miklu magni upplýsinga frá Demókrataflokknum. Þeim fregnum hafi verið tekið fagnandi og á endanum hafi Trump-liðar gert samkomulag við Rússa. Í kærunni eru nokkrir starfsmenn Trump nefndir sérstaklega; Donald Trump yngri, Jared Kushner, Paul Manafort og Rick Gates. Trump yngri er sonur forsetans, Kushner er tengdasonur hans, Manafort stýrði framboði Trump um tima og Gates var undirmaður Manfort.Sömuleiðis er Roger Stone nefndur, en hann og Trump hafa lengi verið nánir og áður en það var opinbert gaf Stone í skyn opinberlega að Rússar sætu á upplýsingum sem kæmu Hillary Clinton illa.Sérfræðingar sammála Landsnefnd Demókrataflokksins fékk öryggisfyrirtækið CrowdStrike til að rannsaka tölvuárásirnar gegn flokknum á sínum tíma, eftir að FBI varaði flokkinn við því að hakkarar hefðu mögulega brotið sér leið inn í tölvukerfi þeirra. Þá hafði öryggisfyrirtækið SecureWorks verið að fylgjast með grunsamlegum tölvupóstum sem höfðu verið sendir á starfsmenn landsnefndar Demókrataflokksins (DNC) og framboð Hillary Clinton. Niðurstaða þess fyrirtækis var að hakkarar á vegum rússneskra yfirvalda væru að störfum þar.Dmitri Alperovitch, eigandi CrowdStrike, hefur sagt að þeir hafi gómað hakkarana að verki þegar demókratar réðu þá í maí. Þeir hafi fylgst með hökkurunum inni í kerfi Demókrataflokksins.Hér má sjá hluta viðtals CNN við Alperovitch frá því í desember 2016 þar sem hann fer yfir málið.Niðurstöður CrowdStrike voru að tveir mismunandi hópar hefðu komið að árásunum. Hóparnir hafa verið nefndir Cozy Bear og Fancy Bear. Fyrri hópurinn er sagður vera rekinn af leyniþjónustu Rússlands, FSB, og seinni hópurinn af leyniþjónustu hersins, GRU. Báðir hóparnir hafa verið bendlaðir við fjölmargar tölvuárásir á stofnanir, samtök, skóla og fleira um allan heim á undanförnum árum.Kóðar, vefþjónar og önnur tól, sem áður höfðu verið tengdir við hópana tvo voru notaðir við árásirnar á Demókrataflokkinn. Niðurstaðan var sú að hópar tölvuhakkara sem vinna fyrir leyniþjónustur Rússlands gerðu tölvuárásir á, meðal annars, Demókrataflokkinn og aðila sem komu að framboði Hillary Clinton. Tölvupóstar og önnur gögn sem komu framboðinu illa voru síðan birtir af Wikileaks. Julian Assange, neitar þó að Rússar hafi látið Wikileaks hafa gögnin. Cozy Bear og Fancy Bear hafa um árabil verið bendlaðir við árásir á ríkisstjórnir þjóða í NATO og heri þeirra, vopnaframleiðendur og jafnvel blaðamenn. Donald Trump Tengdar fréttir Trump reyndi aftur að reka Mueller í desember Aðstoðarmenn Bandaríkjaforseta óttast að hann noti húsleitir FBI hjá lögmanni sínum sem átyllu til að reka Robert Mueller, yfirmann Rússarannsóknarinnar. 11. apríl 2018 10:15 Trump lýsir rassíu hjá lögmanni sínum sem árás á Bandaríkin Bandaríkjaforseti sagðist myndu sjá til hvort hann ræki sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. 10. apríl 2018 10:29 Rússneskir auðkýfingar yfirheyrðir í Rússarannsókninni Einn rússneskur ólígarki var stöðvaður á flugvelli í New York og leitað var í raftækjum hans. 5. apríl 2018 10:48 Trump í mótsögn við sjálfan sig um brottrekstur FBI-forstjórans Bandaríkjaforseti sagði í fyrra að hann hefði rekið forstjóra FBI vegna Rússarannsóknarinnar. Nú tístir hann um að það hafi ekki verið ástæðan. 18. apríl 2018 19:15 Trump þáði framlag frá úkraínskum auðkýfingi í kosningabaráttunni Greiðslan er sögð til rannsóknar hjá sérstaka rannsakandanum sem hefur vaxandi áhuga á fé frá erlendum aðilum sem rann til Trump í kosningabaráttunni. 10. apríl 2018 10:15 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Fleiri fréttir Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Sjá meira
Landsnefnd Demókrataflokksins hefur höfðað mál gegn Rússlandi, Wikileaks og framboði Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Demókratar saka þessa aðila um samsæri til hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016 og að hjálpa Trump að sigra í kosningunum. Í kærunni er því haldið fram að starfsmenn Trump hafi unnið með ríkisstjórn Rússlands, leyniþjónustu rússneska hersins (GRU) og sömuleiðis Wikileaks í árás á tölvukerfi landsnefndar Demókrataflokksins. Völdum tölvupóstum landsnefndarinnar var svo dreift af Wikileaks. „Í forsetakosningunum 2016 gerðu Rússar allsherjar árás á lýðræði okkar og fundu þeir fúsan samstarfsaðila í framboði Donald Trump,“ sagði Tom Perez, formaður landsnefndar Demókrataflokksins, í yfirlýsingu, samkvæmt Washington Post.„Þetta eru fordæmalaus svik. Framboð manns til forseta Bandaríkjanna starfaði með óvinveittu ríki til að auka líkur sínar á því að sigra í kosningunum.“ Landsnefndin fer fram á milljónir dala í skaðabætur. Tölvuárásirnar eru sagðar hafa valdið flokknum miklum skaða, bæði í atkvæðum talið og fjárhagslegum skaða. Sömuleiðis hafi starfsmenn flokksins orðið fyrir áreitni vegna málsins og jafnvel borist morðhótanir.Gerðu það sama við Nixon Lögsókn þessi er í takt við lögsókn Demókrataflokksins gegn framboði Richard Nixon vegna Watergate hneykslisins. Þá fór landsnefnd Demókrataflokksins fram á milljóna dala í skaðabætur vegna innbrotsins í höfuðstöðvar þeirra í Watergate-byggingunni. Því er haldið fram í kærunni að starfsmenn framboðs Trump hafi ítrekað fengið veður af gangi tölvuárásanna og að Rússar sætu á miklu magni upplýsinga frá Demókrataflokknum. Þeim fregnum hafi verið tekið fagnandi og á endanum hafi Trump-liðar gert samkomulag við Rússa. Í kærunni eru nokkrir starfsmenn Trump nefndir sérstaklega; Donald Trump yngri, Jared Kushner, Paul Manafort og Rick Gates. Trump yngri er sonur forsetans, Kushner er tengdasonur hans, Manafort stýrði framboði Trump um tima og Gates var undirmaður Manfort.Sömuleiðis er Roger Stone nefndur, en hann og Trump hafa lengi verið nánir og áður en það var opinbert gaf Stone í skyn opinberlega að Rússar sætu á upplýsingum sem kæmu Hillary Clinton illa.Sérfræðingar sammála Landsnefnd Demókrataflokksins fékk öryggisfyrirtækið CrowdStrike til að rannsaka tölvuárásirnar gegn flokknum á sínum tíma, eftir að FBI varaði flokkinn við því að hakkarar hefðu mögulega brotið sér leið inn í tölvukerfi þeirra. Þá hafði öryggisfyrirtækið SecureWorks verið að fylgjast með grunsamlegum tölvupóstum sem höfðu verið sendir á starfsmenn landsnefndar Demókrataflokksins (DNC) og framboð Hillary Clinton. Niðurstaða þess fyrirtækis var að hakkarar á vegum rússneskra yfirvalda væru að störfum þar.Dmitri Alperovitch, eigandi CrowdStrike, hefur sagt að þeir hafi gómað hakkarana að verki þegar demókratar réðu þá í maí. Þeir hafi fylgst með hökkurunum inni í kerfi Demókrataflokksins.Hér má sjá hluta viðtals CNN við Alperovitch frá því í desember 2016 þar sem hann fer yfir málið.Niðurstöður CrowdStrike voru að tveir mismunandi hópar hefðu komið að árásunum. Hóparnir hafa verið nefndir Cozy Bear og Fancy Bear. Fyrri hópurinn er sagður vera rekinn af leyniþjónustu Rússlands, FSB, og seinni hópurinn af leyniþjónustu hersins, GRU. Báðir hóparnir hafa verið bendlaðir við fjölmargar tölvuárásir á stofnanir, samtök, skóla og fleira um allan heim á undanförnum árum.Kóðar, vefþjónar og önnur tól, sem áður höfðu verið tengdir við hópana tvo voru notaðir við árásirnar á Demókrataflokkinn. Niðurstaðan var sú að hópar tölvuhakkara sem vinna fyrir leyniþjónustur Rússlands gerðu tölvuárásir á, meðal annars, Demókrataflokkinn og aðila sem komu að framboði Hillary Clinton. Tölvupóstar og önnur gögn sem komu framboðinu illa voru síðan birtir af Wikileaks. Julian Assange, neitar þó að Rússar hafi látið Wikileaks hafa gögnin. Cozy Bear og Fancy Bear hafa um árabil verið bendlaðir við árásir á ríkisstjórnir þjóða í NATO og heri þeirra, vopnaframleiðendur og jafnvel blaðamenn.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump reyndi aftur að reka Mueller í desember Aðstoðarmenn Bandaríkjaforseta óttast að hann noti húsleitir FBI hjá lögmanni sínum sem átyllu til að reka Robert Mueller, yfirmann Rússarannsóknarinnar. 11. apríl 2018 10:15 Trump lýsir rassíu hjá lögmanni sínum sem árás á Bandaríkin Bandaríkjaforseti sagðist myndu sjá til hvort hann ræki sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. 10. apríl 2018 10:29 Rússneskir auðkýfingar yfirheyrðir í Rússarannsókninni Einn rússneskur ólígarki var stöðvaður á flugvelli í New York og leitað var í raftækjum hans. 5. apríl 2018 10:48 Trump í mótsögn við sjálfan sig um brottrekstur FBI-forstjórans Bandaríkjaforseti sagði í fyrra að hann hefði rekið forstjóra FBI vegna Rússarannsóknarinnar. Nú tístir hann um að það hafi ekki verið ástæðan. 18. apríl 2018 19:15 Trump þáði framlag frá úkraínskum auðkýfingi í kosningabaráttunni Greiðslan er sögð til rannsóknar hjá sérstaka rannsakandanum sem hefur vaxandi áhuga á fé frá erlendum aðilum sem rann til Trump í kosningabaráttunni. 10. apríl 2018 10:15 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Fleiri fréttir Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Sjá meira
Trump reyndi aftur að reka Mueller í desember Aðstoðarmenn Bandaríkjaforseta óttast að hann noti húsleitir FBI hjá lögmanni sínum sem átyllu til að reka Robert Mueller, yfirmann Rússarannsóknarinnar. 11. apríl 2018 10:15
Trump lýsir rassíu hjá lögmanni sínum sem árás á Bandaríkin Bandaríkjaforseti sagðist myndu sjá til hvort hann ræki sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. 10. apríl 2018 10:29
Rússneskir auðkýfingar yfirheyrðir í Rússarannsókninni Einn rússneskur ólígarki var stöðvaður á flugvelli í New York og leitað var í raftækjum hans. 5. apríl 2018 10:48
Trump í mótsögn við sjálfan sig um brottrekstur FBI-forstjórans Bandaríkjaforseti sagði í fyrra að hann hefði rekið forstjóra FBI vegna Rússarannsóknarinnar. Nú tístir hann um að það hafi ekki verið ástæðan. 18. apríl 2018 19:15
Trump þáði framlag frá úkraínskum auðkýfingi í kosningabaráttunni Greiðslan er sögð til rannsóknar hjá sérstaka rannsakandanum sem hefur vaxandi áhuga á fé frá erlendum aðilum sem rann til Trump í kosningabaráttunni. 10. apríl 2018 10:15
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent