Trump reyndi aftur að reka Mueller í desember Kjartan Kjartansson skrifar 11. apríl 2018 10:15 Í ljós kom að fréttirnar um stefnu á hendur Deutsche Bank sem ergðu Trump svo mjög tengdust ekki honum sjálfum heldur einstaklingum sem tengjast honum. Vísir/AFP Fréttir um að þýskum banka hefði verið stefnt um gögn um viðskipti Donalds Trump Bandaríkjaforseta reittu hann svo til reiði í desember að hann sagði aðstoðarmönnum sínum að stöðva þyrfti rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. Þetta er annað skiptið sem vitað er um þar sem Trump vildi reka rannsakandann.New York Times segir að reiði Trump hafi verið sefuð þegar ráðgjafar hans og lögmenn fengu það staðfest hjá skrifstofu Mueller að fréttir um að rannsakandinn hefði stefnt Deutsche Bank um gögnin væru ekki nákvæmar. Forsetinn hafi þá dregið í land. Aðstoðarmenn forsetans eru nú sagðir óttast að Trump gæti notað húsleitir alríkislögreglunnar FBI hjá lögmanni sínum á mánudag sem átyllu til þess að reka rannsakandann. Mueller rannsakar hvort samráð hafi átt sér stað á milli forsetaframboðs Trump og rússneskra stjórnvalda árið 2016. Húsleitirnar eru sagðar tengjast greiðslum til tveggja kvenna sem segjast hafa átt í kynferðislegu sambandi við Trump. Mueller miðlaði upplýsingunum áfram til ríkissaksóknara Bandaríkjanna fyrir New York-ríki sem stóð fyrir rassíunum. Trump sagði sjálfur á mánudag að koma þyrfti í ljós hvort að hann ræki Mueller. Vísaði hann til þess að „margir“ hefðu ráðlagt honum að gera það. Kallaði hann húsleitirnar árás á Bandaríkin.Leiða reiðilestra Trump hjá sér til að byrja með Áður hefur verið greint frá því að Trump hafi viljað reka Mueller í júní í fyrra vegna þess sem hann taldi vera hagsmunaárekstrar rannsakandans. Þar á meðal var minniháttar deila Mueller um aðild að golfklúbbi Trump einhverjum árum áður. Skipaði Trump Donald McGahn, lögmanni Hvíta hússins, að segja Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra, sem hefur umsjón með rannsókn Mueller að reka rannsakandann. McGahn hummaði þá kröfu fram af sér. Trump linnti hins vegar ekki látum fyrr en McGahn hótaði að segja af sér frekar en að fara að skipun forsetans.Donald F. McGahn, lögmaður Hvíta hússins, sagði forsetanum að ekki væri ástæða til að reka Mueller síðasta sumar. Það var ekki fyrr en hann hótaði því að segja af sér sem Trump hætti að biðja hann um að reka Mueller.Vísir/GettyFréttaflutningur af rannsókn Mueller hefur ítrekað verið kveikjan að bræðiköstum forsetans. Á meðan á þeim stendum hefur hann rasað um að nú þurfi hann að stöðva rannsóknina eða losa sig við embættismenn sem tengjast henni eins og Rosenstein, Mueller sjálfan og jafnvel Christopher Wray, forstjóra alríkislögreglunnar FBI. New York Times segir hins vegar að aðstoðarmenn forsetans hafi lært að hunsa reiðilestra hans. Þeir taki þeim ekki sem beinum skipunum heldur séu þeir einfaldlega hvernig Trump tjáir sig án þess að meira búi að baki. Því bíði aðstoðarmennirnir yfirleitt með að grípa til aðgerða þangað til Trump hefur vakið máls á einhverju í þrígang.Telur ekki þörf á að verja Mueller Frumvörp um að verja Mueller fyrir mögulegum brottrekstri hafa legið fyrir Bandaríkjaþingi í nokkra mánuði. Leiðtogar repúblikana, sem hafa meirihluta í báðum deildum þingsins, hafa hins vegar ekki viljað láta greiða atkvæði um þau. Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, sagði í gær að hann teldi að Mueller ætti að fá að ljúka rannsókn sinni. Hann teldi hins vegar enga þörf á lögum til að verja Mueller sérstaklega þar sem hann sæi ekkert sem benti til þess að hætta væri á hann yrði rekinn. Ekki virðast hins vegar allir repúblikanar vera á sömu blaðsíðunni. Davin Nunes, formaður leyniþjónustunefndar fulltrúadeildarinnar, ýjaði að því í gær að þingmenn ættu að ávíta Rosenstein og Wray og ákæra þá vegna húsleitanna hjá lögmanni Trump. Nunes þessi hefur áður fullyrt að dómsmálaráðuneytið og FBI hafi haft brögð í tafli þegar þau fengu heimild til að hlera fyrrverandi ráðgjafa framboðs Trump árið 2016. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir FBI réðst inn á skrifstofu lögmanns Bandaríkjaforseta Einhver skjalanna, sem alríkislögreglan lagði hald á, tengjast greiðslum Bandaríkjaforseta til klámstjörnunnar Stormy Daniels. 9. apríl 2018 21:00 FBI var á höttunum eftir gögnum um greiðslur til meintra hjákvenna Trump Tilgangur rassíanna hjá lögmanni Trump Bandaríkjaforseta var einnig að finna gögn um aðkomu útgefanda National Enquirer að að kaupa þögn annarrar konunnar. 10. apríl 2018 17:00 Trump lýsir rassíu hjá lögmanni sínum sem árás á Bandaríkin Bandaríkjaforseti sagðist myndu sjá til hvort hann ræki sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. 10. apríl 2018 10:29 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Sjá meira
Fréttir um að þýskum banka hefði verið stefnt um gögn um viðskipti Donalds Trump Bandaríkjaforseta reittu hann svo til reiði í desember að hann sagði aðstoðarmönnum sínum að stöðva þyrfti rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. Þetta er annað skiptið sem vitað er um þar sem Trump vildi reka rannsakandann.New York Times segir að reiði Trump hafi verið sefuð þegar ráðgjafar hans og lögmenn fengu það staðfest hjá skrifstofu Mueller að fréttir um að rannsakandinn hefði stefnt Deutsche Bank um gögnin væru ekki nákvæmar. Forsetinn hafi þá dregið í land. Aðstoðarmenn forsetans eru nú sagðir óttast að Trump gæti notað húsleitir alríkislögreglunnar FBI hjá lögmanni sínum á mánudag sem átyllu til þess að reka rannsakandann. Mueller rannsakar hvort samráð hafi átt sér stað á milli forsetaframboðs Trump og rússneskra stjórnvalda árið 2016. Húsleitirnar eru sagðar tengjast greiðslum til tveggja kvenna sem segjast hafa átt í kynferðislegu sambandi við Trump. Mueller miðlaði upplýsingunum áfram til ríkissaksóknara Bandaríkjanna fyrir New York-ríki sem stóð fyrir rassíunum. Trump sagði sjálfur á mánudag að koma þyrfti í ljós hvort að hann ræki Mueller. Vísaði hann til þess að „margir“ hefðu ráðlagt honum að gera það. Kallaði hann húsleitirnar árás á Bandaríkin.Leiða reiðilestra Trump hjá sér til að byrja með Áður hefur verið greint frá því að Trump hafi viljað reka Mueller í júní í fyrra vegna þess sem hann taldi vera hagsmunaárekstrar rannsakandans. Þar á meðal var minniháttar deila Mueller um aðild að golfklúbbi Trump einhverjum árum áður. Skipaði Trump Donald McGahn, lögmanni Hvíta hússins, að segja Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra, sem hefur umsjón með rannsókn Mueller að reka rannsakandann. McGahn hummaði þá kröfu fram af sér. Trump linnti hins vegar ekki látum fyrr en McGahn hótaði að segja af sér frekar en að fara að skipun forsetans.Donald F. McGahn, lögmaður Hvíta hússins, sagði forsetanum að ekki væri ástæða til að reka Mueller síðasta sumar. Það var ekki fyrr en hann hótaði því að segja af sér sem Trump hætti að biðja hann um að reka Mueller.Vísir/GettyFréttaflutningur af rannsókn Mueller hefur ítrekað verið kveikjan að bræðiköstum forsetans. Á meðan á þeim stendum hefur hann rasað um að nú þurfi hann að stöðva rannsóknina eða losa sig við embættismenn sem tengjast henni eins og Rosenstein, Mueller sjálfan og jafnvel Christopher Wray, forstjóra alríkislögreglunnar FBI. New York Times segir hins vegar að aðstoðarmenn forsetans hafi lært að hunsa reiðilestra hans. Þeir taki þeim ekki sem beinum skipunum heldur séu þeir einfaldlega hvernig Trump tjáir sig án þess að meira búi að baki. Því bíði aðstoðarmennirnir yfirleitt með að grípa til aðgerða þangað til Trump hefur vakið máls á einhverju í þrígang.Telur ekki þörf á að verja Mueller Frumvörp um að verja Mueller fyrir mögulegum brottrekstri hafa legið fyrir Bandaríkjaþingi í nokkra mánuði. Leiðtogar repúblikana, sem hafa meirihluta í báðum deildum þingsins, hafa hins vegar ekki viljað láta greiða atkvæði um þau. Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, sagði í gær að hann teldi að Mueller ætti að fá að ljúka rannsókn sinni. Hann teldi hins vegar enga þörf á lögum til að verja Mueller sérstaklega þar sem hann sæi ekkert sem benti til þess að hætta væri á hann yrði rekinn. Ekki virðast hins vegar allir repúblikanar vera á sömu blaðsíðunni. Davin Nunes, formaður leyniþjónustunefndar fulltrúadeildarinnar, ýjaði að því í gær að þingmenn ættu að ávíta Rosenstein og Wray og ákæra þá vegna húsleitanna hjá lögmanni Trump. Nunes þessi hefur áður fullyrt að dómsmálaráðuneytið og FBI hafi haft brögð í tafli þegar þau fengu heimild til að hlera fyrrverandi ráðgjafa framboðs Trump árið 2016.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir FBI réðst inn á skrifstofu lögmanns Bandaríkjaforseta Einhver skjalanna, sem alríkislögreglan lagði hald á, tengjast greiðslum Bandaríkjaforseta til klámstjörnunnar Stormy Daniels. 9. apríl 2018 21:00 FBI var á höttunum eftir gögnum um greiðslur til meintra hjákvenna Trump Tilgangur rassíanna hjá lögmanni Trump Bandaríkjaforseta var einnig að finna gögn um aðkomu útgefanda National Enquirer að að kaupa þögn annarrar konunnar. 10. apríl 2018 17:00 Trump lýsir rassíu hjá lögmanni sínum sem árás á Bandaríkin Bandaríkjaforseti sagðist myndu sjá til hvort hann ræki sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. 10. apríl 2018 10:29 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Sjá meira
FBI réðst inn á skrifstofu lögmanns Bandaríkjaforseta Einhver skjalanna, sem alríkislögreglan lagði hald á, tengjast greiðslum Bandaríkjaforseta til klámstjörnunnar Stormy Daniels. 9. apríl 2018 21:00
FBI var á höttunum eftir gögnum um greiðslur til meintra hjákvenna Trump Tilgangur rassíanna hjá lögmanni Trump Bandaríkjaforseta var einnig að finna gögn um aðkomu útgefanda National Enquirer að að kaupa þögn annarrar konunnar. 10. apríl 2018 17:00
Trump lýsir rassíu hjá lögmanni sínum sem árás á Bandaríkin Bandaríkjaforseti sagðist myndu sjá til hvort hann ræki sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. 10. apríl 2018 10:29