Starfsmaður framboðs Trump játar sök Kjartan Kjartansson skrifar 23. febrúar 2018 19:02 Gates þegar hann mætti í dómshús í Washington-borg í dag þar sem hann játaði á sig sakir. Vísir/AFP Rick Gates, fyrrverandi aðstoðarkosningastjóri forsetaframboðs Donalds Trump, játaði sök af tveimur liðum ákæru sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, í dag. Hann hefur náð samkomulagi við rannsakendur um að vinna með þeim og veita upplýsingar. Gates er þar með þriðji starfsmaður framboðs Trump sem hefur játað sök í rannsókninni á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016. Samkvæmt skjali sem lagt var fyrir alríkisdómstól í Washington-borg í dag játar Gates samsæri hans og Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Trump, um að fela fé fyrir bandarískum yfirvöldum og að hafa logið að rannsakendum um fund sem Manafort átti með þingmanni og málafylgjumanni árið 2013. Washington Post segir að Gates hafi logið um fundinn í viðtali við saksóknarana þar sem hann var að reyna að ná samkomulagi um samstarf við þá. Upphaflega neitaði hann því að Manafort hefði rætt um málefni Úkraínu á fundinum fyrir fimm árum. Fram kemur í skjalinu sem var lagt fram í dag að Manafort hafi þvegið átján milljónir dollara á tíu ára tímabili frá 2006 til 2016 og Gates um þrjár milljónir á reikningum sem hann stjórnaði á sama tíma. Manafort gagnrýnir fyrrverandi viðskiptafélaga sinn í yfirlýsingu sem Maggie Haberman, blaðamaður New York Times, deildi á Twitter. Gefur hann meðal annars í skyn að Gates sé veikgeðja. „Þrátt fyrir játningu Rick Gates í dag held ég áfram fram sakleysi mínu. Ég hafði vonað og búist við því að viðskiptafélagi minn hefði styrk til að halda áfram að berjast til að sanna sakleysi okkar. Af ástæðan sem eiga eftir að koma í ljós kaus hann að gera annað,“ segir Manafort.From Manafort re Gates pic.twitter.com/RV2RAkplue— Maggie Haberman (@maggieNYT) February 23, 2018 Gæti verið vendipunktur í rannsókninniNew York Times segir að samkomulagið á milli Gates og rannsakenda Mueller, geti verið vendipunktur í rannsókninni. Það geti bent til þess að Gates ætli að bera vitni gegn Manafort eða öðrum sem störfuðu fyrir framboðið. Manafort og Gates voru báðir ákærðir fyrir peningaþætti, skattsvik og brot gegn lögum um störf málafylgjumanna erlendra ríkja í Bandaríkjunum í október. Fjölda ákæruliða var bætt við í gær sem vörðuðu meðal annars frekari fjármálaglæpi þeirra. Manafort var kosningastjóri Trump þar til í ágúst 2016. Hann steig til hliðar vegna ásakana um að hann hefði þegið stórfé frá stjórnmálaflokki tengdum rússneskum stjórnvöldum í Úkraínu. Gates var aðstoðarkosningastjóri framboðsins og starfaði áfram fyrir það fram yfir kosningar. Hann tók meðal annars þátt í undirbúningi fyrir valdatöku Trump eftir að hann var kjörinn forseti. Þeir Manafort unnu saman lengi sem málafylgjumenn fyrir erlend ríki, þar á meðal Ferdinand Marcos, fyrrverandi einræðisherra Filippseyja, og Viktor Janúkóvitsj, fyrrverandi forseta Úkraínu. Hvorugur skráði hins vegar störf sín fyrir Janúkóvitsj hjá bandarískum yfirvöldum eins og þeim bar lagaleg skylda til að gera fyrr en í júní í fyrra.Fréttin var uppfærð eftir að staðfest var að Gates hefði játað sök. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Starfsmaður framboðs Trump tilbúinn að bera vitni gegn kosningastjóranum Rick Gates er sagður hafa náð samkomulagi við rannsakendur Roberts Mueller um að vinna með þeim. Hann gæti borið vitni gegn Paul Manafort, fyrrverandi kosningarstjóra Trump. 19. febrúar 2018 20:20 Bætt við ákærurnar gegn starfsmönnum framboðs Trump Ekki er ljóst hvort að nýjum áskökunum hafi verið bætt við eða hugsanlegu samkomulagi um játningu annars eða beggja sakborninga. 21. febrúar 2018 22:15 Mueller ákærir lögmann fyrir lygar Hann á að hafa logið um samskipti sín við Rick Gates, fyrrverandi starfsmann forsetaframboðs Donald Trump, og um vinnu hans fyrir Dómsmálaráðyneyti Úkraínu árið 2012. 20. febrúar 2018 15:55 Starfsmenn framboðs Trump ákærðir fyrir fleiri fjármálaglæpi Fleiri liðum um fjársvik og peningaþvætti hefur verið bætt við ákæru á hendur fyrrverandi kosningastjóra og aðstoðarkosningastjóra Donalds Trump. 22. febrúar 2018 22:12 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti einn látinn eftir alvarlegt lestarslys í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Sjá meira
Rick Gates, fyrrverandi aðstoðarkosningastjóri forsetaframboðs Donalds Trump, játaði sök af tveimur liðum ákæru sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, í dag. Hann hefur náð samkomulagi við rannsakendur um að vinna með þeim og veita upplýsingar. Gates er þar með þriðji starfsmaður framboðs Trump sem hefur játað sök í rannsókninni á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016. Samkvæmt skjali sem lagt var fyrir alríkisdómstól í Washington-borg í dag játar Gates samsæri hans og Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Trump, um að fela fé fyrir bandarískum yfirvöldum og að hafa logið að rannsakendum um fund sem Manafort átti með þingmanni og málafylgjumanni árið 2013. Washington Post segir að Gates hafi logið um fundinn í viðtali við saksóknarana þar sem hann var að reyna að ná samkomulagi um samstarf við þá. Upphaflega neitaði hann því að Manafort hefði rætt um málefni Úkraínu á fundinum fyrir fimm árum. Fram kemur í skjalinu sem var lagt fram í dag að Manafort hafi þvegið átján milljónir dollara á tíu ára tímabili frá 2006 til 2016 og Gates um þrjár milljónir á reikningum sem hann stjórnaði á sama tíma. Manafort gagnrýnir fyrrverandi viðskiptafélaga sinn í yfirlýsingu sem Maggie Haberman, blaðamaður New York Times, deildi á Twitter. Gefur hann meðal annars í skyn að Gates sé veikgeðja. „Þrátt fyrir játningu Rick Gates í dag held ég áfram fram sakleysi mínu. Ég hafði vonað og búist við því að viðskiptafélagi minn hefði styrk til að halda áfram að berjast til að sanna sakleysi okkar. Af ástæðan sem eiga eftir að koma í ljós kaus hann að gera annað,“ segir Manafort.From Manafort re Gates pic.twitter.com/RV2RAkplue— Maggie Haberman (@maggieNYT) February 23, 2018 Gæti verið vendipunktur í rannsókninniNew York Times segir að samkomulagið á milli Gates og rannsakenda Mueller, geti verið vendipunktur í rannsókninni. Það geti bent til þess að Gates ætli að bera vitni gegn Manafort eða öðrum sem störfuðu fyrir framboðið. Manafort og Gates voru báðir ákærðir fyrir peningaþætti, skattsvik og brot gegn lögum um störf málafylgjumanna erlendra ríkja í Bandaríkjunum í október. Fjölda ákæruliða var bætt við í gær sem vörðuðu meðal annars frekari fjármálaglæpi þeirra. Manafort var kosningastjóri Trump þar til í ágúst 2016. Hann steig til hliðar vegna ásakana um að hann hefði þegið stórfé frá stjórnmálaflokki tengdum rússneskum stjórnvöldum í Úkraínu. Gates var aðstoðarkosningastjóri framboðsins og starfaði áfram fyrir það fram yfir kosningar. Hann tók meðal annars þátt í undirbúningi fyrir valdatöku Trump eftir að hann var kjörinn forseti. Þeir Manafort unnu saman lengi sem málafylgjumenn fyrir erlend ríki, þar á meðal Ferdinand Marcos, fyrrverandi einræðisherra Filippseyja, og Viktor Janúkóvitsj, fyrrverandi forseta Úkraínu. Hvorugur skráði hins vegar störf sín fyrir Janúkóvitsj hjá bandarískum yfirvöldum eins og þeim bar lagaleg skylda til að gera fyrr en í júní í fyrra.Fréttin var uppfærð eftir að staðfest var að Gates hefði játað sök.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Starfsmaður framboðs Trump tilbúinn að bera vitni gegn kosningastjóranum Rick Gates er sagður hafa náð samkomulagi við rannsakendur Roberts Mueller um að vinna með þeim. Hann gæti borið vitni gegn Paul Manafort, fyrrverandi kosningarstjóra Trump. 19. febrúar 2018 20:20 Bætt við ákærurnar gegn starfsmönnum framboðs Trump Ekki er ljóst hvort að nýjum áskökunum hafi verið bætt við eða hugsanlegu samkomulagi um játningu annars eða beggja sakborninga. 21. febrúar 2018 22:15 Mueller ákærir lögmann fyrir lygar Hann á að hafa logið um samskipti sín við Rick Gates, fyrrverandi starfsmann forsetaframboðs Donald Trump, og um vinnu hans fyrir Dómsmálaráðyneyti Úkraínu árið 2012. 20. febrúar 2018 15:55 Starfsmenn framboðs Trump ákærðir fyrir fleiri fjármálaglæpi Fleiri liðum um fjársvik og peningaþvætti hefur verið bætt við ákæru á hendur fyrrverandi kosningastjóra og aðstoðarkosningastjóra Donalds Trump. 22. febrúar 2018 22:12 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti einn látinn eftir alvarlegt lestarslys í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Sjá meira
Starfsmaður framboðs Trump tilbúinn að bera vitni gegn kosningastjóranum Rick Gates er sagður hafa náð samkomulagi við rannsakendur Roberts Mueller um að vinna með þeim. Hann gæti borið vitni gegn Paul Manafort, fyrrverandi kosningarstjóra Trump. 19. febrúar 2018 20:20
Bætt við ákærurnar gegn starfsmönnum framboðs Trump Ekki er ljóst hvort að nýjum áskökunum hafi verið bætt við eða hugsanlegu samkomulagi um játningu annars eða beggja sakborninga. 21. febrúar 2018 22:15
Mueller ákærir lögmann fyrir lygar Hann á að hafa logið um samskipti sín við Rick Gates, fyrrverandi starfsmann forsetaframboðs Donald Trump, og um vinnu hans fyrir Dómsmálaráðyneyti Úkraínu árið 2012. 20. febrúar 2018 15:55
Starfsmenn framboðs Trump ákærðir fyrir fleiri fjármálaglæpi Fleiri liðum um fjársvik og peningaþvætti hefur verið bætt við ákæru á hendur fyrrverandi kosningastjóra og aðstoðarkosningastjóra Donalds Trump. 22. febrúar 2018 22:12