Starfsmaður framboðs Trump játar sök Kjartan Kjartansson skrifar 23. febrúar 2018 19:02 Gates þegar hann mætti í dómshús í Washington-borg í dag þar sem hann játaði á sig sakir. Vísir/AFP Rick Gates, fyrrverandi aðstoðarkosningastjóri forsetaframboðs Donalds Trump, játaði sök af tveimur liðum ákæru sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, í dag. Hann hefur náð samkomulagi við rannsakendur um að vinna með þeim og veita upplýsingar. Gates er þar með þriðji starfsmaður framboðs Trump sem hefur játað sök í rannsókninni á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016. Samkvæmt skjali sem lagt var fyrir alríkisdómstól í Washington-borg í dag játar Gates samsæri hans og Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Trump, um að fela fé fyrir bandarískum yfirvöldum og að hafa logið að rannsakendum um fund sem Manafort átti með þingmanni og málafylgjumanni árið 2013. Washington Post segir að Gates hafi logið um fundinn í viðtali við saksóknarana þar sem hann var að reyna að ná samkomulagi um samstarf við þá. Upphaflega neitaði hann því að Manafort hefði rætt um málefni Úkraínu á fundinum fyrir fimm árum. Fram kemur í skjalinu sem var lagt fram í dag að Manafort hafi þvegið átján milljónir dollara á tíu ára tímabili frá 2006 til 2016 og Gates um þrjár milljónir á reikningum sem hann stjórnaði á sama tíma. Manafort gagnrýnir fyrrverandi viðskiptafélaga sinn í yfirlýsingu sem Maggie Haberman, blaðamaður New York Times, deildi á Twitter. Gefur hann meðal annars í skyn að Gates sé veikgeðja. „Þrátt fyrir játningu Rick Gates í dag held ég áfram fram sakleysi mínu. Ég hafði vonað og búist við því að viðskiptafélagi minn hefði styrk til að halda áfram að berjast til að sanna sakleysi okkar. Af ástæðan sem eiga eftir að koma í ljós kaus hann að gera annað,“ segir Manafort.From Manafort re Gates pic.twitter.com/RV2RAkplue— Maggie Haberman (@maggieNYT) February 23, 2018 Gæti verið vendipunktur í rannsókninniNew York Times segir að samkomulagið á milli Gates og rannsakenda Mueller, geti verið vendipunktur í rannsókninni. Það geti bent til þess að Gates ætli að bera vitni gegn Manafort eða öðrum sem störfuðu fyrir framboðið. Manafort og Gates voru báðir ákærðir fyrir peningaþætti, skattsvik og brot gegn lögum um störf málafylgjumanna erlendra ríkja í Bandaríkjunum í október. Fjölda ákæruliða var bætt við í gær sem vörðuðu meðal annars frekari fjármálaglæpi þeirra. Manafort var kosningastjóri Trump þar til í ágúst 2016. Hann steig til hliðar vegna ásakana um að hann hefði þegið stórfé frá stjórnmálaflokki tengdum rússneskum stjórnvöldum í Úkraínu. Gates var aðstoðarkosningastjóri framboðsins og starfaði áfram fyrir það fram yfir kosningar. Hann tók meðal annars þátt í undirbúningi fyrir valdatöku Trump eftir að hann var kjörinn forseti. Þeir Manafort unnu saman lengi sem málafylgjumenn fyrir erlend ríki, þar á meðal Ferdinand Marcos, fyrrverandi einræðisherra Filippseyja, og Viktor Janúkóvitsj, fyrrverandi forseta Úkraínu. Hvorugur skráði hins vegar störf sín fyrir Janúkóvitsj hjá bandarískum yfirvöldum eins og þeim bar lagaleg skylda til að gera fyrr en í júní í fyrra.Fréttin var uppfærð eftir að staðfest var að Gates hefði játað sök. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Starfsmaður framboðs Trump tilbúinn að bera vitni gegn kosningastjóranum Rick Gates er sagður hafa náð samkomulagi við rannsakendur Roberts Mueller um að vinna með þeim. Hann gæti borið vitni gegn Paul Manafort, fyrrverandi kosningarstjóra Trump. 19. febrúar 2018 20:20 Bætt við ákærurnar gegn starfsmönnum framboðs Trump Ekki er ljóst hvort að nýjum áskökunum hafi verið bætt við eða hugsanlegu samkomulagi um játningu annars eða beggja sakborninga. 21. febrúar 2018 22:15 Mueller ákærir lögmann fyrir lygar Hann á að hafa logið um samskipti sín við Rick Gates, fyrrverandi starfsmann forsetaframboðs Donald Trump, og um vinnu hans fyrir Dómsmálaráðyneyti Úkraínu árið 2012. 20. febrúar 2018 15:55 Starfsmenn framboðs Trump ákærðir fyrir fleiri fjármálaglæpi Fleiri liðum um fjársvik og peningaþvætti hefur verið bætt við ákæru á hendur fyrrverandi kosningastjóra og aðstoðarkosningastjóra Donalds Trump. 22. febrúar 2018 22:12 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Fleiri fréttir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Sjá meira
Rick Gates, fyrrverandi aðstoðarkosningastjóri forsetaframboðs Donalds Trump, játaði sök af tveimur liðum ákæru sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, í dag. Hann hefur náð samkomulagi við rannsakendur um að vinna með þeim og veita upplýsingar. Gates er þar með þriðji starfsmaður framboðs Trump sem hefur játað sök í rannsókninni á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016. Samkvæmt skjali sem lagt var fyrir alríkisdómstól í Washington-borg í dag játar Gates samsæri hans og Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Trump, um að fela fé fyrir bandarískum yfirvöldum og að hafa logið að rannsakendum um fund sem Manafort átti með þingmanni og málafylgjumanni árið 2013. Washington Post segir að Gates hafi logið um fundinn í viðtali við saksóknarana þar sem hann var að reyna að ná samkomulagi um samstarf við þá. Upphaflega neitaði hann því að Manafort hefði rætt um málefni Úkraínu á fundinum fyrir fimm árum. Fram kemur í skjalinu sem var lagt fram í dag að Manafort hafi þvegið átján milljónir dollara á tíu ára tímabili frá 2006 til 2016 og Gates um þrjár milljónir á reikningum sem hann stjórnaði á sama tíma. Manafort gagnrýnir fyrrverandi viðskiptafélaga sinn í yfirlýsingu sem Maggie Haberman, blaðamaður New York Times, deildi á Twitter. Gefur hann meðal annars í skyn að Gates sé veikgeðja. „Þrátt fyrir játningu Rick Gates í dag held ég áfram fram sakleysi mínu. Ég hafði vonað og búist við því að viðskiptafélagi minn hefði styrk til að halda áfram að berjast til að sanna sakleysi okkar. Af ástæðan sem eiga eftir að koma í ljós kaus hann að gera annað,“ segir Manafort.From Manafort re Gates pic.twitter.com/RV2RAkplue— Maggie Haberman (@maggieNYT) February 23, 2018 Gæti verið vendipunktur í rannsókninniNew York Times segir að samkomulagið á milli Gates og rannsakenda Mueller, geti verið vendipunktur í rannsókninni. Það geti bent til þess að Gates ætli að bera vitni gegn Manafort eða öðrum sem störfuðu fyrir framboðið. Manafort og Gates voru báðir ákærðir fyrir peningaþætti, skattsvik og brot gegn lögum um störf málafylgjumanna erlendra ríkja í Bandaríkjunum í október. Fjölda ákæruliða var bætt við í gær sem vörðuðu meðal annars frekari fjármálaglæpi þeirra. Manafort var kosningastjóri Trump þar til í ágúst 2016. Hann steig til hliðar vegna ásakana um að hann hefði þegið stórfé frá stjórnmálaflokki tengdum rússneskum stjórnvöldum í Úkraínu. Gates var aðstoðarkosningastjóri framboðsins og starfaði áfram fyrir það fram yfir kosningar. Hann tók meðal annars þátt í undirbúningi fyrir valdatöku Trump eftir að hann var kjörinn forseti. Þeir Manafort unnu saman lengi sem málafylgjumenn fyrir erlend ríki, þar á meðal Ferdinand Marcos, fyrrverandi einræðisherra Filippseyja, og Viktor Janúkóvitsj, fyrrverandi forseta Úkraínu. Hvorugur skráði hins vegar störf sín fyrir Janúkóvitsj hjá bandarískum yfirvöldum eins og þeim bar lagaleg skylda til að gera fyrr en í júní í fyrra.Fréttin var uppfærð eftir að staðfest var að Gates hefði játað sök.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Starfsmaður framboðs Trump tilbúinn að bera vitni gegn kosningastjóranum Rick Gates er sagður hafa náð samkomulagi við rannsakendur Roberts Mueller um að vinna með þeim. Hann gæti borið vitni gegn Paul Manafort, fyrrverandi kosningarstjóra Trump. 19. febrúar 2018 20:20 Bætt við ákærurnar gegn starfsmönnum framboðs Trump Ekki er ljóst hvort að nýjum áskökunum hafi verið bætt við eða hugsanlegu samkomulagi um játningu annars eða beggja sakborninga. 21. febrúar 2018 22:15 Mueller ákærir lögmann fyrir lygar Hann á að hafa logið um samskipti sín við Rick Gates, fyrrverandi starfsmann forsetaframboðs Donald Trump, og um vinnu hans fyrir Dómsmálaráðyneyti Úkraínu árið 2012. 20. febrúar 2018 15:55 Starfsmenn framboðs Trump ákærðir fyrir fleiri fjármálaglæpi Fleiri liðum um fjársvik og peningaþvætti hefur verið bætt við ákæru á hendur fyrrverandi kosningastjóra og aðstoðarkosningastjóra Donalds Trump. 22. febrúar 2018 22:12 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Fleiri fréttir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Sjá meira
Starfsmaður framboðs Trump tilbúinn að bera vitni gegn kosningastjóranum Rick Gates er sagður hafa náð samkomulagi við rannsakendur Roberts Mueller um að vinna með þeim. Hann gæti borið vitni gegn Paul Manafort, fyrrverandi kosningarstjóra Trump. 19. febrúar 2018 20:20
Bætt við ákærurnar gegn starfsmönnum framboðs Trump Ekki er ljóst hvort að nýjum áskökunum hafi verið bætt við eða hugsanlegu samkomulagi um játningu annars eða beggja sakborninga. 21. febrúar 2018 22:15
Mueller ákærir lögmann fyrir lygar Hann á að hafa logið um samskipti sín við Rick Gates, fyrrverandi starfsmann forsetaframboðs Donald Trump, og um vinnu hans fyrir Dómsmálaráðyneyti Úkraínu árið 2012. 20. febrúar 2018 15:55
Starfsmenn framboðs Trump ákærðir fyrir fleiri fjármálaglæpi Fleiri liðum um fjársvik og peningaþvætti hefur verið bætt við ákæru á hendur fyrrverandi kosningastjóra og aðstoðarkosningastjóra Donalds Trump. 22. febrúar 2018 22:12