Trump í mótsögn við sjálfan sig um brottrekstur FBI-forstjórans Kjartan Kjartansson skrifar 18. apríl 2018 19:15 Trump sagði í viðtali í fyrra að hann hafi ætlað að reka Comey óháð ráðleggingum dómsmálaráðuneytisins. Vísir/AFP Nú tæpu ári eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti því hvernig hann rak James Comey, forstjóra alríkislögreglunnar FBI, vegna Rússarannsóknarinnar hefur Trump vent kvæði sínu í kross. Trump tísti í dag um að hann hefði ekki rekið Comey vegna rannsóknarinnar. Þegar Comey var rekinn í maí í fyrra byggðist ákvörðun Trump formlega á minnisblaði sem Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra, skrifaði. Í því var vísað til mistaka sem Comey hafi gert við meðhöndlun á rannsókn á tölvupóstum Hillary Clinton frá þeim tíma þegar hún var utanríkisráðherra. Ekki leið hins vegar á löngu þangað til Trump kastaði því yfirskini fyrir róða og lýsti því fyrir fréttamanni NBC-sjónvarpsstöðvarinnar að það hafi í raun og veru verið rannsókn FBI á meintu samráði forsetaframboðs hans við rússnesk stjórnvöld sem hafi orðið til þess að hann hafi ákveðið að reka Comey. „Reyndar þegar ég ákvað að gera það bara þá sagði ég við sjálfan mig, ég sagði: „Þú veist, þetta Rússlandsmál með Trump og Rússland er skálduð saga. Þetta er afsökun demókrata fyrir því að hafa tapað kosningum sem þeir hefðu átt að vinna,“ sagði Trump í viðtalinu við NBC. Það var var brottrekstur Comey sem varð til þess að Robert Mueller var skipaður sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins og falið að halda Rússarannsókninni áfram.Hefur kallað Comey „óþokka“ og „útsmoginn“ Comey hefur verið mikið í fréttum síðustu daga en æviminningar hans komu út á bók í gær. Í henni gagnrýnir Comey Trump harðlega og segir hann ekki siðferðislega hæfan til að gegna embætti. Trump hefur farið mikinn gegn Comey á Twitter og kallað hann „óþokka“ og „lygara“ og „útsmoginn“. Áfram hélt Trump í dag en í mótsögn við það sem hann hafði áður sagt um ástæður þess að hann rak Comey. „Útsmogni James Comey, versti FBI-forstjóri sögunnar, var ekki rekinn út af gervi-Rússrannsókninni þar sem, vel á minnst, það var ekkert SAMRÁÐ (nema hjá demókrötum)!“ tísti Trump.Slippery James Comey, the worst FBI Director in history, was not fired because of the phony Russia investigation where, by the way, there was NO COLLUSION (except by the Dems)!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 18, 2018 Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Trump hefur gefið misvísandi lýsingar á atburðunum sem leiddu til þess að hann rak Comey. Á meðal þess sem kom fram í vitnisburði Comey fyrir þingnefnd í fyrra var að Trump hefði beðið hann um að láta rannsókn á Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa forsetans, falla niður. Flynn hafði verið rekinn strax í febrúar í fyrra eftir að í ljós kom að hann hefði ekki greint satt og rétt frá samskiptum sínum við rússneskan sendiherra. Trump hafði sagt að Flynn hefði logið að Mike Pence, varaforseta, og því hefði hann þurft að fara. Í tísti í desember sagði Trump hins vegar að Flynn hefði bæði logið að Pence og alríkislögreglunni FBI og því hafi hann verið rekinn. Flynn hafði þá verið ákærður fyrir að ljúga að alríkislögreglunni. Hafi Trump vitað af því að Flynn hafi gerst sekur um lögbrot með því að ljúga að FBI á þeim tíma þegar hann rak Comey þótti það vísbending um að ákvörðun hans um að reka Comey hafi verið tilraun til að hindra framgang réttvísinnar.Hér fyrir neðan má sjá viðtal NBC við Trump frá því í fyrra þar sem hann vísar til Rússarannsóknarinnar sem ástæðu fyrir brottrekstri Comey. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Comey lýsir Trump sem siðlausum og óbundnum af sannleikanum Bandarískir fjölmiðlar eru byrjaðir að birta stutta útdrætti úr bók fyrrverandi forstjóra FBI sem er væntanleg á þriðjudag. 13. apríl 2018 12:30 Repúblikanar búa sig undir árásir á Comey Bók fyrrverandi forstjóra FBI sem Trump Bandaríkjaforseti rak er væntanleg á þriðjudag. Repúblikanar eru tilbúnir að heyja fjölmiðlastríð gegn honum. 12. apríl 2018 13:35 Bandaríkjaforseti fer af hjörunum vegna bókar Comey Fyrrverandi forstjóri alríkislögreglunnar FBI er útsmoginn óþokki sem er ekki mjög gáfaður, að mati forseta Bandaríkjanna. 15. apríl 2018 14:53 Comey talaði í fyrirsögnum James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar, var ekkert að skafa af því í fyrsta sjónvarpsviðtalinu sem birtist eftir að endurminningar hans, A Higher Loyalty, komu út vestanhafs. 16. apríl 2018 06:49 Trump kallar fyrrverandi forstjóra FBI „óþokka“ Tísti Trump í garð James Comey eru sérstaklega heiftúðleg og harðorð, jafnvel á hans eigin mælikvarða. 13. apríl 2018 12:45 Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Nú tæpu ári eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti því hvernig hann rak James Comey, forstjóra alríkislögreglunnar FBI, vegna Rússarannsóknarinnar hefur Trump vent kvæði sínu í kross. Trump tísti í dag um að hann hefði ekki rekið Comey vegna rannsóknarinnar. Þegar Comey var rekinn í maí í fyrra byggðist ákvörðun Trump formlega á minnisblaði sem Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra, skrifaði. Í því var vísað til mistaka sem Comey hafi gert við meðhöndlun á rannsókn á tölvupóstum Hillary Clinton frá þeim tíma þegar hún var utanríkisráðherra. Ekki leið hins vegar á löngu þangað til Trump kastaði því yfirskini fyrir róða og lýsti því fyrir fréttamanni NBC-sjónvarpsstöðvarinnar að það hafi í raun og veru verið rannsókn FBI á meintu samráði forsetaframboðs hans við rússnesk stjórnvöld sem hafi orðið til þess að hann hafi ákveðið að reka Comey. „Reyndar þegar ég ákvað að gera það bara þá sagði ég við sjálfan mig, ég sagði: „Þú veist, þetta Rússlandsmál með Trump og Rússland er skálduð saga. Þetta er afsökun demókrata fyrir því að hafa tapað kosningum sem þeir hefðu átt að vinna,“ sagði Trump í viðtalinu við NBC. Það var var brottrekstur Comey sem varð til þess að Robert Mueller var skipaður sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins og falið að halda Rússarannsókninni áfram.Hefur kallað Comey „óþokka“ og „útsmoginn“ Comey hefur verið mikið í fréttum síðustu daga en æviminningar hans komu út á bók í gær. Í henni gagnrýnir Comey Trump harðlega og segir hann ekki siðferðislega hæfan til að gegna embætti. Trump hefur farið mikinn gegn Comey á Twitter og kallað hann „óþokka“ og „lygara“ og „útsmoginn“. Áfram hélt Trump í dag en í mótsögn við það sem hann hafði áður sagt um ástæður þess að hann rak Comey. „Útsmogni James Comey, versti FBI-forstjóri sögunnar, var ekki rekinn út af gervi-Rússrannsókninni þar sem, vel á minnst, það var ekkert SAMRÁÐ (nema hjá demókrötum)!“ tísti Trump.Slippery James Comey, the worst FBI Director in history, was not fired because of the phony Russia investigation where, by the way, there was NO COLLUSION (except by the Dems)!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 18, 2018 Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Trump hefur gefið misvísandi lýsingar á atburðunum sem leiddu til þess að hann rak Comey. Á meðal þess sem kom fram í vitnisburði Comey fyrir þingnefnd í fyrra var að Trump hefði beðið hann um að láta rannsókn á Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa forsetans, falla niður. Flynn hafði verið rekinn strax í febrúar í fyrra eftir að í ljós kom að hann hefði ekki greint satt og rétt frá samskiptum sínum við rússneskan sendiherra. Trump hafði sagt að Flynn hefði logið að Mike Pence, varaforseta, og því hefði hann þurft að fara. Í tísti í desember sagði Trump hins vegar að Flynn hefði bæði logið að Pence og alríkislögreglunni FBI og því hafi hann verið rekinn. Flynn hafði þá verið ákærður fyrir að ljúga að alríkislögreglunni. Hafi Trump vitað af því að Flynn hafi gerst sekur um lögbrot með því að ljúga að FBI á þeim tíma þegar hann rak Comey þótti það vísbending um að ákvörðun hans um að reka Comey hafi verið tilraun til að hindra framgang réttvísinnar.Hér fyrir neðan má sjá viðtal NBC við Trump frá því í fyrra þar sem hann vísar til Rússarannsóknarinnar sem ástæðu fyrir brottrekstri Comey.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Comey lýsir Trump sem siðlausum og óbundnum af sannleikanum Bandarískir fjölmiðlar eru byrjaðir að birta stutta útdrætti úr bók fyrrverandi forstjóra FBI sem er væntanleg á þriðjudag. 13. apríl 2018 12:30 Repúblikanar búa sig undir árásir á Comey Bók fyrrverandi forstjóra FBI sem Trump Bandaríkjaforseti rak er væntanleg á þriðjudag. Repúblikanar eru tilbúnir að heyja fjölmiðlastríð gegn honum. 12. apríl 2018 13:35 Bandaríkjaforseti fer af hjörunum vegna bókar Comey Fyrrverandi forstjóri alríkislögreglunnar FBI er útsmoginn óþokki sem er ekki mjög gáfaður, að mati forseta Bandaríkjanna. 15. apríl 2018 14:53 Comey talaði í fyrirsögnum James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar, var ekkert að skafa af því í fyrsta sjónvarpsviðtalinu sem birtist eftir að endurminningar hans, A Higher Loyalty, komu út vestanhafs. 16. apríl 2018 06:49 Trump kallar fyrrverandi forstjóra FBI „óþokka“ Tísti Trump í garð James Comey eru sérstaklega heiftúðleg og harðorð, jafnvel á hans eigin mælikvarða. 13. apríl 2018 12:45 Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Comey lýsir Trump sem siðlausum og óbundnum af sannleikanum Bandarískir fjölmiðlar eru byrjaðir að birta stutta útdrætti úr bók fyrrverandi forstjóra FBI sem er væntanleg á þriðjudag. 13. apríl 2018 12:30
Repúblikanar búa sig undir árásir á Comey Bók fyrrverandi forstjóra FBI sem Trump Bandaríkjaforseti rak er væntanleg á þriðjudag. Repúblikanar eru tilbúnir að heyja fjölmiðlastríð gegn honum. 12. apríl 2018 13:35
Bandaríkjaforseti fer af hjörunum vegna bókar Comey Fyrrverandi forstjóri alríkislögreglunnar FBI er útsmoginn óþokki sem er ekki mjög gáfaður, að mati forseta Bandaríkjanna. 15. apríl 2018 14:53
Comey talaði í fyrirsögnum James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar, var ekkert að skafa af því í fyrsta sjónvarpsviðtalinu sem birtist eftir að endurminningar hans, A Higher Loyalty, komu út vestanhafs. 16. apríl 2018 06:49
Trump kallar fyrrverandi forstjóra FBI „óþokka“ Tísti Trump í garð James Comey eru sérstaklega heiftúðleg og harðorð, jafnvel á hans eigin mælikvarða. 13. apríl 2018 12:45