Óvirðing ef ekki lítilsvirðing og „undirmenn ekki dýr í hringleikahúsi“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. júlí 2018 13:09 Reykjavíkurborg þarf að greiða starfsmanninum 250 þúsund krónur í skaðabætur. Vísir/vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fellt úr gildi áminningu fjármálastjóra Ráðhúss Reykjavíkur í starfi. Þá þarf Reykjavíkurborg að greiða honum 250 þúsund krónur í miskabætur. Starfsmaðurinn hafði farið fram á tvær milljónir króna í bætur. Dómurinn var kveðinn upp þann 5. júní en fjármálastjórinn stefndi borginni í apríl í fyrra. Vildi hann að áminning yrði felld úr gildi og honum greiddar skaðabætur. Tilefni áminninganna, sem skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra og borgarritara veitti honum, voru tvö. Annars vegar var fjármálastjórinn áminntur fyrir brot á hlýðniskyldu vegna viðbragða við beiðni um greinargerð um framkvæmd styrkjareglna. Hins vegar fyrir óvandvirkni í starfi, ófullnægjandi árangur í starfi, framkomu sem samræmdist ekki starfi og óhlýðni við löglegt boð yfirmanns við vinnslu launaáætlunar. Þar átti starfsmaðurinn að sinna kennslu en skristofustjórinn átti í erfiðleikum með að mæta í boðaða kennslustund. Taldi hún starfsmanninn hafa gengið gegn skipunum og haldið fundinn á tíma sem hentaði henni ekki.Ætlast til „skilyrðislausrar hlýðni“ Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur er ítarlegur en niðurstaðan er skýr. Fær skrifstofustjórinn skömm í hattinn fyrir framkomu sína. Varðandi fyrrnefnda kennslu sem starfsmaðurinn var beðinn um að sinna segir í dómnum: „Það var ekki heldur þannig að skrifstofustjórinn hefði verið algerlega háð stefnanda um kennslu því hún átti kost á námskeiði sem fjármálaskrifstofa hélt árið 2016 og upprifjunarnámskeiði 17. febrúar 2017 og hefði væntanlega getað, eins og stefnandi, komist inn á námskeið sem fjármálaskrifstofan hélt fyrir aðra hópa. Það var því ekki á neinn hátt hans sök að hún hrökk upp við vondan draum að kvöldi 21. mars og hafði hvorki hafist handa við að vinna áætlunina né kynna sér hvernig ætti að gera það.“ Um þá skilyrðislausu hlýðni sem skrifstofustjórinn „virðist ætlast til af stefnanda verður sagt það eitt að þrátt fyrir stjórnunarrétt annars og hlýðniskyldu hins eru undirmenn ekki dýr í hringleikahúsi yfirmanna sinna. Að mati dómsins er þessi framkoma skrifstofustjórans í það minnsta óvirðing, ef ekki lítilsvirðing við samstarfsmann, sem er auk þess kynslóð eldri en hún og ætti, þó ekki væri nema vegna starfsreynslu sinnar, tilkall til örlítillar virðingar.“ Taldi dómurinn í hvorugu tilfellinu uppfyllt skilyrði um áminningu og var hún felld úr gildi. Krafan um tvær milljónir króna í skaðabætur þótti þó alltof há þegar litið væri til þeirra fjárhæða sem séu greiddar vegna margfalt alvarlegri miska. Þótti hæfilegt að bæta miskann með 250 þúsund krónum auk þess sem borgin þarf að greiða málskostnað upp á 1250 þúsund krónur.Dóminn í heild má lesa hér. Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fellt úr gildi áminningu fjármálastjóra Ráðhúss Reykjavíkur í starfi. Þá þarf Reykjavíkurborg að greiða honum 250 þúsund krónur í miskabætur. Starfsmaðurinn hafði farið fram á tvær milljónir króna í bætur. Dómurinn var kveðinn upp þann 5. júní en fjármálastjórinn stefndi borginni í apríl í fyrra. Vildi hann að áminning yrði felld úr gildi og honum greiddar skaðabætur. Tilefni áminninganna, sem skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra og borgarritara veitti honum, voru tvö. Annars vegar var fjármálastjórinn áminntur fyrir brot á hlýðniskyldu vegna viðbragða við beiðni um greinargerð um framkvæmd styrkjareglna. Hins vegar fyrir óvandvirkni í starfi, ófullnægjandi árangur í starfi, framkomu sem samræmdist ekki starfi og óhlýðni við löglegt boð yfirmanns við vinnslu launaáætlunar. Þar átti starfsmaðurinn að sinna kennslu en skristofustjórinn átti í erfiðleikum með að mæta í boðaða kennslustund. Taldi hún starfsmanninn hafa gengið gegn skipunum og haldið fundinn á tíma sem hentaði henni ekki.Ætlast til „skilyrðislausrar hlýðni“ Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur er ítarlegur en niðurstaðan er skýr. Fær skrifstofustjórinn skömm í hattinn fyrir framkomu sína. Varðandi fyrrnefnda kennslu sem starfsmaðurinn var beðinn um að sinna segir í dómnum: „Það var ekki heldur þannig að skrifstofustjórinn hefði verið algerlega háð stefnanda um kennslu því hún átti kost á námskeiði sem fjármálaskrifstofa hélt árið 2016 og upprifjunarnámskeiði 17. febrúar 2017 og hefði væntanlega getað, eins og stefnandi, komist inn á námskeið sem fjármálaskrifstofan hélt fyrir aðra hópa. Það var því ekki á neinn hátt hans sök að hún hrökk upp við vondan draum að kvöldi 21. mars og hafði hvorki hafist handa við að vinna áætlunina né kynna sér hvernig ætti að gera það.“ Um þá skilyrðislausu hlýðni sem skrifstofustjórinn „virðist ætlast til af stefnanda verður sagt það eitt að þrátt fyrir stjórnunarrétt annars og hlýðniskyldu hins eru undirmenn ekki dýr í hringleikahúsi yfirmanna sinna. Að mati dómsins er þessi framkoma skrifstofustjórans í það minnsta óvirðing, ef ekki lítilsvirðing við samstarfsmann, sem er auk þess kynslóð eldri en hún og ætti, þó ekki væri nema vegna starfsreynslu sinnar, tilkall til örlítillar virðingar.“ Taldi dómurinn í hvorugu tilfellinu uppfyllt skilyrði um áminningu og var hún felld úr gildi. Krafan um tvær milljónir króna í skaðabætur þótti þó alltof há þegar litið væri til þeirra fjárhæða sem séu greiddar vegna margfalt alvarlegri miska. Þótti hæfilegt að bæta miskann með 250 þúsund krónum auk þess sem borgin þarf að greiða málskostnað upp á 1250 þúsund krónur.Dóminn í heild má lesa hér.
Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira