Óvirðing ef ekki lítilsvirðing og „undirmenn ekki dýr í hringleikahúsi“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. júlí 2018 13:09 Reykjavíkurborg þarf að greiða starfsmanninum 250 þúsund krónur í skaðabætur. Vísir/vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fellt úr gildi áminningu fjármálastjóra Ráðhúss Reykjavíkur í starfi. Þá þarf Reykjavíkurborg að greiða honum 250 þúsund krónur í miskabætur. Starfsmaðurinn hafði farið fram á tvær milljónir króna í bætur. Dómurinn var kveðinn upp þann 5. júní en fjármálastjórinn stefndi borginni í apríl í fyrra. Vildi hann að áminning yrði felld úr gildi og honum greiddar skaðabætur. Tilefni áminninganna, sem skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra og borgarritara veitti honum, voru tvö. Annars vegar var fjármálastjórinn áminntur fyrir brot á hlýðniskyldu vegna viðbragða við beiðni um greinargerð um framkvæmd styrkjareglna. Hins vegar fyrir óvandvirkni í starfi, ófullnægjandi árangur í starfi, framkomu sem samræmdist ekki starfi og óhlýðni við löglegt boð yfirmanns við vinnslu launaáætlunar. Þar átti starfsmaðurinn að sinna kennslu en skristofustjórinn átti í erfiðleikum með að mæta í boðaða kennslustund. Taldi hún starfsmanninn hafa gengið gegn skipunum og haldið fundinn á tíma sem hentaði henni ekki.Ætlast til „skilyrðislausrar hlýðni“ Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur er ítarlegur en niðurstaðan er skýr. Fær skrifstofustjórinn skömm í hattinn fyrir framkomu sína. Varðandi fyrrnefnda kennslu sem starfsmaðurinn var beðinn um að sinna segir í dómnum: „Það var ekki heldur þannig að skrifstofustjórinn hefði verið algerlega háð stefnanda um kennslu því hún átti kost á námskeiði sem fjármálaskrifstofa hélt árið 2016 og upprifjunarnámskeiði 17. febrúar 2017 og hefði væntanlega getað, eins og stefnandi, komist inn á námskeið sem fjármálaskrifstofan hélt fyrir aðra hópa. Það var því ekki á neinn hátt hans sök að hún hrökk upp við vondan draum að kvöldi 21. mars og hafði hvorki hafist handa við að vinna áætlunina né kynna sér hvernig ætti að gera það.“ Um þá skilyrðislausu hlýðni sem skrifstofustjórinn „virðist ætlast til af stefnanda verður sagt það eitt að þrátt fyrir stjórnunarrétt annars og hlýðniskyldu hins eru undirmenn ekki dýr í hringleikahúsi yfirmanna sinna. Að mati dómsins er þessi framkoma skrifstofustjórans í það minnsta óvirðing, ef ekki lítilsvirðing við samstarfsmann, sem er auk þess kynslóð eldri en hún og ætti, þó ekki væri nema vegna starfsreynslu sinnar, tilkall til örlítillar virðingar.“ Taldi dómurinn í hvorugu tilfellinu uppfyllt skilyrði um áminningu og var hún felld úr gildi. Krafan um tvær milljónir króna í skaðabætur þótti þó alltof há þegar litið væri til þeirra fjárhæða sem séu greiddar vegna margfalt alvarlegri miska. Þótti hæfilegt að bæta miskann með 250 þúsund krónum auk þess sem borgin þarf að greiða málskostnað upp á 1250 þúsund krónur.Dóminn í heild má lesa hér. Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fellt úr gildi áminningu fjármálastjóra Ráðhúss Reykjavíkur í starfi. Þá þarf Reykjavíkurborg að greiða honum 250 þúsund krónur í miskabætur. Starfsmaðurinn hafði farið fram á tvær milljónir króna í bætur. Dómurinn var kveðinn upp þann 5. júní en fjármálastjórinn stefndi borginni í apríl í fyrra. Vildi hann að áminning yrði felld úr gildi og honum greiddar skaðabætur. Tilefni áminninganna, sem skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra og borgarritara veitti honum, voru tvö. Annars vegar var fjármálastjórinn áminntur fyrir brot á hlýðniskyldu vegna viðbragða við beiðni um greinargerð um framkvæmd styrkjareglna. Hins vegar fyrir óvandvirkni í starfi, ófullnægjandi árangur í starfi, framkomu sem samræmdist ekki starfi og óhlýðni við löglegt boð yfirmanns við vinnslu launaáætlunar. Þar átti starfsmaðurinn að sinna kennslu en skristofustjórinn átti í erfiðleikum með að mæta í boðaða kennslustund. Taldi hún starfsmanninn hafa gengið gegn skipunum og haldið fundinn á tíma sem hentaði henni ekki.Ætlast til „skilyrðislausrar hlýðni“ Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur er ítarlegur en niðurstaðan er skýr. Fær skrifstofustjórinn skömm í hattinn fyrir framkomu sína. Varðandi fyrrnefnda kennslu sem starfsmaðurinn var beðinn um að sinna segir í dómnum: „Það var ekki heldur þannig að skrifstofustjórinn hefði verið algerlega háð stefnanda um kennslu því hún átti kost á námskeiði sem fjármálaskrifstofa hélt árið 2016 og upprifjunarnámskeiði 17. febrúar 2017 og hefði væntanlega getað, eins og stefnandi, komist inn á námskeið sem fjármálaskrifstofan hélt fyrir aðra hópa. Það var því ekki á neinn hátt hans sök að hún hrökk upp við vondan draum að kvöldi 21. mars og hafði hvorki hafist handa við að vinna áætlunina né kynna sér hvernig ætti að gera það.“ Um þá skilyrðislausu hlýðni sem skrifstofustjórinn „virðist ætlast til af stefnanda verður sagt það eitt að þrátt fyrir stjórnunarrétt annars og hlýðniskyldu hins eru undirmenn ekki dýr í hringleikahúsi yfirmanna sinna. Að mati dómsins er þessi framkoma skrifstofustjórans í það minnsta óvirðing, ef ekki lítilsvirðing við samstarfsmann, sem er auk þess kynslóð eldri en hún og ætti, þó ekki væri nema vegna starfsreynslu sinnar, tilkall til örlítillar virðingar.“ Taldi dómurinn í hvorugu tilfellinu uppfyllt skilyrði um áminningu og var hún felld úr gildi. Krafan um tvær milljónir króna í skaðabætur þótti þó alltof há þegar litið væri til þeirra fjárhæða sem séu greiddar vegna margfalt alvarlegri miska. Þótti hæfilegt að bæta miskann með 250 þúsund krónum auk þess sem borgin þarf að greiða málskostnað upp á 1250 þúsund krónur.Dóminn í heild má lesa hér.
Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira